Læknaneminn - 01.10.1996, Page 15
Nárakviðslit fyrri hluti.Faraldsfræði, einkenni og greining
Mynd 4: Hægra nárasvæði séð að innanverðu.
Stóru örvarnar sýna hvar upptök hliðlægu og
miðlægu (Hasselbach's þríhyrningur) nárahaul-
anna eru miðað við a. epigastrica inferior.
Einnig sést í lærisgöngin (lítil ör) þar sem læris-
haular myndast. Athugið afstöðu haulanna til
nárabandsins (32).
(16,17). Flest virðist einnig benda til þess að samsetn-
ing kollagensins sé meðfædd. Þetta gæti skýrt þá stað-
reynd að 70% sjúklinga með miðlæga nárahaula fá
sams konar haul hinum megin (15). Auk þess liggja
nárahaular oft í fjölskyldum. Yfirleitt er þó ekki um
augljóst erfðamynstur að ræða en þó eru til meðfæddir
bandvefssjúkdómar þar sem nárakviðslit eru geysial-
geng, t.d. Marfans sjúkdómur (18) og Ehlers-Danlos
sjúkkenni.
Aukið álag hefur einnig sitt að segja en nárakviðslit
eru algeng bæði hjá íþróttamönnum (sérstaklega knatt-
spyrnumönnum) og erfiðisvinnufólki (19). Sjúklingar
með lungnateppu, skinuholsvökva (ascites) og sjúkling-
ar í kviðarholsskilun fá einnig gjarnan nárakviðslit
(20). Offita og áverkar á kviðvegginn (t.d. eftir aðgerð-
ir svo sem botnlangatöku) auka áhættuna á nárakvið-
sliti (6). Sömuleiðis hefur verið sýnt fram á að reyking-
ar eru áhættuþáttur (21), einnig meðganga en konur
sem ekki hafa gengið með barn fá næstum aldrei læris-
haula (22).
EINKENNI 0G FYLGIKVILLAR
Fyrirferð á nárasvæði er yfirleitt fyrsta einkenni nára-
kviðslits (myndir 7 og 8). Verkir eru hins vegar það sem
veldur sjúklingnum mestum óþægindum (tafla III).
Mynd 5: Einfölduð mynd af anatómíu í kring-
um innri hringinn hjá sjúklingi með hliðlægan
og miðlægan nárahaul. Búið er að opna sinafell
m. obliqns externns sem myndar framvegg nára-
gangins. Bilin sem myndast sitt hvoru megin
við a. epigastrica inferior eru undir venjulegum
kringumstæðum aðeins þakin sinafelli m. trans-
versalis. Hjá sjúklingum með nárahaula er þessi
hluti kviðveggjarins veiklaður og því ná haul-
arnir að myndast (33).
Mynd 6: Lærishaull sem teygir sig upp fyrir
nárabandið (33).
Þeir geta verið kröftugir þótt seyðingsverkur sé algeng-
ari. Verkirnir eru oftast tengdir áreynslu eða auknum
þrýstingi í kviðarholi, t.d. eins og við hósta, hægðalos-
LÆKNANEMINN
13
2. tbl. 1996, 49. árg.