Læknaneminn - 01.10.1996, Page 17
Nárakviðslit fyrri hluti.Faraldsfræði, einkenni og greining
Mynd 9: „Hjólböru“-nárahaull. Um var að ræða
stóran hliðlægan haul í vinstri nára þar sem
pungurinn var fullur af smágirni og netju (34).
haula þar sem þriðjungur sjúklinga hefur garnastíflu
sem fyrsta einkenni (24).
Ef blóðrás til garnarinnar skerðist (strangulatio) er
um lífshættulegt ástand að ræða og dánarhlutfall allt að
30% (25) (sjá einnig töflu IV). Bláæðaflæði frá görninni
skerðist fyrst þar sem bláæðarnar eru þunnveggja og
leggjast því auðveldlega saman. Þetta veldur enn frekari
bjúgmyndun í görninni. Þfystingur í vefnum eykst og
lokar fyrir slagæðar, sem leiðir til dreps ef ekkert er að
gert. Drepið leiðir síðan eftir atvikum til lífhimnu-
bólgu.
I þessu sambandi er rétt að ítreka að nárakviðslit eru
auk samvaxta og ristilkrabbameins með algengustu or-
sökum garnastíflu (15% hvort um sig, en samvextir í
50% tilfella) (26). Hjá sjúklingum með garnastíflu ber
því alltaf að hafa nárakviðslit í huga og þreifa nára-
svæði.
Mynd 10: Þreifað eftir nárahaul í náragöngum.
Fingrinum er fyrst stungið inn í húðina yfir
pungnum og síðan beint meðfram nárabandinu
til móts við mjaðmakanbinn að innra hringnum
(30).
GREINING
I langflestum tilvikum byggist greining nárakviðslits
á sjúkrasögu og skoðun. Aðeins í vafatilfellum þarf að
styðjast við myndrannsóknir enda kviðslitið yfirleitt
auðgreint við skoðun og einkenni dæmigerð. Hjá ung-
um börnum er þó ekki alltaf hægt að sýna fram á kvið-
slit við skoðun. I slíkum tilfellum er oftast hægt að byg-
gja greininguna á lýsingu foreldra um fyrirferð á nára-
svæði og frekari rannsóknir óþarfar.
Kviðslit getur einnig verið til staðar hjá sjúldingum
með verki á nárasvæði án þess að það sé skýringin á
verkjum sjúklingsins. I slíkum tilvikum getur verið
erfitt að fá fram rétta greiningu (sjá næsta kafla).
Rétt handbrögð við skoðun eru mikilvæg. Best er að
skoða sjúldinginn fyrst í uppréttri stöðu.
Athugað er hvort fyrirferð eða útbungun sé á nára-
svæði og staðsetning út frá nárabandinu, spina iliaca
anterior superior og tuberculum pubis. Einnig er athug-
að hvort hægt sé að þfysta inn haulnum. Hinir eigin-
legu nárahaular eiga alltaf upptök sín fyrir ofan nára-
bandið en iærishaularnir undir því (myndir 1 og 4), líkt
LÆKNANEMINN
15
2. tbl. 1996, 49. árg.