Læknaneminn - 01.10.1996, Page 24
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
Tafla II;__________________________________________________
Bólgueyðandi gigtarlyf.
Nafii flokkur skammtur helm. tími hámarks blóðþéttni kostnaður
(klst) náð eftir (klst) (á mán.)*
Aspirin salicylic acid 0.5-1.0 mg x 4 2-4 i 780
Diflunisal 500 mg x 2 8-10 2-3 1770
Ibuprofen propionic acid 400-800 mg x 3-4 2 1-2 1330
Naproxen 250-500 mg x 2 12-15 2-4 1217
Ketoprofen 200 mg x 1 2-4 1-2 2460
Diklólenak acetic acid 25-50 mg x 2-3 1-2 2-3 2600
Indometasín 25-50 mg x 2-3 4-5 1-2 1450
Sulindac 200 mg x 2 8-16 2-4 4400
Tolmetin 400 mg x 3 1-2 1
Piroxikam oxicam 10-20 mg x 1 30-80 3-5 1760
Tenoxikam —— 20mg x 1 65 1-2 2300
Nabumetone non-acidic 500mg 1-4 x 1 24 3-6 6080
'Skráð verð í nóvember 1996. Uppgefið verð miðast við hámarks skammt af lyfi.
Nokkur þessara lyfja eru til sem forðatöflur/hylki eða sýruhjúpaðar töflur/hylki. Kostnaður getur þá verið mun hærri.
Þannig kostar diklófenac 50 mg x2 1730 lcr/mán en sami skammtur af diklofenac forðatöflum 4500/mán.
Naproxen 500 mg x 2 kostar 1217 kr/mán en sami skammtur af naproxen sýruhjúpuðum töflum 5100 kr/mán.
taka afstöðu til eftirfarandi atriða: 1. Hefur sjúklingur-
inn áhættuþætti fyrir myndun slitgigtar sem hægt er að
hafa áhrif á? 2. Er þörf á liðvernd? 3. Er hægt að styrk-
ja liðinn? 4. Er sjúklingurinn með liðskekkjur? 5. Er
þörf á verkjalyfjameðferð? 6. Finnast merki um sam-
farandi mjúkvefjagigt? 7. Stefnir í skurðaðgerð?
1. Athugun á áhcettuþáttíim.
Erfðaþáttur er sterkur í slitgigt og eru erfðirnar gjarn-
an fjölgena, ókynbundnar og víkjandi. Þó að ekki sé
hægt að hafa áhrif á erfðaþáttinn nýtast upplýsingar um
Tafla III:
Sykursterar til innspýtingar.
Skammtur í lið í mjúkveli
Metýlprednisólón 10-40 mg + ++
Tríamcínólón acetat 10- 40 mg + ++
Tríamcínólón hexacetoníð 10- 20 mg ++ -
Betametasón 1.5-6 mg ++ +
Dexametasón acetat 0.8-3.2 mg + +
Aukaverkanir af sterainnspýtingu:
1. Sýking í lið sjaldgæf ef hreinlætis er gætt.
2. Skemmd á lið einkum ef sprautað er í mjöðm
3. Liðbólga í kjölfar sprautu Skammvinn (varir < 48 ldst)
4. Slit á sin varasamt að sprauta í hásin og fjórhöfða sinina við hné.
5. Drep í húðfitu varasamt að sprauta undir ilina.
6. Blæðing, taugaskemmd varasamt að sprauta nálægt æða- taugaknippum. °g
sterkan arfgengan þátt í fyrirbyggjandi meðferð. T.d.
ætti sjúklingur með óverulegar slitgigtarbreytingar í
höndum en fjölskyldusögu um verulega slitgigt í hnjám
að leggja áherslu á liðvernd og liðstyrkjandi æfingar fyr-
ir hné. Vissir efnaskiptasjúkdómar hafa í för með sér
myndun á kalsíum pyrofosfat kristöllum sem setjast í
liðbrjósk og leiða til slitgigtar (“CPPD arthropathy”). I
völdum tilfellum er rétt að skima fyrir þessum sjúk-
dómum og meðhöndla ef þeir fmnast. Margar konur
(5%) eru með of lausa liði (generalized hypermobility)
sem leiðir til aukins álags á liði og þegar fram í sækir
stundum til slitgigtar (1). Einstaklingar með lausa liði
og fjölskyldusögu um slitgigt ættu að gera fyrirbyggj-
andi ráðstafanir til að forðast siitgigt. Qffita er verulegt
vandamál í slitgigt. Offita eykur líkur á slitgigt í hnjám
(2), eykur á liðverki og dregur úr vinnugetu (3). Því er
geysilega mikilvægt fyrir þungan einstakling að megra
sig. Rannsókn sýndi að einstaklingar með slitgigt í
hnjám sem grenntust um 5 kg eða meira höfðu 50%
minni verki en hinir sem ekki höfðu grennst 10 árum
síðar (4). Óeðlilegt álag á liði, gjarnan tengt vinnu eða
íþróttum getur stuðlað að slitgigt. Nauðsynlegt er að
greina slíka þætti og reyna að draga úr áhrifum þeirra.
2. Liðvernd og betri liðorkunýting
miðar að því að draga úr álagi á veika liði. Fræða þarf
sjúklinginn um gildi hæfilegs álags á liði, þar sem áher-
sla er lögð á að þó hann eigi að forðast of mikið álag á
LÆKNANEMINN
20
2. tbl. 1996, 49. árg.