Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 25

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 25
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti slitgigtarliðinn þá sé hæfilegt álag af hinu góða. Greina þarf sérstakar álagshreyfingar í daglegu lífi viðkomandi og reyna að laga að slitgigtarvandamálinu. Fræðsla um liðorkusparandi þætti er oft hjálpleg. Stuðningsspelkur og hjálpartæki geta aregið úr álagi á liði. Þó að læknar geti veitt almenna liðverndarfræðslu þá búa iðjuþjálfar- ar og sjúkraþjálfarar yfir sérþekkingu á þessu sviði sem vert er að nýta í mörgum tilfellum. 3. Æfingaáætlun Langvarandi verkir í lið leiða til rýrnunar í þeim vöðvum sem hreyfa liðinn. Astæðan er einkum sú að sjúklingurinn hlífir liðnum út af verkjum og vöðvarnir fá þar með ekki þá æfingu sem þeir þarfnast. Vöðva- rýrnun leiðir til þess að liðurinn fær ekki þann stuðn- ing sem hann þarfnast og liðurinn verður óstöðugri. Samfara þessu minnkar stöðuskyn sem eykur enn frek- ar á óstöðugleikann. Af þessu hlýst síendurtekinn áver- ki sem flýtir fyrir liðskemmdum. Líkamsþjálfun er því mikilvæg fyrir sjúklinga með slitgigt, einkum fýrir slit- gigt í ganglimum sem bera líkamsþungann. (5), og mikilvægt er að koma sjúklingum í skilning um nauð- syn þjálfunar. Algengt er að þeir þori ekki að stunda æfingar af ótta við að liðurinn skemmist enn frekar. I æfingaprógrammi ber að leggja áherslu á léttar teygju- æfingar samhliða styrkjandi æfingum. Teygjuæfingarn- ar draga úr stirðleika og hindra liðkreppu og styrkjandi æfingar veita liðnum nauðsynlegan stuðning. Styrkj- andi æfingar eiga að vera léttar í fyrstu og þarf að fram- kvæma daglega, helst tvisvar á dag. I slíku æfinga- prógrammi þarf að finna meðalveginn milli of lítillar þjálfunar, sem styrkir vöðvana ekld nóg og of mikillar þjálfunar sem gæti skapað of mikið álag og skemmt lið- inn. Einfaldasta og ódýrasta lausnin fyrir æfinga- prógram er að senda sjúklinginn heim með skriflegar leiðbeiningar. Hins vegar hefur meðferðarheldni reynst léleg í slíkum tilvikum (6). Því er æskilegt að senda sjúldinginn til sjúkraþjálfara þar sem auðveldara er að fýlgjast með að æfingarnar séu hæfilega erfiðar og rétt gerðar. Samhliða getur sjúkraþjálfarinn sinnt fræðslu. 4. Hjálpartœki og spelkur gegna einkum því hlutverld að hvíla liði, draga úr álagi eða leiðrétta skekkjur. Fyrir slitgigt í höndum reynast vel ýmis hjálpartæki í eldhúsið eða á vinnustað- inn, t.d. sérhönnuð skæri, ostaskeri og pennahaldari. Þumalspelkur draga úr álagi á slitinn þumalrótarlið. Slitgigtarverkir í mjöðmum og hnjám eru gjarnan verstir við gang þegar mest reynir á liðina. Göngustaf- ur og hælpúðar sem draga úr högginu þegar stigið er í fótinn eru ódýrar lausnir sem hjálpa. I slitgigt í gang- limum þarf að huga að mekanískum skeklíjum. Mis- langir fætur, ilsig og hliðarskekkjur á hæl skapa aukið álag á hné sem hægt er að draga úr með réttum hjálp- arbúnaði. 5. Lyjjameðferð Lyfjameðferð við verkjum í slitgigt skilar oft ófull- nægjandi árangri og gera verður sjúklingnum grein fýr- ir því til að þeir vænti ekki of mikils (8). Notkun verkjastillandi lyfja án annarrar meðferðar er í mörgum tilfellum óheppileg og getur hugsanlega flýtt fýrir )ið- skemmdum. Verkur gegnir því lífeðlisfræðilega hlut- verki að aðvara einstaklinginn um yfirvofandi skemmd og að bregðast þurfi við til varnar. Ef verkjalyf taka Iið- verkinn í burtu er hætta á að viðkomandi leggi óafvit- andi meira á liðinn en hann þolir. Tilraunir á hundum með siitgigt hafa einmitt bent til þess að aspirin með- ferð flýti fýrir slitgigtarbreytingum (9). Því ber að leg- gja áherslu á aðra þætti meðferðar jafnframt verkjastill- andi meðferð. 5a) PARACETAMÓL er fýrsta verkjalyfið sem ætti að reyna í meðferð á slitgigt. Paracetamól hefur verkja- stillandi áhrif í slitgigt og í flestum dlfellum er verkja- stillingin svipuð og fæst við notkun bólgueyðandi gigt- arlyfja (10,11). Aukaverkanir af paracetamóli eru hins vegar færri og saklausari en af völdum bólgueyðandi gigtarlyfja. Hægt er að nota paracetamól 500 mg x 1- 2 töflur eftir þörfum en fullur skammtur er 1 gr x 4 á dag. A fullum skammti er hættan á lifrarskemmdum Iítil nema ef sjúklingur hefur aðra áhættuþætti fýrir lifr- arskaða, s.s. lifrarsjúkdóm, töluverða áfengisneyslu, eða notkun annarra lyfja sem geta skemmt lifrina. Langvarandi notkun paracetamóls getur leitt til nýrna- skemmda (12) Rétt er að hafa í huga að sum verkjalyf eru samsett, innihalda bæði sterk verkjalyf og paraceta- mól (t.d. parkódein og abalgin). Algengasta orsök of- skömmtunar á paracetamóli er samhliða notkun paracetamóls og samsetts verkjalyfs. 5b) Ef paracetamól gefur ófullnægjandi verkjastill- ingu er rétt að reyna meðferð með BÓLGUEYÐANDI GIGTARLYFI (non-steroidal anti-inflammatory drug: NSAID) en þó aðeins ef slík meðferð er talin örugg. A boðstólnum eru fjölmörg lyf og er markaðssetning LÆKNANEMINN 21 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.