Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 27
I
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
Um 80% sjúklinga mega búast við að verkir minnki
verulega eða hverfi alveg (25). Verkjastillandi áhrif eru
yfirleitt skammvinn og eru í flestum tilfellum horfin
einum til þremur mánuðum eftir sprautu (26). En
þótt sykursterasprautur í liði geti gefið góða raun þá er
slík meðferð engan vegin hættulaus (sjá töflu III). Lið-
sýking er sjaldgæf en alvarleg afleiðing ónógrar aðgæslu
í liðspraututækni og samfall á liðhaus gerist einstaka
sinnum, sérstaklega þegar sprautað er í mjaðmalið.
Vissar aukaverkanir eru algengari þegar sykursterum er
sprautað oft í sama liðinn á stuttum tíma (27, 28). Því
er almennt mælt með því að láta a.m.k. 4-6 mánuði
líða á milli sykursterasprauta í einstaka liði. Vert er að
minnast þess að hluti af verkun sykursterasprautunnar
er óháður sykursterunum sjálfum. Þannig hefur feng-
ist þokltaleg verkun þegar procaine eða saltvatni er dælt
í liði (29). Árangur sprautumeðferðar byggist einnig á
verklagni læknisins. Jafnvel í stórum og auðþreifanleg-
um lið eins og hnénu lenda allt að 40% sterainnspýt-
inga utan við liðinn, þó að vanir læknar eigi í hlut.
(30).
6. Meðferð á tengdum
mjúkvejjavandamálum
Verkir og/eða skemmdir í ákveðnum lið geta leitt til
vanstarfsemi og verkja í nærliggjandi mjúkvefjum.
Minni vöðvanotkun, vöðvaspasmi og breytt álag á
stoðvefi skapar þreytu, stirðleika, máttleysi og verki.
Vandamál af þessu tagi er tiltölulega „einfalt” að laga
svo framarlega sem læknirinn áttar sig á því.
7. Skurðaðgerðir
Ef ofannefndar aðgerðir leiða ekki til fullnægjandi
verkjastillingar er ástæða til að velta fýrir sér hugsan-
legri skurðaðgerð. I slitgigt er einkum um að ræða
gerviliðaaðgerð á mjöðm eða hné (31) en einnig er í
einstaka tilfellum gerð aðgerð vegna slitgigtar í öðrum
liðum, s.s. þumalrótarlið, hrygg og fæti. Gerviliðaað-
gerðir á mjöðm og hné hafa valdið byltingu á framtíð-
arhorfum margra sjúklinga með slitgigt sem áður fyrr
voru bundnir við hjólastól vegna slæmrar slitgigtar.
Alvarlegustu langtíma vandamálin eftir aðgerð eru los á
gerviliðnum og sýkingar. I dag má búast við að eftir
aðgerð á mjöðm sitji málmkúlan föst í 97% tilvika 10
árum síðar og tíðni sýkingar er komin niður í 1%. Los
á gervilið er líklegra hjá einstaklingum sem eru yngri og
virkari.
2. MJÚKVEFJAGIGT
Mjúkvefjagigt (soft tissue rheumatism) vísar til
vandamála, venjulega verkja, í stoðkerfi líkamans öðru
en liðum. Orsök slíkra vandamála getur verið marg-
slungin en til einföldunar má líta á meinsemdina sem
„bilun” í einu eða fleiri svæðum í vöðva/sin/bein- stoð-
LÆKNANEMINN
23
2. tbl. 1996, 49. árg.