Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 29
i n : 77 QCCT'ZTTT
QCT-TT TTTTTllTCQTTl
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti
því að þegar þrýst er á ákveðin mjúkvefjasvæði með um
4 kg þrýstingi upplifir sjúklingurinn þrýstinginn sem
verk. Slíkir eymslapunktar geta fundist á ákveðnum líf-
fræðilegum stöðum í mjúkvefjum (mynd 2a). Trigger
punktar eru einnig sársaukafullir viðkomu en að auki
þreifist harður vöðvahnúður sem kemur kippur í ef
hann er ertur t.d. með nál. Þrýstingur á trigger punlct
framkallar leiðsluverk á einkennandi svæði fyrir þenn-
an tiltekna trigger punkt (mynd 2b). Stakir eymsla
punktar eru mjög algeng fyrirbæri og geta einnig fund-
ist hjá heilbrigðum. Mikilvægi þeirra felst f.o.f. í því
að sjúkdómsgreina vefjagigt. Menn greinir á um hvort
eymsla punktar og trigger punktar séu tvær útgáfur af
sama fyrirbærinu eða hvort eðlismunur sé þar á. Senni-
lega skiptir meira máli að átta sig á útbreiðslu myofasci-
al verkja (þ.e. hvort einkennin eru svæðisbundin eða
dreifð) frekar en að flokka þá í myofascial verki með
eymsla punktum versus trigger punktum.
Svæðisbundnir eymsla eða trigger punktar eru með-
höndlaðir með aðferðum sjúkraþjálfunar (hita, nuddi,
teygjuæfingum) eða með sprautumeðferð (tafla IV).
Sprautumeðferð í trigger punkta skilar oft góðum ár-
angri en sprautumeðferð í eymsla punkta er ekki eins
hjálpleg, árangur sagður allt frá því að vera enginn í að
2/3 hlutar einstaklinga með eymsla punkta svari (32).
Betri árangur næst þegar trigger punktar eru færri og
þegar styttra er frá því að einkenni hófust. Sjúklingur
sem hefur kvartað yfir verkjum í hálsi og herðum und-
anfarin 2 ár og hefur 20 trigger punkta við skoðun svar-
ar mildu síður sprautumeðferð en ef einkenni hefðu
staðið í 10 daga og við skoðun fyndust 3 trigger punktar.
Skiptar skoðanir eru um hvaða lyf eigi að nota við
trigger punkta sprautur. Mælt hefur verið með sykur-
sterum, saltvatni, deyfilyfi, 5% glúkósu eða að stinga
nálinni í trigger punktinn án þess að sprauta nokkru
inn (33, 34). ítöfluV er mælt með blöndu af sykur-
stera og lidocain einfaldlega vegna þess að þessi blanda
gefur öruggastan árangur. Þegar aðrar aðferðir eru not-
aðar er stundum þörf á viðbótar meðferðarskiptum
(32, 35).
Sprautur í myofascial punkta hafa sýnt sig að vera
hættulítið meðferðarform. Mögulegar alvarlegar aulca-
verkanir eins og ofnæmisviðbrögð, sýking, blæðing,
taugaskemmd, reflex sympathetic dystrophy og loft-
brjóst sjást sjaldan ef ýtrustu varúðar er gætt í sprautu-
meðferðinni. Mikilvægt er að átta sig á því sprautu-
meðferðin er aðeins lítill hluti af heildrænni meðferðar-
Tafla IV:___________________________________________________
Sjúkraþjálfun - helstu meðferðarþættir.
1. Fræðsla, leiðbeiningar
2. Æfingar
3. Manual therapy
yfirborðsnudd
djúpnudd (liðkun)
vöðva- og liðteygjur.
4. Yfirborðshitameðferð
(verkjastilling, slökun, eykur blóðflæði og teygjanleika)
heitir bakstrar
paraffin olía
innrauðir lampar
5. Djúphitameðferð
(verkjastilling, siökun, eykur blóðflæði og teygjanleika)
stuttbylgjur
hljóðbylgjur
6. Kuldi (aðallega notað í bráðum áverkum)
7. Laser (verkjastilling, græðandi áhrif)
áætlun og skilar ein sér skammvinnum árangri. Of
margar sprautumeðferðir geta gert sjúklinginn að
óvirkum þiggjanda í meðferðaráætluninni.
Eins og áður segir gilda svipaðar áherslur í meðferð á
festumeinum (tendinitis) og myofascial punktum.
Svæðisbundin festumein eru yfirleitt sterklega tengd of
miklu líkamsálagi og sprautumeðferð ein sér dugar
skammt og getur beinlínis verið varhugaverð því
sprautan „læknar” ekki meinið. Ef sjúklingur heldur
áfram fyrri iðju eftir verkjalyfja- eða sprautumeðferð
getur festumeinið versnað. Nauðsynlegt er að nota
verkjahléið sem hlýst af verkjalyfja- eða sprautumeð-
ferðinn til hvíldar og endurhæfingar.
Alvarlegasta hættan þegar sykursterum er sprautað í
sinafestu er að sinin rifni. Sykursterar valda tíma-
bundnu katabólísku ástandi (vefjaniðurbrot) sem varir
í 1-2 vikur (36). A þessu tímabili er sinin veikari og er
hættara við að rifna við skyndilegt álag. Til að forða því
ber að fylgja eftirfarandi varúðarráðstöfunum: 1.
Aldrei sprauta inn í sinina sjálfa heldur umhverfis hana.
2. Gefa skýr fyrirmæli um að sjúklingurinn eigi að
forðast snörp átök í 2 vikur eftir sprautuna. 3. Forð-
ast að sprauta í sinar sem í daglegu lífi eru undir miklu
álagi, sér í Iagi á þetta við hásinina en einnig fjór-
höfðasinina (quadriceps sinina) við hnéskelina.
2.2. Vefjagigt
Utbreidd myofascial verkjavandamál fullnægja oft
skilmerkjum fyrir vefjagigt. Onnur vandamál sem lýsa
sér í svipuðum verkjakvörtunum eru t.d. góðkynja
LÆKNANEMINN
25
2. tbl. 1996, 49. árg.