Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Side 34

Læknaneminn - 01.10.1996, Side 34
Meðferð gigtsjúkdóma: Fyrri hluti getur því í mörgum tilfellum ekki einungis dregið úr líkum á þvagsýrugigtarköstum heldur jafnframt haft já- kvæð áhrif á önnur vandamál. Minnkuð neysla á púrín- ríkri fæðu (innmatur, laxfiskar, skelfiskur, baunir, spí- nat o.fl.) lækkar þvagsýrugildi í blóði en sú lækkun er óveruleg og nægir sjaldnast til að fyrirbyggja gigtarköst. Réttast er að ráðleggja sjúidingum að gæta hófs í neyslu púrínríkrar fæðu en ekki ástæða til að banna hana. Vínandi eykur þvagsýruframleiðslu og dregur úr út- skilnaði um nýrun. Sjúklingar ættu að gæta mikils hófs í áfengisneyslu. Ein algengasta orsök þvagsýrugigtar sem svarar illa lyfjameðferð er of mikil áfengisnotkun. Ymis Iyf (t.d. þvagræsilyf, cylcosporin A og lágskammta aspirin ) hæklta þvagsýrugildi og í hverju tilfelli þarf að meta hvort ástæða sé til að breyta lyfjameðferð. 2. Fyrirbvggiandi lvfiameðferð Þvagsýrugigtarköst koma helst þegar breyting verður á þvagsýrugildum í bióði, bæði þegar gildi hækka og lækka. Þess vegna á aldrei að hefja þvagsýrulækkandi lyfjameðferð í bráðu kasti og það er góð regla að gefa colchicine 0.5mg/dag fyrstu 3-6 mánuðina eftir að þvagsýrulækkandi lyfjameðferð hefst til að fyrirbyggja nýtt kast. 2a. Einstaklingar sem fá sjaldan liðbólguköst þurfa ekki fyrirbyggjandi lyfjameðferð að staðaldri. Þvag- sýrugigtarköst eru yfirleitt mjög svæsin og einkennin augljós. Eftir 2-3 köst getur sjúklingurinn, reynslunni ríkari, sagt til um þegar nýtt kast er að byrja. Kröftug bóigueyðandi meðferð á byrjunarstigi þvagsýrugigtar- kasts er yfirleitt mjög árangursrík og kemur í veg fyrir að einkenni nái einhverju risi. 2b. Langtímameðferð með bólgueyðandi gigtarlyfi eða colchicini dregur verulega úr tíðni og alvarleika þvagsýrugigtarkasta (47). Slík meðferð kemur þó ekki í veg fyrir myndun á tophus. 2c. Þvagsýrulækkandi lyfjameðferð er einkum beitt við eftirfarandi ábendingar: 1. Þvagsýrugigt með tophi. 2. Þvagsýrunýrnasteina 3. Margendurtekin bráð þvag- sýrugigtarköst og 4. Frábendingar fyrir notkun bólgu- eyðandi lyfja þannig að besta lausnin er að fyrirbyggja köstin. Um helmingur sjúklinga fær tophus myndun ef þvagsýrulækkandi meðferð er eklci beitt. Alla sjúklinga með tophus myndun ætti að meðhöndla með þvag- sýrulækkandi meðferð því tophus myndun getur m.a. leitt til liðskemmda og endurtekinna húðsýkinga. Markmiðið er að ná þvagsýrugildum vel innan normal gilda (a.m.k. 20% niður fyrir efri normal gildi). Allopurinol er vinsælasta þvagsýrulækkandi lyfið. Lyfið minnkar framleiðslu á þvagsýru með því að hemja xanthine oxidase. Lyfið er auðvelt í notkun en getur valdið alvarlegum aukaverkunum. Húðútbrot (ofnæmi) koma fyrir hjá 3-10% sjúklinga og um 10% þessara einstaklinga fá mjög svæsin ofnæmiseinkenni, Steven's Johnson heilkenni með eosinophiliu, bráðri nýrnabilun og lifrarbólgu. Dánartíðni er um 20 -30 % (48). Ofnæmiseinkenni koma yfirleitt fram á fyrstu vikum meðferðar. Leggja ber áherslu á að sjúklingur hætti umsvifalaust allopurinól meðferð ef útbrot koma fram. Probenecid eykur þvagútskilnað á þvagsýru. Þar sem minnkaður útskilnaður á þvagsýru er orsök hækkaðrar þvagsýru í blóði í um 90% tilvika og alvarlegar auka- verkanir af probenecid sjást afar sjaldan ætti probenecid að vera kjörlyf í þvagsýrulækkandi meðferð. Ástæðan fyrir lítilli notkun probenecid í þessu skyni helgast af ýmsum þáttum sem torvelda meðferð: 1. Probenecid hefur lítil þvagsýrulækkandi áhrif ef kreatínín klerans er < 50 ml/mín. 2. Sjúklingurinn verður að halda uppi góðri þvagmyndun nótt sem dag til að hindra myndun nýrnasteina. 3. Sjúklingurinn má ekki vera á lág- skammta aspirin meðferð því þá dvína Iyfhrifin. 4. Probenecid hefur áhrif á blóðþéttni ýmissa lyfja. Áður en meðferð með probenecid er hafin þarf að útiloka nýrnasteina og mæla 24 klukkustunda útskiln- að á þvagsýru í þvagi. Ef útskilnaður á þvagsýru er auk- inn er frekar notað allopurinól. Sulfinpvrazone er annað þvagsýrulæklcandi lyf sem hefur svipuð áhrif og probenecid. PSEUD0G0UT Eins og nafnið gefur til kynna líkist sjúkdómsmynd- in í pseudogout oft þvagsýrugigt. Meðferð á bráðum köstum er um margt lík meðferð í þvagsýrugigt. Aðal- munurinn felst í því að colchicine slær ekki eins vel á einkennin, góð svörun fæst í um 60% tilvika (49). Bólgueyðandi gigtarlyf og sykursterar eru því kjörlyf. Fyrirbyggjandi meðferð önnur en viðvarandi notkun bólgueyðandi lyfja er ekki til. Oftast kemur það ekki að sök því pseudogout köst koma yfirleitt sjaldan fyr- ir. LÆKNANEMINN 30 2. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.