Læknaneminn - 01.10.1996, Page 40
Glasafrjóvgun
(In vitro fertilization, IVF)
Jón ívar Einarsson
INNGANGUR
I náttúrunni gengur lífið að langmestu leyti út á það
eitt að eignast afkvæmi. Til eru lífverur er lifa einung-
is í nokkrar mínútur en deyja saddar lífdaga eftir að
hafa gegnt sínu eina hlutverki, þ.e. að viðhalda stofnin-
um. Hjá okkur mönnunum er lífið örlítið flóknara, en
samt sem áður líta flestir á það sem sjáifsagðan hlut að
þeir muni einhvern tíma eignast sín börn. Það er hins
vegar því miður svo að fjöldamörgum pörum reynist
erfitt og stundum ómögulegt að eignast börn en talið er
að 10-15% para séu ófrjó. Hverju sem um er að kenna
virðist ófrjósemi fara vaxandi, a.m.k. í hinum vestræna
heimi. Sem betur fer hafa átt sér stað stórstígar fram-
farir í átt til bættrar meðhöndlunar ófrjósemi á síðustu
árum og er þessari grein ætlað að lýsa í stuttu máli for-
sögu þessara framfara og lýsa vinnuaðferðum og ábend-
ingum fyrir notkun glasafrjóvgunar. Einnig verður
fjallað sérstaklega um tvær nýjungar, þ.e. frystingu fóst-
urvísa og smásjárfrjóvgun (ICSI, intracytoplasmic
sperm injection).
SÖGULEGT YFIRLIT
Fæðing Louise Brown 25. júlí 1978 markaði tíma-
mót í sögu læknisfræðinnar. I fýrsta sinn hafði mönn-
um tekist að frjóvga egg utan líkamans og koma því
fyrir þannig að úr yrði heilbrigður einstaklingur. Þessi
árangur var afrakstur margra ára rannsókna hinna
ýmsu vísindamanna og mun sú þróun verða rakin
stuttlega hér. Glasafrjóvgun (in vitro fertilization,IVF)
var fýrst reynd 1878 af Schenk í Þýskalandi en fyrsta
viðurkennda greinin um þetta efni birtist 1954 fráThi-
bault sem gerði tilraunir með kanínuegg. Það var hins
Jón Ivar er deildarlœknir á Kvennadeild Landspítalans.
Mynd 1. Smásjárfrjófgun (ICSI).
vegar mun fýrr eða 1890 sem tókst að framkalla þung-
un hjá kanínum með eggjum sem höfðu frjóvgast á
eðlilegan hátt í kynsystrum þeirra. 1944 tókst Rock og
Menkin í fýrsta sinn að frjóvga mannaegg í til-
raunaglasi. 1963 hóf Edwards rannsóknir sínar á
mannaeggjum og glasafrjóvgun sem áttu eftir að verða
afdrifaríkar. A sjöunda áratugnum urðu miklar fram-
farir í hormónameðferð, t.d. tókst að einangra hMG
(human menopausal gonadotropin) og einnig urðu
umtalsverðar framfarir í tækni við kviðarholsspeglun en
hvort tveggja auðveldaði til mikilla muna eggheimtuna.
1968 birti Steptoe grein um kviðarholsspeglun og egg-
heimtu. I framhaldi af því hófst samstarf þeirra Ed-
wards og Steptoe. Þeir félagar beittu hormónameðferð
og kviðarholsspeglun við tilraunir sínar og 1976 tókst í
fýrsta skipti að koma eggi frjóvguðu utan líkamans fýr-
ir í konu þannig að þungun hlytist af en því miður
reyndist það vera utanlegsfóstur. 2 árum seinna fædd-
ist svo fýrsta glasabarnið, Louise Brown. Síðan þá hafa
orðið stórstígar framfarir á þessu sviði og má þar m.a.
nefna GnRH analoga, bætta ómtækni og ómstýrða ás-
LÆKNANEMINN
34
2. tbl. 1996, 49. árg.