Læknaneminn - 01.10.1996, Side 42
Glasafrjóvgun (In vitro fertilization, IW)
tungu á eggjastokkum gegnum leggöng.
Komið hafa fram aðferðir við tæknifrjóvgun sem eru
að nokkru leyti frábrugðnar glasafrjóvgun og má þar
m.a. nefna GIFT (gamete intrafallopian transfer) og
ZIFT (zygote intrafallopian transfer). Við GIFT er
kynfrumum komið íyrir í eggjaleiðurum og látnar
frjóvgast þar en við ZIFT er nýfrjóvguðu eggi komið
fyrir í eggjaieiðurum. Fleiri afbrigði mætti nefna en í
stuttu máli hefur komið í ljós að glasafrjóvgun (IVF)
hefur reynst best af þessum aðferðum og verður því nær
eingöngu fjallað um hana hér.
Helstu ábendingar fyrir glasafrjóvgun eru eftirfar-
andi:
1) sjúkdómar í eggjaleiðurum
Eggjaleiðarar konunnar eru viðkvæmir og skemmast
auðveldlega, líkt og í kjölfar eggjaleiðar bólgu eða eftir
utanlegsfóstur. Hægt er að ráða bót á sumum þessara
vandamála með smásjáraðgerðum en stundum er glasa-
frjóvgun eina leiðin til getnaðar.
2) endometriosis (legslímhimnuflakk)
Endometriosis er algeng orsök fyrir ófrjósemi kven-
na. Hægt er að meðhöndla þennan sjúkdóm með
hormónameðferð eða skurðaðgerðum, en í vissum til-
fellum dugir þetta ekki til og þá þarf að grípa til glasa-
frjóvgunar. Hefur glasafrjóvgun reynst vel í meðferð
þessa kvilla.
3) ófijósemi karla
Ef sæðissýni maka er undir viðmiðunarmörkum
WHO, þ.e a.m.k. 20 milljónir sæðisfruma per ml og
yfir 50% hreyfanleiki, er um minnkaða frjósemi að
ræða. Glasafrjóvgun og smásjárfrjóvgun hafa valdið
byltingu í meðferð á ófrjósemi karla.
4) óbagstceður legháls
I sumum tilfellum komast sæðisfrumur ekki upp í
legið vegna óhagstæðra skilyrða í leghálsi og er þá yfir-
leytt um að kenna óeðlilegri slímmyndun þar. Ef ekki
tekst að gera tæknisæðingu (intrauterine insem-
ination.IUI) getur glasafrjóvgun verið eina úrræðið.
5) ánatmiskvillar
Myndun mótefna gegn sæðisfrumum er vel þekkt
bæði hjá körlum og konum. Stundum kemur glasa-
frjóvgun að gagni við meðhöndlun þessa vandamáls.
6) ófirjósemi af óþekktum uppruna
Þetta ástand er skilgreint þannig; ekki verður frjóvg-
un eftir 2 ára samlífi og enga sérstaka skýringu er að
fmna. U.þ.b. 15% tilfella ófrjósemi falla undir þennan
flokk. Árangur glasafrjóvgunar hjá þessum hópi er
sambærilegur við árangur hjá lconum með sjúkdóma í
eggjaleiðurum og endometriosis.
7) sjúkdómar i eggjastokkum
Ýmsir sjúkdómar í eggjastokkum valda ófrjósemi,
sem dæmi má nefna Polycystic ovary syndrome, en
konur með þennan sjúkdóm eiga það sammerkt að hjá
þeim verður ekki egglos vegna hormónatruflana og þarf
að örva eggjastokka þeirra svo egglos verði. Einnig er
mögulegt að nota gjafaegg hjá konum sem geta ekki
lagt þau til sjálf, t.d. eftir brottnám eggjastokka vegna
krabbameins eða vegna eftirkasta geislunar.
8) erfðagallar
Margskonar erfðagallar eru til og valda þeir margir
hverjir ófrjósemi. Má þar nefna Turner’s syndrome, en
nýlega hefur tekist að framkalla getnað hjá konum með
þennan sjúkdóm með hjálp glasafrjóvgunar. Er þá not-
að gjafaegg frá annari konu. Einnig virðist brátt mögu-
legt að skoða genamengi fóstursins eftir aðeins nokkrar
frumuskiptingar og þannig útiloka að erfðagalli frá for-
eldrum erfist til afkvæma þeirra.
9) sjúkdómar í legi
Erfðagallar og mikil örvefsmyndun í legi í kjölfar
áverka eða aðgerðar (Asherman’s syndrome) geta gert
konunni ómögulegt að eignast barn. Einnig getur
reynst nauðsynlegt að fjarlægja leg konunnar áður en
hún er komin af barneignaraldri. Hægt er að frjóvga
egg hennar utan líkamans og koma fósturvísinum fyrir
í legi annarrar konu, sem gengur með og fæðir barnið
(staðgönguþungun).
GRUNDVALLARATRIÐI
GLASAFRJÓVGUNARMEÐFERÐAR
1) örvun eggjastokka
Til að hægt sé að ná sem flestum eggjum við hverja
eggheimtu er nauðsynlegt að örva eggjastokka konunn-
ar með hormónagjöf. Þannig er einnig hægt að hafa
nákvæma stjórn á því hvenær egglos á sér stað. Fyrst er
LÆKNANEMINN
36
2. tbl. 1996, 49. árg.