Læknaneminn - 01.10.1996, Page 47
Guðjón Leifur Gunnarsson
I Þýskalandi eru starfandi symfóníuhljómsveitir
áhugamanna sem næstum eingöngu eru skipaðar lækn-
um. Þrátt fyrir að þær hljómsveitir hafi verið starfrækt-
ar í áraraðir var það ekki fyrr en 1993 á þingi EMSA
(evrópusamtaka læknanema) í Wuerzburg að hugmynd
að stofnun symfóníuhljómsveitar evrópskra læknanema
varð að veruleika. A þessum fyrsta fundi EMSO
(european Medical Students'Orchestra) kom í ljós að
sveitin var ekki einasta frumleg, einungis skipuð lækna-
nemum heldur einnig nokkuð góð á mælikvarða nem-
endahljómsveita. Því var ákveðið að efna til endur-
funda að ári þá í Freiburg og síðan 1995 í Oxford. Nú
á síðasta ári kom í hlut læknanema í Slóveníu að skipu-
leggja næstu fundi sveitarinnar eða EMSO'96. Fáein-
ar evrópuþjóðir þ.á.m. íslendingar eru ekki aðilar að
EMSA heldur alþjóðasamtökum læknanema (IFMSA)
en hljómsveit evrópskra læknanema þarf að ná til Evr-
ópu allrar ekki einungis félagsaðila EMSA. Því ákváðu
Slóvensku skipuleggjendurnir að leita til ráðstefnu al-
þjóðasamtakanna sem haldin var í Barcelona sumarið
1995. Þar var tilkynnt um tilveru hljómsveitarinnar og
áform um samfundi í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu
4.-14. Apríl 1996. Það var það að upplýsingar um til-
vist “symfóníuhljómsveitar evrópskra læknanema”
spurðust alla leið til Islands. Það var ekki nema ein leið
til að komast að því hvað hér væri á ferðum. Boðið var
upp á að umsækjendur sendu inn tónprufur með leik
sínum ásamt umsóknum og síðan var valið úr. Svarið
barst í janúar og hófst þá annar og erfiðari þáttur en
það var að komast til Ljubljana. Leitað var eftir samn-
ingum við aðila um millilandasamgöngur en eins og
tíðin er í dag var þeim ókleift að bjóða betur en 45.000
krónur frá Fróni til Englands og þá var eftir að komast
GuSjón Leifur Gunnarsson er Uknanemi viS H.I.
Hvað er sameiginlegt
með læknisfræði og
til Slóveníu. Þar sem LÍN leyfir varla slíkan lúxus var
ekki um annað að ræða en að falast eftir einhverjum
styrkjum. Hér skai komið á framfæri þakklæti til
Læknafélags Islands og Stúdentasjóðs sem styrktu und-
irritaðan til fararinnar.
Haldið var á vit ævintýra, miðvikudaginn 3. Apríl. A
Heathrow slóst ég í för með tveimur skoskum stelpum
sem auðsjáanlega voru á sömu leið og ég (sellókassar
eru frekar auðþekkjanlegir) og vorum við samferða í
fluginu til Slóveníu. Ljubljana var snæviþakin við
komuna og veðrið íslenskt. Til allrar hamingju stór-
batnaði það þó fáeinum dögum seinna. Slóvenía er
ákaflega fallegt land, nyrst í fyrrum Júgóslavíu. Til
norðurs eiga þeir landamæri að Austurríki og Ítalíu í
vestri. Ungverjaland er til austurs og Króatía í suðri.
Slóvenum er mikið í mun að reyna að fjarlægjast allt
sem tengt gæti þá við aðrar þjóðir Balkanskagans. En
líkt og fslendingar keppast þeir við að auglýsa sig sem
best útávið til að styrkja efnahagsstöðu sína. T.a.m. fór-
um við á lyfjakynningu hjá umsvifamesta lyfjaframleið-
anda þeirra “Lek-pharmacy” sem skipaði sér á borð
meðal hinna stærstu í Evrópu og létu líta svo út í okk-
ar augum að þeir væru að yfirtaka stóran hluta ameríska
lyfjamarkaðarins sem var álíka sennilegt og þegar þeir
sýndu okkur fram á að landfræðileg staðsetning þeirra
væri í hjarta Evrópu (þ.e. henni miðri). A því korti var
einungis tekið tillit til meginlands Evrópu en Skandin-
avíu allri sleppt sem og Bretlandseyjum. Fyrirlesarann
setti hljóðan þegar honum var bent á þetta.
Okkur var komið fyrir á heimilum stúdenta og fyrst
um sinn voru raddæfingar í fyrirlestrasölum Iækna-
deildar háskólans en um páskahátíðarnar voru samæf-
ingar í kastala Ljubljana með útsýni yfir alla borgina.
Síðustu dagana var síðan æft í einu af hljóðverum rík-
isútvarpsins í Slóveníu. Það er meira en að segja það að
ætla sér að skipuleggja tíu daga dagskrá fyrir 60 manns.
LÆKNANEMINN
41
2. tbl. 1996, 49. árg.