Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 47

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 47
Guðjón Leifur Gunnarsson I Þýskalandi eru starfandi symfóníuhljómsveitir áhugamanna sem næstum eingöngu eru skipaðar lækn- um. Þrátt fyrir að þær hljómsveitir hafi verið starfrækt- ar í áraraðir var það ekki fyrr en 1993 á þingi EMSA (evrópusamtaka læknanema) í Wuerzburg að hugmynd að stofnun symfóníuhljómsveitar evrópskra læknanema varð að veruleika. A þessum fyrsta fundi EMSO (european Medical Students'Orchestra) kom í ljós að sveitin var ekki einasta frumleg, einungis skipuð lækna- nemum heldur einnig nokkuð góð á mælikvarða nem- endahljómsveita. Því var ákveðið að efna til endur- funda að ári þá í Freiburg og síðan 1995 í Oxford. Nú á síðasta ári kom í hlut læknanema í Slóveníu að skipu- leggja næstu fundi sveitarinnar eða EMSO'96. Fáein- ar evrópuþjóðir þ.á.m. íslendingar eru ekki aðilar að EMSA heldur alþjóðasamtökum læknanema (IFMSA) en hljómsveit evrópskra læknanema þarf að ná til Evr- ópu allrar ekki einungis félagsaðila EMSA. Því ákváðu Slóvensku skipuleggjendurnir að leita til ráðstefnu al- þjóðasamtakanna sem haldin var í Barcelona sumarið 1995. Þar var tilkynnt um tilveru hljómsveitarinnar og áform um samfundi í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu 4.-14. Apríl 1996. Það var það að upplýsingar um til- vist “symfóníuhljómsveitar evrópskra læknanema” spurðust alla leið til Islands. Það var ekki nema ein leið til að komast að því hvað hér væri á ferðum. Boðið var upp á að umsækjendur sendu inn tónprufur með leik sínum ásamt umsóknum og síðan var valið úr. Svarið barst í janúar og hófst þá annar og erfiðari þáttur en það var að komast til Ljubljana. Leitað var eftir samn- ingum við aðila um millilandasamgöngur en eins og tíðin er í dag var þeim ókleift að bjóða betur en 45.000 krónur frá Fróni til Englands og þá var eftir að komast GuSjón Leifur Gunnarsson er Uknanemi viS H.I. Hvað er sameiginlegt með læknisfræði og til Slóveníu. Þar sem LÍN leyfir varla slíkan lúxus var ekki um annað að ræða en að falast eftir einhverjum styrkjum. Hér skai komið á framfæri þakklæti til Læknafélags Islands og Stúdentasjóðs sem styrktu und- irritaðan til fararinnar. Haldið var á vit ævintýra, miðvikudaginn 3. Apríl. A Heathrow slóst ég í för með tveimur skoskum stelpum sem auðsjáanlega voru á sömu leið og ég (sellókassar eru frekar auðþekkjanlegir) og vorum við samferða í fluginu til Slóveníu. Ljubljana var snæviþakin við komuna og veðrið íslenskt. Til allrar hamingju stór- batnaði það þó fáeinum dögum seinna. Slóvenía er ákaflega fallegt land, nyrst í fyrrum Júgóslavíu. Til norðurs eiga þeir landamæri að Austurríki og Ítalíu í vestri. Ungverjaland er til austurs og Króatía í suðri. Slóvenum er mikið í mun að reyna að fjarlægjast allt sem tengt gæti þá við aðrar þjóðir Balkanskagans. En líkt og fslendingar keppast þeir við að auglýsa sig sem best útávið til að styrkja efnahagsstöðu sína. T.a.m. fór- um við á lyfjakynningu hjá umsvifamesta lyfjaframleið- anda þeirra “Lek-pharmacy” sem skipaði sér á borð meðal hinna stærstu í Evrópu og létu líta svo út í okk- ar augum að þeir væru að yfirtaka stóran hluta ameríska lyfjamarkaðarins sem var álíka sennilegt og þegar þeir sýndu okkur fram á að landfræðileg staðsetning þeirra væri í hjarta Evrópu (þ.e. henni miðri). A því korti var einungis tekið tillit til meginlands Evrópu en Skandin- avíu allri sleppt sem og Bretlandseyjum. Fyrirlesarann setti hljóðan þegar honum var bent á þetta. Okkur var komið fyrir á heimilum stúdenta og fyrst um sinn voru raddæfingar í fyrirlestrasölum Iækna- deildar háskólans en um páskahátíðarnar voru samæf- ingar í kastala Ljubljana með útsýni yfir alla borgina. Síðustu dagana var síðan æft í einu af hljóðverum rík- isútvarpsins í Slóveníu. Það er meira en að segja það að ætla sér að skipuleggja tíu daga dagskrá fyrir 60 manns. LÆKNANEMINN 41 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.