Læknaneminn - 01.10.1996, Page 48
Hvað er sameiginlegt með læknisfræði og tónlist?
Frá æfingu symfóníuhljómsveitar læknanema í hljóðveri Ríkisútvarpsins í Slóveníu.
Húsnæði, máltíðir, kynnisferðir og skemmtanir og afla
til þess styrkja. 20 manna skipulagsnefnd bar hitann
og þungann af öllu því umstangi sem heimsókninni
fylgdi og verðskuldar hún hrós fyrir hvernig til tókst.
Við vorum mjög velkomin til Ljubljana, er þangað
kom fengum við tveggja kílóa poka af bæklingum, auk
orðalista og “survival-guide” leiðbeiningum um hvern-
ig þrauka ætti þessa tíu daga í þeirri ágætu borg. Við
vorum boðin til móttöku hjá borgarstjóra og háskóla-
rektor. Allir fengu nafnspjöld merkt með nafni, hljóð-
færi og heimalandi en auk þess sérlegan heiðurspassa
sem gerði okkur að heiðursgestum Ljubljanaborgar
þann tíma sem á dvöl okkar stóð (ókeypis í strætó og á
söfn). Heimsókn þessi setti sterkan svip á miðbæjarlíf-
ið sem við krydduðum ekki einasta með nærveru okk-
ar heldur einnig með uppákomum kammermúsikhópa
á torgum og strætum höfuðborgarinnar. Allt þetta fékk
mikla umfjöllum og var ákaflega vel tekið. Það sem
kom einna mest á óvart var hversu margir læknanemar
eru feykilega góðir hljóðfæraleikarar. Og betri en ég
hafði þorað að vona. Margir þeirra höfðu unnið til
verðlauna yfir hljóðfæraleik og leikið með atvinnu-
manna hljómsveitum. Stjórnandinn var frá Þýskalandi
(eins og raunar þriðjungur hljómsveitarinnar) og hefur
starfað með hljómsveitinni frá upphafi en þar sem
hann er nú nýútskrifaður er ljóst að staða hans verði
auglýst laus fyrir næsta samfund sem verður í Barcelona
um páskana 1997. Einleikarinn var fyrstaársnemi frá
Slóveníu en það er hefð fyrir því að einleikarinn sem
hingað til hefur verið píanóleikari komi frá gest-
gjafalandinu. Það er ekki á allra færi að leika e-moll
fiðlukonsert Mendelsohns sem að mati undirritaðs er
einhver sá fallegasti sinnar tegundar. Æfingar voru
heldur stífar þar sem að hljómsveitarstjórinn þurfti eltki
einasta að samstilla hljómsveitina heldur einnig að inn-
stilla sjálfan sig að leik hennar. Æft var að jafnaði frá
kl. 9 á morgnana til 21 á kvöldin með einhverjum hlé-
um, eftir það fóru þeir sem megnuðu á einhverja fyrir-
fram ákveðna knæpu en þær voru kynntar ein á hverju
kvöldi. Eitt kvöldið var haldið sameiginlegt “go-
urmand party” þar sem allir lögðu til eitthvert þjóðlegt
matarinnlegg. Italarnir báru fram pasta og Skotarnir
LÆKNANEMINN
42
2. tbl. 1996, 49. árg.