Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 50

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 50
Læknisfræði á Veraldarvefnum Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég litla grein um Inter- netið sem birtist í Læknanemanum þá um haustið. Þessi grein var í raun orðin úrelt þegar hún birtist. Vor- ið 1995 var ekki mikið af bitastæðu, ókeypis efni um Iæknisfræði að finna á Vefnum en þróunin síðan þá hefur verið hraðari en séð varð fyrir. Nú er svo komið að á Vefnum er að finna ógrynni alls kyns upplýsinga, m.a. bækur, tímarit og myndefni. Eg hef verið að safna, fyrir sjálfan mig, ýmsum áhugaverðum stöðum á Vefn- um en marga þeirra skoða ég reglulega. Ég hef fundið inn á það hjá nokkrum læknum og læknanemum, sem hafa áhuga á að notfæra sér möguleika Vefsins, að þeir vita ekki hvernig þeir eiga að byrja eða þeir eiga erfitt með að fóta sig þegar út á Vefinn er komið. Þetta gild- ir einnig um sérfræðinga og stúdenta á ýmsum öðrum fræðasviðum eins og líffræði, lyfjafræði, hjúkrunarfræði og sjúkraþjálfun. Fyrir þetta fólk hef ég opnað heima- síðu: http://www.rhi.hi.is/-magjoh/ þar sem m.a. er að finna þá staði sem ég hef safnað fyrir sjálfan mig og allir geta nú notfært sér. Ég geri þetta í þeirri von að það geti hjálpað einhverjum að komast af stað og geti líka verið gagnlegt fyrir suma aðra sem eru lengra komnir í flakki um Vefinn. Ég mun reyna að halda þessu við eftir föngum og bæta inn áhugaverðum stöðum sem ég rekst á en það verður sennilega erfiðara eftir því sem tíminn líður og þróunin verður hraðari. Abendingar eru vel þegnar. Stöðunum er skipt niður í eftirfarandi flokka: Leitarvélar - Hér er að finna tengingar í þær leitar- vélar sem mér fmnast bestar og fengið hafa besta dóma. Nauðsynlegt er að nota þessi tæki ef verið er að leita upplýsinga um eitthvað tiltekið efni, t.d. hvaða lyf komi til greina að nota við ALS eða það nýjasta um út- breiðslu malaríu í heiminum. Leitarvélar eru mjög eftir Magnús Jóhannsson prófessor Rannsóknastofú i lyfiafrœði, Háskóla Islands. (http://www.rhi.hi.isl-magjohl), Magnús Jóhannsson gagnlegar, þær eru einfaldar í notlcun og yfirleitt er að finna tilvísun í ieiðbeiningar. Ég nota leitarvélarnar í vaxandi mæli og þær eru stöðugt að verða betri. Læknavefir - Safn staða á Vefnum sem geta nýst læknum og læknanemum til að afla sér upplýsinga eða til að halda sér við og kynna sér nýjungar. Sumir af þessum stöðum geta einnig verið gagnlegir fyrir sjúk- linga og aðstandendur þeirra. Kennsluvefir - Staðir sem eru sérstaklega ætlaðir til kennslu og fróðleiks fyrir stúdenta. Vefitímarit - Hér er þróunin mjög hröð en enginn veit hvert hún stefnir. Annars vegar er um að ræða hrein veftímarit sem einungis er að finna á Vefnum og hins vegar hin hefðbundnu tímarit sem gefin eru út prentuð. Prentuð tímarit sem einnig er að finna á Vefn- um eru birt þar á mismunandi formi, allt frá því að vera einungis efnisyfirlit eða efnisyfirlit með útdráttum og yfir í að vera nokkurn veginn allt efni viðkomandi rits. I sumum tilvikum er ekki hægt að sjá allt efni tímarits- ins nema vera með áskrift. Utgefendur tímarita og bóka og upplýsingatækni - Utgefendur eru margir með heimasíður þar sem gefn- ar eru ýmis konar upplýsingar og sumir þeirra stefna að því að vera með tímaritin, a.m.k. efnisyfirlit og út- drætti, á þessum síðum. Fjöldi tímarita og bóka er þeg- ar kominn á þessar síður. Ýmis sérsvið læknisfræði (í stafrófsröð) - Hér eru talin upp ýmis sérsvið læknisfræðinnar með tilvísunum í staði þar sem þessi svið fá sérstaka umfjöllun. Annað áhugavert - Hér eru tengingar í ýmsa staði eins og opinberar stofnanir og alþjóðleg samtök. Ég vona að þetta nýtist einhverjum og allar ábend- ingar eru vel þegnar. Að lokum vil ég benda á tvær nýj- ar bækur sem ég hef haft talsvert gagn af: 1) Lee Hancock, Physician’s guide to the Internet, Lippincott-Raven, 1996 og 2) Your Guide to Health and Medical Advice on the Internet and Online Services, a Michael Wolff Book, Wolff New Media, 1996. LÆKNANEMINN 44 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.