Læknaneminn - 01.10.1996, Side 59
Helicobacter pylori - yfiriitsgrein
og er slímhúð skeifugarnar viðkvæmust fyrir slíku álagi
(50). Sýnt hefur verið fram á að þessar breytingar ganga
til baka ef H. pylori sýkingin er meðhöndluð (50,55).
Ekki hefur fundist samband milli H. pylori sýkingar
og seinkaðrar magatæmingar (56) en hugsanleg áhrif
bakteríunnar á hreyfmgar maga og smáþarma eru þó
ekki talin útilokuð
ÓNÆMISFRÆÐI
Einn af kostum þess fyrir H. pylori að hreiðra um sig
í magaslímhúðinni er að þar er ónæmiskerfið mjög lít-
ið virkt. Sýra magans nær að hindra bæði vessa- og
frumuónæmi og því fær H. pylori að vera nokkuð óá-
reitt þar sem hún þolir vel hið lága sýrustig. Hins veg-
ar er talið að ónæmiskerfið nái að standa fyrir einhverj-
um vörnum þar sem ónæmisveiklaðar mýs sýkjast mun
auðveldar af bakteríunni en venjulegar mýs (57).
H. pylori getur tjáð sjálf-antigen og getur það skýrt
fækkun á anti-H. pylori T-frumum sem sést hjá H.
pylori sýktum einstaklingum (58). HLA-DQAI genið
hefur reynst veita vörn gegn H. pylori sýkingu (59) sem
bendir til þess að erfðaþættir hýsils hafi áhrif á afleið-
ingar smitunar.
KRABBAMYNDUN
Undanfarin ár hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram
á tengsl milli H. pylori sýkingar og krabbameina í
maga. H. pylori er talin sjálfstæður áhættuþáttur fyrir
myndun krabbameins og nýlega skilgreindi WHO
bakteríuna sem class A krabbameinsvald sem er hæsti
flokkur krabbameinsvalda. Talið er að auknar líkur séu
á að H. pylori sýking valdi krabbameini ef sýkingin
verður snemma á æviskeiði einstaklings (60). Er þetta
möguleg skýring á því hve magakrabbamein er algengt
hér á landi. Samkvæmt nýlegri rannsókn (61) veldur
H. pylori sýking með rýrnun magaslímhúðar fimmtán-
földun á áhættu á magakrabbameini. H. pylori sýking
og vefjaummyndun magaslímhúðar í skeifugörn veldur
tæplega sexfaldri aukningu á áhættu og H. pylori sýk-
ing og misvöxtur magaslímhúðar veldur fjórföldum
Iíkum á myndun magakrabbameins.
H. pylori virðist helst valda non-cardia gastric aden-
ocarcinoma og lággráðu gastric MALT lymphoma
(62,63). Sérstaklega er athyglisvert að uppræting H.
pylori virðist geta leitt til minnkunar á framsækni lág-
gráðu gastric lymphoma (64,65,66,67).
Ymis áhrif H. pylori sýkingar eru talin vera krabba-
Prosentur (%) með H. pylori mótefni
100-
90-
80-
0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 >80
___________________________________________Ár_
Mynd 2. Hlutfall Islendinga miðað við aldur
með mótefni gegn H. pylori.
meinsvaldandi. Aukin myndun neutrophila á súrefnis-
róttæklingum (68) er þekktur krabbameinsvaldur, sér-
staklega í ljósi minnkaðar C-vítamínseytrunar sem vit-
að er að fylgir H. pylori sýkingu (69). Einnig er þekju-
próliferation og myndun lymphoid follicla í magavegg
þekktir krabbameinsvaldandi ferlar.
AÐRIR SJÚKDÓMAR
Þó sjúkdómar af völdum H. pylori hafi lengst af ver-
ið að mestu á verksviði meitingarsérfræðinga er ýmis-
legt sem bendir til þess að það sé að breytast. H. pylori
sýkingar hafa verið að tengjast ýmsum öðrum sjúk-
dómum en magabólgum og ætisárum og verður for-
vitnilegt að fylgjast með því í framtíðinni hvort slíkum
tengslum eigi eftir að fjölga.
I Bridsh Heart Journal birtist 1994 grein þar sem
sýnt var fram á að sjúklingar sem höfðu langvarandi H.
pylori sýkingu voru með tvöfalda áhættu á kransæða-
sjúkdómum miðað við þá sem voru ósýktir (70).
Schönlein-Henoch er sjúkdómur sem hingað til hef-
ur ekki almennt verið tengdur H. pylori. I lok síðasta
árs var hins vegar lýst sjúkdómstilfelli þar sem um var
að ræða 21 árs gamla konu sem var með Schonlein-
Henoch og langvarandi magabólgur. Með 13C-urea
útöndunarloftsrannsókn greindist H. pylori sýking hjá
konunni og eftir að sýkingin hafði verið upprætt gengu
öll einkenni til baka. Tíu mánuðum síðar birtust ein-
kennin aftur og þá reyndist H. pylori einnig vera til
staðar í magaslímhúðinni. Þá endurtók sagan sig, sýk-
LÆKNANEMINN
49
2. tbl. 1996, 49. árg.