Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 59

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 59
Helicobacter pylori - yfiriitsgrein og er slímhúð skeifugarnar viðkvæmust fyrir slíku álagi (50). Sýnt hefur verið fram á að þessar breytingar ganga til baka ef H. pylori sýkingin er meðhöndluð (50,55). Ekki hefur fundist samband milli H. pylori sýkingar og seinkaðrar magatæmingar (56) en hugsanleg áhrif bakteríunnar á hreyfmgar maga og smáþarma eru þó ekki talin útilokuð ÓNÆMISFRÆÐI Einn af kostum þess fyrir H. pylori að hreiðra um sig í magaslímhúðinni er að þar er ónæmiskerfið mjög lít- ið virkt. Sýra magans nær að hindra bæði vessa- og frumuónæmi og því fær H. pylori að vera nokkuð óá- reitt þar sem hún þolir vel hið lága sýrustig. Hins veg- ar er talið að ónæmiskerfið nái að standa fyrir einhverj- um vörnum þar sem ónæmisveiklaðar mýs sýkjast mun auðveldar af bakteríunni en venjulegar mýs (57). H. pylori getur tjáð sjálf-antigen og getur það skýrt fækkun á anti-H. pylori T-frumum sem sést hjá H. pylori sýktum einstaklingum (58). HLA-DQAI genið hefur reynst veita vörn gegn H. pylori sýkingu (59) sem bendir til þess að erfðaþættir hýsils hafi áhrif á afleið- ingar smitunar. KRABBAMYNDUN Undanfarin ár hafa fjölmargar rannsóknir sýnt fram á tengsl milli H. pylori sýkingar og krabbameina í maga. H. pylori er talin sjálfstæður áhættuþáttur fyrir myndun krabbameins og nýlega skilgreindi WHO bakteríuna sem class A krabbameinsvald sem er hæsti flokkur krabbameinsvalda. Talið er að auknar líkur séu á að H. pylori sýking valdi krabbameini ef sýkingin verður snemma á æviskeiði einstaklings (60). Er þetta möguleg skýring á því hve magakrabbamein er algengt hér á landi. Samkvæmt nýlegri rannsókn (61) veldur H. pylori sýking með rýrnun magaslímhúðar fimmtán- földun á áhættu á magakrabbameini. H. pylori sýking og vefjaummyndun magaslímhúðar í skeifugörn veldur tæplega sexfaldri aukningu á áhættu og H. pylori sýk- ing og misvöxtur magaslímhúðar veldur fjórföldum Iíkum á myndun magakrabbameins. H. pylori virðist helst valda non-cardia gastric aden- ocarcinoma og lággráðu gastric MALT lymphoma (62,63). Sérstaklega er athyglisvert að uppræting H. pylori virðist geta leitt til minnkunar á framsækni lág- gráðu gastric lymphoma (64,65,66,67). Ymis áhrif H. pylori sýkingar eru talin vera krabba- Prosentur (%) með H. pylori mótefni 100- 90- 80- 0-9 10-19 20-29 30-39 40-49 50-59 60-69 70-79 >80 ___________________________________________Ár_ Mynd 2. Hlutfall Islendinga miðað við aldur með mótefni gegn H. pylori. meinsvaldandi. Aukin myndun neutrophila á súrefnis- róttæklingum (68) er þekktur krabbameinsvaldur, sér- staklega í ljósi minnkaðar C-vítamínseytrunar sem vit- að er að fylgir H. pylori sýkingu (69). Einnig er þekju- próliferation og myndun lymphoid follicla í magavegg þekktir krabbameinsvaldandi ferlar. AÐRIR SJÚKDÓMAR Þó sjúkdómar af völdum H. pylori hafi lengst af ver- ið að mestu á verksviði meitingarsérfræðinga er ýmis- legt sem bendir til þess að það sé að breytast. H. pylori sýkingar hafa verið að tengjast ýmsum öðrum sjúk- dómum en magabólgum og ætisárum og verður for- vitnilegt að fylgjast með því í framtíðinni hvort slíkum tengslum eigi eftir að fjölga. I Bridsh Heart Journal birtist 1994 grein þar sem sýnt var fram á að sjúklingar sem höfðu langvarandi H. pylori sýkingu voru með tvöfalda áhættu á kransæða- sjúkdómum miðað við þá sem voru ósýktir (70). Schönlein-Henoch er sjúkdómur sem hingað til hef- ur ekki almennt verið tengdur H. pylori. I lok síðasta árs var hins vegar lýst sjúkdómstilfelli þar sem um var að ræða 21 árs gamla konu sem var með Schonlein- Henoch og langvarandi magabólgur. Með 13C-urea útöndunarloftsrannsókn greindist H. pylori sýking hjá konunni og eftir að sýkingin hafði verið upprætt gengu öll einkenni til baka. Tíu mánuðum síðar birtust ein- kennin aftur og þá reyndist H. pylori einnig vera til staðar í magaslímhúðinni. Þá endurtók sagan sig, sýk- LÆKNANEMINN 49 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.