Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 60

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 60
Helicobacter pylori - yfirlitsgrein ingin var upprætt og einkennin hurfu (71). Fylgni hefur fundist milli H. pylori sýkingar í efri meltingarvegi og rosacea. Einnig hefur verið sýnt fram á að uppræting sýkingarinnar minnkar einkennin. Þetta kemur vel heim og saman við þá gömlu þekkingu að rosacea tengist meltingarónotum. Með PCR hefur H. pylori fundist í gallsýnum tekn- um með beinni ástungu á gallvegum (72). Því er talið að rannsaka þurfu frekar hvort verið geti að bakterían valdi einkennalausri gallvegabólgu. HVERJA Á AÐ MEÐHÖNDLA? Oll meðferð við ætisárum í efri meltingarvegi hefur tekið stölckbreytingum síðan farið var að meðhöndla H. pylori sýkingar. I stað langvarandi viðhaldsmeð- ferðar með H2-blokkurum eða prótónudæluhemlum (PPI) er hægt að leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öll með því að uppræta sýkinguna. Þeirri spurningu hefur þó ekki verið svarað að fullu hverja eigi að meðhöndla og við hvaða aðstæður. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að allt að helmingur mannkyns er líklega sýktur af H. pylori og því er augljóst mál að nánast ómögulegt er að meðhöndla alla sýkta. Samkvæmt ný- legri ályktun evrópska H. pylori rannsóknarhópsins (73) er mælt með því að meðhöndla eigi alla þá sem hafa eða hafa haft ætisár. Einnig er sterklega mælt með því að sjúklingar með MALT lymphoma, með maga- bólgur með mjög óeðlilegri magaslímhúð og sjúldingar sem hafa gengist undir aðgerð vegna byrjandi maga- krabbameins fái upprætingarmeðferð. Einnig er mælt með upprætingu bakteríunnar hjá þeim sem hafa fjöl- skyldusögu um magakrabbamein, sjúklingum með starfræn meltingarónot þar sem önnur meðferð hefur ekki reynst árangursrík, sjúklingum sem þurfa að fá langtíma NSAID-meðferð, sjúklingum sem þurfa lang- tíma PPI-meðferð vegna vélindabakflæðis. Einnig er jafnvel mælt með því að uppræta sýkingu þó ekki sé önnur ástæða en óskir sjúklings. Ljóst er þó að þessar leiðbeiningar eru talsvert breiðari en þær sem áður hafa birst og síðustu liðirnir eru umdeildir. I dag eru flestir sammála að meðhöndla eigi H. pylori sýkingu þeirra sem eru með ætisár eða merki um gömul sár í efri meltingarvegi (74). Nokkuð umdeilt er hvort meðhöndla eigi H. pylori sýkingu hjá sjúklingum með non-ulcer dyspepsíu en til eru rannsóknir er sýna að uppræting sýkingarinnar dregur marktækt úr ein- kennum sjúklinga (75). Aðrar rannsóknir (76) benda þó til að H. pylori sýking tengist ekki functional dyspepsikum einkennum og því þarf að rannsaka þetta atriði frekar. Meðhöndlun allra sýktra er þó ekki á nokkurn hátt talin raunhæf þar sem búast má við að það myndi valda mikilli aukningu á ónæmismyndun baktería fyrir sýkla- lyfjum. Því binda menn í dag meiri vonir við þróun bóluefnis gegn H. pylori til að losa mannkynið við þessa eina algengustu krónísku bakteríusýkingu. Mjög áberandi er þegar rætt er við sjúklinga sem hafa haft ætisár og fengið meðferð til upprætingar á H. pylori hvað þeir eru ánægðir með árangurinn. Margir þessara sjúldinga hafa verið kvaldir af meltingarónot- um, kviðverkjum og uppköstum árum og jafnvel ára- tugum saman. Stór hluti sjúklinganna hefur þurft að nota sýruhamlandi lyf, öðru hvoru eða samfellt, til þess að halda niðri einkennum. Einnig hafa margir þeirra misst úr vinnu vegna meltingarónota. Eftir að H. pylori sýkingin hefur verið upprætt hverfa einkennin hjá flestum og segjast margir sjúklinganna hafa nánast byrjað nýtt líf. Jafnvel hjá þeim sem ekki tókst að upp- ræta sýkinguna virðist líðan vera betri eftir meðferðina og er hugsanlegt að í þeim tilvikum nái meðferðin að bæla bakteríuna það vel að hún hætti að valda einkenn- um, þó hún sé ennþá til staðar í slímhúðinni. Fjárhagslegur ávinningur af meðferðinni er einnig mikill þar sem sjúklingar eftir upprætingarmeðferð þurfa ekki lengur að taka dýr sýruhamlandi lyf. Hefur lyfjasparnaður af meðferðinni verið metinn upp á 30 milljónir króna hér á landi á ári (77). A upphafsdögum meðferðar við H. pylori var það áhyggjuefni hvort sjúklingar myndu endursýkjast af bakteríunni. Það hefur þó reynst vera sjaldgæft og í nýlegri íslenskri rannsókn þar sem þetta var athugað í fyrsta sinn hér á landi reyndist enginn þeirra 53 sjúk- linga hafa endursýkst, en þeim var fylgt eftir í að meðaltali 3 ár (78). LYFJAMEÐFERÐ - HVERNIG Á AÐ MEÐHÖNDLA? Mikil leit hefur staðið yfir undanfarin ár að hentug- ustu lyfjasamsetningunni til að uppræta H. pylori sýk- ingu. Hin fullkomna lyfjasamsetning sem leitað er að ætti að vera mjög virk, hafa fáar aukaverkanir, vera fljótvirk og ódýr. Almennt er talið í dag að stefna beri að yfir 90% upprætingarhlutfalli að minnsta kosti og að yfir 95% sé fyllilega raunhæft. LÆKNANEMINN 50 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.