Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 61

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 61
Helicobacter pylori - yfirlitsgrein Ekki er hægt að segja að vel hafi gengið að finna þessa fullkomnu lyfjasamsetningu. In vitro er bakterían næm fyrir mörgum sýklalyfjum. Vegna verndar frá magaslímhúð og sýrunnar í maganum eru þó fá sýkla- lyf virk gegn bakteríunni in vivo. Best hefur reynst að nota sýruþolin lyf sem frásogast vel og eru seytt í maga- safa. Ekkert eitt lyf hefur fundist með nægilega góða verkun og því hefur hingað til þurft að nota samsetn- ingar 2ja til 4ra lyfja sem gefin hafa verið í langan tíma. Aukaverkanir hafa einnig verið algengar af meðferð- inni, en þær hafa sem betur fer yfirleitt verið vægar; niðurgangur, kviðverkir eða ógleði. Undanfarin ár hefur 14 daga meðferð með kollóid bismúth súbcítrati, tetracýklíni, metrónídazóli (DMT- meðferð) verið ein mest notaða meðferðin til uppræt- ingar á Helicobacter pylori. Upprætingarhlutfall 14 daga DMT-meðferðarinnar hefur reynst í öllum rann- sóknum vera gott og í nýlegri íslenskri rannsókn reynd- ist upprætingarhlutfallið 88% (79). Helsti galli með- ferðarinnar hefur verið aukaverkanir, en einnig þarf sjúklingur að taka mikinn fjölda af töflum í nokkuð langan tíma. Því hefur verið þrýstingur á að reyna að einfalda meðferðina og stytta. Virkni sýklalyfja er háð sýrustigi og á síðustu árum hefur orðið algengara að gefin séu sýruhamlandi lyf með sýklalyfjakúr til upprætingar á H. pylori. Hefur það bætt árangur nokkuð, sérstaklega hvað varðar með- ferð í styttri tíma en 14 daga (80). I rannsókn de Boer et al. frá 1994 þar sem gefin var 7 og 14 daga DMT- meðferð með H2-viðtaka antagonista reyndist uppræt- ingarhlutfallið vera um 95% í báðum meðferðarhóp- unum (81). Prótónudæluhemlar (PPI) hafa reynst hafa bein hamlandi áhrif á H. pylori og eru jafnvel taldir geta upprætt sýkingu án aðstoðar sýklalyfja (82). Ástæða er því talin til að nota prótónudæluhemla frek- ar en önnur sýruhamlandi lyf samhliða meðferð, til upprætingar á H. pylori. I rannsókn þar sem gefin var 7 daga DMT-meðferð í upphafi fjögurra vikna ómepra- zól meðferðar var upprætingarhlutfallið 95% (83). Nýlega var farið að nota claríthrómýcín til uppræt- ingar á H. pylori. Það hefur það fram yfir önnur mak- rolíð að vera sýruþolið og leysast vel við lágt sýrustig, en þessir eiginleikar koma sér vel til bakteríumeðferðar í magaslímhúðinni. Það hefur þó hamlað notkun clarít- hrómýcíns nokkuð að það er talsvert dýrara en önnur lyf sem nota má til að uppræta H. pylori sýkingu. Sjö daga meðferð með claríthrómýcíni, ómeprazóli og tínidazóli hefur reynst uppræta H. pylori sýkingu í yfir 93% tilvika (84,85,86). í MACH 1 rannsókninni sem birt var 1995 var gefin 7 daga meðferð með ómeprazóli 20 mg 1x2, claríthrómýcíni 500 mg 1x2 og amoxicillini 1 g 1x2 sem reyndist hafa 96% uppræting- arhlutfall. Öðrum sjúklingahópi var gefin 7 daga með- ferð með sömu skömmtum af ómeprazóli og claít- hómýcíni en fengu metrónídazól í stað amoxicillins. Upprætingarhlutfallið í þeim hópi reyndist 95% (87). Reynd hefur verið fjögurra daga meðferð með ómeprazólí, kollóíd bismúth súbcítrati, tetracýklíni og metrónídazóli sem hefur skilað yfir 90% upprætingar- hlutfalli auk þess sem enginn sjúklinganna hætti með- ferð vegna aukaverkana. Nýlega hefur verið reynt að stytta meðferðina enn frekar og hefur verið reynt allt að eins dags meðferð. Niðurstöður þessara tilrauna hafa yfirleitt verið heldur daprar. Þó hefur náðst yfir 70% upprætingarhlutfall með eins dags meðferð með ómeprazóli, þríkalíum dícítrat-bismúthi og metrónídazóli með augmentíni eða amoxicillíni (88). Því er ekki útilokað að mögulegt sé að einfalda meðferðina enn frekar. Reynt hefur verið að gefa klukkustundar langa stað- bundna sýklalyfjameðferð í maga til upprætingar á H. pylori og skilaði það 96% upprætingarhlutfalli. Var þá blásinn upp belgur í skeifugörn og lausn sem innihélt bismúth súbnítrat, amoxicillín og metrónídazól þannig haldið í maga (89). Ónæmi H. pylori hefur reynst vera vaxandi vanda- mál. Einkum er þar um að ræða metrónídazólónæmi. I stórri evrópskri rannsókn reyndust 28% allra H. pylori stofna vera ónæmir fyrir metrónídazóli (90). Einnig hefur komið fram claríthrómýcinónæmi en það er ekki eins algengt og metrónídazólónæmi. BÓLUEFNI Þróun bóluefnis er talin vera æskilegasta meðferðin til að uppræta svo algenga sýkingu meðal mannkyns. Því hafa miklar rannsóknir verið gerðar undanfarin ár með það fyrir augum að þróa gott bóluefni gegn H. pylori. Helicobacter felis, ættingi Helicobacter pylori sem lifir í köttum og músum, hefur reynst ágætt tilraunadýr til bóluefnisrannsókna. Eftir p.o. gjöf músa með veikluðum H. felis og kóleru-toxíni hefur fengist fram góð mótefnamyndun sem viðhélst í 18 vikur (91). Einnig hefur verið reynt að bólusetja p.o. með recomb- LÆKNANEMINN 51 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.