Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 66

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 66
Taugaklemmur í efri útlim MIÐTAUG (N. MEDIANUS) A leið miðtaugar eru einkum tveir staðir þar sem taugin er útsett fyrir klemmu, annars vegar við úlnlið- inn og hins vegar rétt neðan við olnbogann. Carpal tunnel syndrome (CTS, syndroma canalis carpi) CTS er til komið vegna klemmu á miðtaug í úlnliðs- rennu (n. medianus í canalis carpi). Þar liggur taugin í þrengslum með níu beygisinum fingranna og sérhver fyrirferðaraukning þar eykur mjög á þrýstinginn. Algengast er CTS meðal kvenna á aldrinum 40 - 60 ára og er talið að þar skipti miklu aukin bjúgmyndun vegna breytinga á hormónajafnvægi eða stundum væg bólga í sinaþeli (tenosynovitis). Þá er CTS einnig vel þekkt meðal kvenna á meðgöngu, aðallega í lokin, og ganga einkennin oftast yfir strax eftir fæðingu. Einnig er CTS vel þekkt með vissum efnaskiptasjúkdómum s.s. sykursýki, hypothyreosis og acromegali. Meðal karla er CTS ekki algengt en getur m.a. komið upp eft- ir áverka eða eftir margra ára vinnu með titrandi verk- færi. I byrjun eru venjulegustu einkennin verkur eða dofi að nóttu og vakna þá sjúklingarnir til að „hrista líf í höndina“. Verkirnir geta verið í allri höndinni eða úln- liðnum en dofinn er bundinn við útbreiðslusvæði mið- taugar. Síðar koma einkennin einnig fram að degi til og verða stundum meira og minna stöðug með dofa og rýrnun í vöðvum þumalbungu (thenarvöðvum). Marg- ir sjúklingar kvarta þá yfir því að missa hluti úr hönd- unum. Oft er hægt að greina ástandið á sögunni einni sam- an. Bank eða ásláttur yfir tauginni í úlnliðsrennu veld- ur oft straumlíkri tilfinningu á útbreiðslusvæði taugar- innar og er það kallað jálcvætt Tinel's merki. Ef úln- liðnum er haldið beygðum í eina mínútu veldur það einnig oft dofa á útbreiðslusvæðinu og er það kallað já- kvætt Phalen's próf. Titringstilfinning minnkar fljót- lega, en tveggja punkta aðgreining eklci fyrr en ástand- ið er langt gengið. Oft er einnig hægt að finna minnk- aðan kraft í gagnfærslu (oppositio) þumals og jafnvel sjá rýrnun í vöðvum þumalbungu eins og áður sagði. Taugaleiðnirit og vöðvarit geta hjálpað við greiningu í vafatilfellum en eru sjaldnast nauðsynleg. Á meðan einkennin eru ekki stöðug (oft aðallega að nóttu) getur næturspelka (spelka eða umbúðir sem halda úlnlið beinum, aðeins notuð að nóttu) hjálpað verulega og stundum dugar hún til að einkennin gangi yfir. Sum staðar er einnig sprautað blöndu af staðdeyf- ingu og sterum í úlnliðsrennu og hefur verið Iýst já- LÆKNANEMINN 56 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.