Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Side 67

Læknaneminn - 01.10.1996, Side 67
Taugaklemmur í efri útlim kvæðum áhrifum af því, einkum í liðagigtarsjúklingum en oft eru áhrifin skammvinn. Ef þetta er reynt ber að varast að sprauta beint í miðtaugina en hún skemmist óhjákvæmilega við það og fær sjúklingurinn strax veru- lega verki og dofa í útbreiðslusvæði hennar. Dugi ofannefnd meðferð ekki er besta ráðið að losa um taugina með aðgerð þar sem skorið er á beygihaft (flexor retinaculum) og úlnliðsrennan þannig opnuð. Aðgerðin er einföld og eru sjúklingar venjulega frá vinnu í þrjár til sex vikur eftir á og fer sá tími einkum eftir þyngd vinnunnar. Árangurinn af aðgerð er venju- lega góður, en það getur spillt fyrir ef einkennin hafa staðið lengi er til aðgerðar kemur. I noldtrum tilfellum koma einkenni aftur eftir aðgerð og eru horfur þá oft- ast nokkuð verri en við fyrstu aðgerðina. Pronator syndrorne Miðtaugin (n. medianus) getur líka lent í klemmu við olnbogann og þá einna helst þar sem hún fer í gegn- um sívala ranghverfanda (m. pronator teres). Verkur í olnbogabót eða þar fyrir neðan er oftast mest áberandi einkennið hér en dofi og straumlík tilfinning í hend- inni sjaldnast til staðar. Þreifieymsli og jákvætt Tinel's merki yfir tauginni við olnbogann eru oft til staðar við þessa taugaklemmu og einnig verkur við ranghverfu (pronatio) gegn mót- stöðu. Ef prófun á grunnlæga fingrabeygi löngutangar (m. flexor digitorum superficialis III) vekur upp verki er það oft talið benda til þess að taugin sé í klemmu undir efri kantinum á þeim vöðva. Reynandi er að hvíla handlegginn og jafnvel breyta til á vinnustað en gefi það engan árangur er réttast að losa um taugina með aðgerð. Árangur er þó ekki eins öruggur og í CTS aðgerðunum. Anterior interosseus syndrome Sjaldgæft er að sú grein miðtaugar sem sfyrir langa þumalbeygi og djúplæga fingrabeygi vísifingurs (mm. flexor pollicis longus og flexor digitorum profundus II) lendi ein og sér í klemmu. Þegar það gerist kemur oft- ast eingöngu fram lömun í öðrum eða báðum þessum vöðvum. ÖLNARTAUG (N. ULNARIS) Olnartaug lendir aðallega í klemmu á öðrum tveggja staða, annars vegar við olnboga og hins vegar við úln- lið. Há klermna á n. idnaris (tardy ulnar palsy, cubital tunnel syndrorne) Allir kannast við „vitlausa beinið“ við olnbogann og þá óþægilegu tilfinningu fram í litlafingur sem kemur ef það er rekið utan í. Staðreyndin er hins vegar sú að „vitlausa beinið" er ölnartaugin (n. ulnaris) þar sem hún liggur aftan við miðlægu hnúagnípu upphandleggs (epicondylus medialis humeri). Lega taugarinnar þar gerir það að verkum að hún er útsett fyrir ertingu t.d. vegna núnings þegar olnboginn er lengi mikið beygður eða ef hann hvílir mikið á borði. Brot á svæðinu eða skekkjur vegna vaxtartruflana eftir gömul brot eru vel þekktar ástæður klemmu á ölnartaug þarna. Taugin á það til að skreppa til og renna upp úr grófinni og ligg- ja á miðlægu hnúagnípunni (subluxerast). Getur það valdið ertingu enda er taugin berkjaldaðri en ella. Þessi tilfærsla veldur þó ekki alltaf vandræðum og hefur henni verið lýst í allt að 16% einkennalausra einstak- linga. Taugaklemma þarna er einnig nokkuð algeng án nokkurrar sjáanlegrar ytri ástæðu. Einkenni vegna taugaklemmu þarna eru oft væg í byrjun og eklci er óalgengt að sjúldingar kvarti fyrst undan dofa á morgnana. Dofasvæðið er bundið við litlafingur, ölnarhluta baugfingurs og ölnarhluta hand- ar, bæði í lófa og á handarbaki. Dofinn fer síðan versn- andi og getur orðið stöðugur. Minnkaður kraftur í vöðvum þeim sem taugin stjórnar er oft hluti einkenn- anna og getur endað með algerri lömun ef ástandið hef- ur varað lengi. Vöðvar þeir sem hér um ræðir eru djúp- lægur fingurbeygir litlafingurs og baugfingurs (flexor LÆKNANEMINN 57 2. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.