Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 68

Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 68
Taugaklemmur í efri útlim Mynd 4. Algengustu staðir þar sem ölnartaug lendir í klemmu. digitorum profundus IV-V), ölnarlægur úlnliðsbeygir (flexor carpi ulnaris), vöðvar litlafingursbungu (hypothenar vöðvar), millibeinavöðvar handarinnar (mm. interossei), tveir af fjórum yrmlingsvöðvum (mm. lumbricales), þumalaðfærir (m. adductor pollic- is) og djúphöfuð skamma þumalbeygis (caput profun- dus m. flexor pollicis brevis). Til að meta vöðva þessa er auðveldast að prófa kraft í kreppu í fjærkjúkuliðum litlafmgurs og baugfingurs svo og kraft í fráfærslu (abd- uctio) fmgranna. „Froment's merki“ heitir það þegar sjúklingur reynir að halda t.d. pappír föstum með að- færslu þumals en sakir veiklunar við það beitir langa þumalbeygi í staðinn. Ef vöðvarýrnun er til staðar eins og oft er, þá er auðveldast að sjá hana á fyrsta baklæga millibeinavöðvanum (m interosseus dorsalis I). Ef ástandið hefur varað lengi má oft sjá væga „ulnaris kló- hönd“. Verður hún vægari hér en ef klemma/áverki eru við úlnlið þar sem djúplægi fmgrabeygir litlafmgurs og baugfingurs eru við þessa háu klemmu einnig með minnkaðan kraft. Arangur aðgerðar er ekki eins góður og við aðgerðir sem áður var rætt um við CTS. Með það í huga og eins hitt að orsök einkennanna er oft Iangvinn erting vegna langvarandi beygju í olnboga er vel reynandi að reyna fyrst að minnka beygju í olnboga og sjá hvaða áhrif það hefur. Margir sofa með verulega beygða olnboga og því hjálpa stundum næturspelkur sem halda olnbogum hálfbeinum. Dugi þessi meðferð eldd þá kemur til greina að gera aðgerð. Einfaldasta aðgerðin og sú sem flestir beita fyrst er eingöngu neurolysa, þ.e. aðeins er skorið niður á taugina í ölnartaugarskor (sulcus n. ulnaris), ofan við hana og niður í gegnum fellið milli höfða ölnarlæga úlnliðsbeygis (m. flexor carpi ulnaris). Þess er gætt að hreyfa sem minnst við tauginni sjálfri og alls ekki lyfta henni upp úr beð sínum, því allt slíkt hnjask eyðilegg- ur blóðflæði hennar úr beðnum. Gagnist elcki slík að- gerð eða ef t.d. um er að ræða endurteknar tilfærslur (subluxationir) taugarinnar sem orsök fyrir einkennum þá þarf oft að flytja taugina fram fyrir miðlægu hnúa- gnípuna og er það ýmist gert þannig að taugin er látin liggja í undirhúðarfitunni eða þá að hún er lögð undir beygivöðvana. Þá eru einnig til þeir sem fjarlægja mið- lægu hnúagnípuna til að minnka ertinguna sem taugin verður fyrir. Lág ulnaris klemma (ulnar ttinnel syndrome, í Guyon 's canal) Annar staður þar sem ölnartaugin getur lent í klem- mu er við úlnliðinn eða í Guyon's kanal. Er það strax þumalmegin við baunarbeinið (os pisiforme) og liggur taugin þar ásamt ölnarslagæðinni nánast í beygihaftinu (retinaculum flexorum). Þetta ástand getur komið upp eitt sér og einnig í tengslum við miðtaugarklemmu. Oft er staðbundinn þrýstingur eða erting á bak við klemmu þarna. Við lága ldemmu er dofmn bundinn við litlafmgur, hálfan baugfmgur og lófann lófameginn, en handar- baksmegin er engin dofatilfmning og skyn er eðlilegt þar. Skýrist þetta af þeirri staðreynd að handarbaks- grein ölnartaugar (r. dorsalis n. ulnaris) sem sér um skynið handarbaksmegin gengur út frá ölnartauginni vel ofan við Guyon's kanal og er því ósnortin af klemmunni. Á sama hátt er auðvelt að skilja hvers vegna motorisk áhrif klemmunnar koma einungis fram sem kraftminnkun eða lömun í litlu (intrinsic) vöðvum handarinnar, en kraftur í djúplægum fmgrabeygi litlafmgurs og baugfmgurs er eðlilegur. LÆKNANEMINN 58 2. tbl. 1996, 49. árg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.