Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Page 70

Læknaneminn - 01.10.1996, Page 70
Discipuli medicinae, quo vadimus? I. KAFLI. INNGANGUR: Þroskaferill frá nýstúdent til nýlæknis er langur og strangur eins og alþjóð veit og einkum þeir, sem eiga þá braut að baki. Engir sálfróðir menn hafa lagt próf fyr- ir íslensk Iæknisefni, sem kannar skynvitund þeirra við námslok. Þó væri mikils virði að vita viðhorf þeirra til lífsins og tilverunnar á þessu þroskastigi mótunar þar sem þeir eru þess albúnir að stökkva út í lífið og segja mætti í nær bókstaflegri merkingu á fólk sem er sér einskis uggandi og kærir sig ekld um að vera kallað sjúldingar. Þar sem ekki er til haldbær vitneskja um andlegt ástand ungra lækna verður ekld fullyrt hvort sál þeirra manna, sem náðu inngöngu í læknadeild, hafi spillst við að ganga í gegnum þá eldraun sem beið þeirra. Hér með er lagt til að einhver betri maður en sá sem hér stýrir penna geri athugun á aðstæðum ný- lækna og andlegum högum. Líklegt þykir að útkoman verði almennt góð en hér á eftir verður ýmislegt talið sem getur bent til þess að kennslan sé svo formföst að hún móti menn stíft sem góða lækningatækna, en leggi minni áherslu en vert væri á svið sem gefa víðfeðma yf- irsýn eins og stjórnsýslu. Til þess að nýliðun verði góð í læknisfræði verða þeir sem veljast til starfsins að vera nýskapandi í hugsun og reiðubúnir að fara ótroðnar slóðir auk kunnáttu í hefðbundnum greinum. Helgi Valdimarsson deildarforseti segir svo í upphafi skýrslu sinnar um starfsárið 1995-1996: „Agæt frammistaða íslenskra unglækna í sérnámi við erlendar stofnanir sem gera strangar kröfur, bendir eindregið til þess að læknadeild Háskóla Islands brautskrái hæfa og vel menntaða læknakandidata. Þetta er merkilegt í ljósi þess að til kennslunnar er nú ekki varið nema um 80% af því fjármagni sem talið er lágmark fyrir læknaskóla í Gunnlaugur Geirsson er prófessor í Réttarlœknisfrœði við H.I. Gunnlaugur Geirsson Norður-Evrópu. Þetta hlutfall yrði mun lægra ef tekið væri mið af lágum Iaunum íslenskra háskólakennara og sérstökum fjárveitingum, sem flest háskólasjúkrahús fá upp í þann viðbótarkostnað sem háskólastarfsemi fylg- ir, samanborið við rekstur sjúkrahúsa sem gegna ekki háskólahlutverki. Það er mat fráfarandi deildarforseta að sú góða menntun sem íslenskir læknanemar og kandidatar virðast fá, eigi m.a. rætur að rekja til sterkr- ar sjálfsbjargarviðleitni læknanema og jákvæðs sam- bands þeirra við vel menntaða, fórnfúsa og duglega kennara". Ekki vil ég andæfa því að íslenskir unglæknar standi sig vel í störfum erlendis og kemur væntanlega margt til annað en það sem keypt verður fyrir fé m.a. vinnusemi, metnaður og langt og strangt nám. Hins vegar er hættulegt fyrir deildina að klappa sér lof í lófa og reyna að búa til glansímynd af sjálfri sér sem gæti orðið „placebo“ og truflað þá viðleitni að halda stöðugt áfram innri endurskoðun og gagnrýni á kennsluhætti sérstalc- lega í ljósi síbreytilegra viðhorfa og nýrrar tælcni. II. KAFLI. LÆKNANÁMIÐ SÉÐ í GEGNUM RETR0SPECT0SC0PIÐ Persónuleiki Leknisefnisins: Sagt er að persónusköpunin verði langmest í frum- bernsku og eftir því sem árin líða verði efniviður ein- staklingsins óþjálli til mótunar. Víst er það að lækna- námið er til þess ætlað að móta manninn fyrst og fremst faglega en um leið hlýtur persónan að mótast að einverju leyti. Þegar reynt er að meta manninn sem kominn er út úr deildinni, má leggja dóm á lækna- kennsluna og námsefnið að því er varðar magn og slcil- virlcni flutnings frá kennara til nemenda í Ijósi kunn- áttu hans á prófum en torvelt er að sjá hvaða persónu LÆKNANEMINN 60 2. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.