Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 73

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 73
Discipuli medicinae, quo vadimus? kennum veikinnar. Læknar reyna líka að hafa áhrif á umhverfið að vissu marki með því að láta alþjóðasam- tök sín sig varða ýmis meginmál og reyna að hafa áhrif, með yfirlýsingum, sem eiga að ná til læknafélaga í hverju landi og þaðan til hinna almennu lækna. Þeir síðastnefndu eru hins vegar um of uppteknir í störfum sínum til þess að geta gefið því gaum sem er að gerast vítt og breitt í veröldinni. Samhverfur vettvangur til þátttöku í læknisfræðilegu hjálparstarfi er nær ein- göngu í gegnum samtök eins og WHO sem þó er að nokkru vanfær um slíkt vegna þunglamalegs stjórnun- arkerfis og lítils fjármagns. I öðrum félögum eins og t.d. samtökum lækna gegn kjarnorkuvá hefur verið reynt að beita þrýstingi á því sviði og svo má segja um fleiri alþjóðleg samtök meðal lækna. IV. KAFLI NÝ HUGSUN í LÆKNISFRÆÐI Kominn er tími til þess að kennarar læknadeildar fari í naflaskoðun, endurskoði og leggi gagnrýnið mat á fullyrðingar um hina góðu lækna og læknisþjónustu á Islandi áður en þær verða að goðsögn því ýmislegt get- ur bent til þess að læknisþjónustu hérlendis sé ábóta- vant. Vitna má til vaxandi fjölda umkvartana sjúklinga til landlæknis, leit eftir bótum, samtök sjúklinga og nú væntanlegum lagasetningum um rétt sjúklinga. I spurningalista landlæknis og sjúkrahúsa til sjúklinga voru könnuð viðhorf til læknisþjónustunnar og voru þau að miklu leyti jákvæð en slíkar spurningar eru al- mennar og kemur þar til í hve miklum mæli fólk hefur þurft að leita læknisþjónustunnar og við hversu alvar- legum uppákomum. Er oft álitamál hversu dómbærir sjúklingar eru um þá þjónustu sem þeir hafa notið. Oft má heyra sögusagnir og einstök dæmi má nefna svo sem það sem höfundur þessarar greinar tók upp eftir frásögn konu nokkurrar sem lýsti svo aðgerð vegna hnúts í brjósti sínu: „Hann (slcurðlæknirinn) stað- deyfði mig en mátti ekki vera að því að bíða eftir því að deyfingin virkaði svo það var óskaplega sárt þegar hann skar. Svo rótaði hann þarna inni því hann hafði ekki skoðað mig reglulega vandlega áður en hann byrjaði að skera og hélt að hann myndi finna þetta strax þegar hann fór inn. Svo reif hann og sleit vefina og sagði að rótin að þessu hefði verið dýpri en hann hélt í fyrstu. Það kom agalegt mar á eftir og þurfti að opna nokkra sauma svo blóðið kæmist út”. Það er fátt í þessari lýs- ingu, sem minnir á sérfræðimennsku og má því velta fyrir sér hvort sögur af þessu tagi sem eru algengar geti bent til þess að færibandavinna komi í stað persónu- legrar sérfræðivinnu vegna þess hve marga þarfa að af- greiða. Ætla mætti að með meiri tækni fari sögum af þessu tagi fari fækkandi, en eins og áður segir er að sjá sem klögumálum á hendur læknum og heilbrigðis- starfsfólki fari æ fjölgandi ef marka má skýrslur land- læknis. Sérfræðingar, — hvort heldur er í heimilislækn- ingum eða öðrum sérgreinum læknisfræðinnar - verða að taka á vandamálum sjúklinga sinna af allri þeldúngu sinni. Þegar menn líta í eigin barm vilja þeir ávallt leita til bestu sérfræðilækna fyrir sig og sína, þegar eitthvað bjátar á. Þeim fjármunum sem varið er til kaupa á sér- fræðiþjónustu í læknisfræðum er vel varið og líklega ódýrari heldur en sérfræðiþjónusta í mörgum öðrum greinum sérfræðinga með sambærilega háskólagráðu. Þetta kann að breytast ef heimilislæknar verða „gate- keepers" til annarrar sérfræðiþjónustu í læknisfræði sökum þess að þá verður að hældta taxta hennar til þess að hún þrífist. Uppgötvanir tæknivísinda hafa kallað fram ný svið í læknisfræði en viðurkenning þeirra sem sérgreina þarf ekki endilega að liggja fyrir. Menn hafa lagt stund á sérgreinar og tengt þær læknisfræði, t.d. erfðafræði, eðl- isfræði og efnafræði, rafeindafræði, félagsfræði, siðfræði o.s.frv. Hafa menn ýmist tekið sína fyrstu gráðu í lækn- isfræði en síðan aðra sérgrein. Slík samtvinnun er eink- ar gagnleg fyrir læknavísindin s.s. samtvinnun tölvu- fræða eða rafeindavísinda við læknisfræði enda þótt slíkt hafi verið seintekið sem sérgrein. Nauðsynlegt er að meiri breidd komist inn í læknanámið, sem geri þennan sveigjanleika mögulegan. Frumkvœði lœkna í aðkallandi málum: Taka má fólksfjölgunarvandamálið sem dæmi um það hversu nauðsynlegt sé að læknisfræðin svari ytri kröfum í stað þess að þróun hennar fari eingöngu eftir innri framför læknavísindanna þ.e. að ný svið skapist af tæknilegum uppgötvunum, þótt það síðarnefnda sé að sjálfsögðu gríðarlega þýðingarmikið. I „global“ tilliti er hömlun viðkomu mannkyns þýðingarmesta hlutverk læknisfræðinnar sem framundan er. Til þess að unnt verði að hamla fjölgun fólks þarf viðhorfsbreytingu sem tekur til siðrænna og trúarlegra viðhorfa auk stjórnmálalegra afskipta og fleira af því tagi. Stofnanir svo sem Alþjóðasamtök lækna (WMA) og Alþjóðaheil- brigðismálastofnun Sameinuðu þjóðanna (WHO) láta LÆKNAIMEMINN 63 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.