Læknaneminn - 01.10.1996, Side 81
Tómas Guðbjartsson, Ásbjörn Jónsson, Þorvaldur Ingvarsson, Páll Helgi Möller
INNGANGUR
Síðustu áratugi hafa hundruðir íslenskra lækna sótt
framhaldsmenntun til Svíþjóðar, fleiri en til nokkurs
annars lands. Undanfarin ár hefur efnahagsástand þar
farið versnandi og vaxandi atvinnuleysis gætt á meðal
sænskra lækna. Af þeim sölcum hefur þrengt verulega
að möguleikum íslenskra lækna til að sækja þangað
framhaldsnám. Engu að síður verður sérnám þar í
landi að teljast fysilegur kostur enda búa Svíar við eitt
öflugasta heilbrigðis- og tryggingakerfi í heimi og
miklu fé er varið til rannsókna. Einnig telst kostur að
laun lækna í Svíþjóð eru góð og félagslegur aðbúnaður
eins og best verður á kosið.
Markmið okkar með þessu greinarkorni er fyrst og
fremst að kynna læknanemum og unglæknum fram-
haldsnám í Svíþjóð og veita þeim sem eru á leið þang-
að í sérnám hagnýtar upplýsingar varðandi umsóknir
og flutninga. Þar sem nú eru fleiri um hverja stöðu
skiptir mildu að vanda til umsóknarinnar. Það er von
okkar að þetta greinarkorn geti orðið einhverjum að
liði í þeirri viðleitni.
STÆRST NORÐURLANOA
Svíþjóð er stærst Norðurlanda eða 450 þús. km2 og
þar búa 8,5 milljónir, þar af 1,5 milljónir manna sem
eru af erlendu bergi brotnir. Til samanburðar eru íbúar
í Danmörku og Finnlandi í kringum 5 milljónir í
hvoru landi fyrir sig og rúmar 4 milljónir í Noregi.
Þéttbýlustu svæðin eru Skánn í suðri og svæðið um-
hverfis höfuðborgina Stokkhólm, en hún er jafnframt
Tómas Guðbjartsson, handlœkningadeild, Lasarettet í Helsingja-
borg. Asbjörn Jónsson, röntgendeild, Borgarspítalinn.
Þorvaldur Ingvarsson, bœklunardeild, FjórSungssjúkrahúsiS á
Akureyri. Páll Helgi Möller handhekningadeild, háskólasjúkra-
húsið í Lundi.
stærsta borg landsins með 663 þús. íbúa. Næst kemur
Gautaborg með tæplega 430 þús. íbúa en Málmey (230
þús.) og Uppsalir (158 þús.) þar á eftir.
Svíþjóð er háþróað iðnríki og þjóðarframleiðsla á
íbúa er með því hæsta sem gerist. Járngrýti og víðáttu-
miklir skógar eru mikilvægar náttúruauðlindir en aðal-
atvinnuvegir eru málm- og vélaiðnaður auk þjónustu-
greina. Svíþjóð er lýðræðisríki með þingbundinni kon-
ungsstjórn en 1. janúar 1995 gengu Svíar í Evrópusam-
bandið. Þegar þetta er ritað eru jafnaðarmenn við
stjórn en þeir hafa setið lengst í stjórn frá lokum seinni
heimsstyrjaldar.
Sænskt þjóðfélag er að mörgu Ieyti svipað því ís-
lenska en flestum ber saman um að hugsunarháttur
Svía sé nokkuð frábrugðinn þeim íslenska. Óvíða er
meira gert fyrir börn og fjölskyldufólk og skólakerfið er
mjög vel skipulagt. Nú er verðlag heldur lægra en á Is-
landi en þó munar ekki miklu. Afkoma er síst lakari og
laun yfirleitt hærri en á Islandi fyrir sambærileg störf. A
móti kemur að þjónusta og húsnæði er dýrara en
heima.
„ANATÓMÍA"
SÆNSKA HEILBRIGÐISKERFISINS
I Svíþjóð er mjög virkt en jafnframt eitt dýrasta heil-
brigðiskerfi í heimi. Undanfarin ár hefur verið reynt að
LÆKNANEMINN
71
2. tbl. 1996, 49. árg.