Læknaneminn - 01.10.1996, Page 86
Sérfræðinám í Svíþjóð
Kviðsjáraðgerð á sjúkrahúsinu í Helsingjaborg.
Sænsk sjúkrahús eru mjög vel tækjum búin og
aðstaða eins og best verður á kosið.
(mynd: Helsingborgs lasarett)
um „kall hyra“ en mikilvægt er að hafa þessi hugtök á
hreinu þegar samið er um verð á leiguhúsnæði. Fyrir
raðhús hækkar leigan í 55-80 þús. á mánuði. Leigusal-
ar eru oftast sérstök leigufyrirtæki eða þá einkaaðilar. I
flestum tilvikum fylgja íbúðunum raftæki, s.s. ísskápur,
eldavél, þvottavél og þurrkari. Ef svo er ekki má benda
á að verð á rafmagnstækjum er umtalsvert lægra en hér
á landi.
Oftast er ekki miklum vandkvæðum bundið að verða
sér úti um húsnæði en best er að ganga frá þessum mál-
um með nokkurra mánaða fyrirvara. Hægt er að leita til
Islendinga í nágrenninu og þeir geta síðan grennslast
fyrir um húsnæði eða sent inn auglýsingu í dagblöð.
Oft er árangursríkt að hengja upp húsnæðisauglýsingu
á þeim spítala þar sem fyrirhugað er að stunda nám.
Þegar fólk hefur áttað sig betur á hlutunum kemur til
greina að kaupa húsnæði. Verð á húsnæði er mjög
breytilegt eftir stöðum en þegar þetta er ritað hefur ver-
ið mikið framboð á húsnæði og því hagstætt að kaupa.
Aftur á móti er rétt að hafa í huga að erfiðara er að
losna við húsnæði hafi fólk t.d. í huga að færa sig um
set innan Svíðþjóðar eða til annarra landa.
LAUN 0G SKATTAR
Á sjúkrahúsum eru byrjunarlaun aðstoðarlækna
(underlákare) í kringum 180.000 ísl. á mánuði fyrir
dagvinnu (mars 1996). Heildarlaun ráðast afvaktaálagi
en flestir eru á 4 til 5 vöktum á mánuði og geta þá bæst
við 40 - 50.000 ísl. við dagvinnulaunin. Oft er þó greitt
fyrir vaktir í formi fría, a.m.k. að hluta (sjá betur síðar).
Greiðslur fyrir vaktir eru því ekki jafn stór hluti af
heildarlaununum eins og hér á landi. í þessu sambandi
er rétt að árétta að samanburður á launum á milli landa
er óviss mælikvarði á afkomu.
Sumarfrí er yfirleitt 5 vikur en að auki eru vakta-
vinnufrí sem er þá hluti af greiðslu fyrir vaktir. Á flest-
um stöðum er þess krafist að læknar taki helming til tvo
þriðju út í fríum fyrir vaktir en hitt í launum. A sum-
um stöðum er þó hægt að taka allt út í peningum.
Vaktavinnufrí eru betri en hér á landi. Sé gert ráð fyrir
að u.þ.b. 2/3 hlutar af greiðslu fyrir vaktir séu teknir út
í fríi og vaktir séu 4 til 5 á mánuði þýðir þetta einnar
viku frí á 5 til 6 vikna fresti. Þetta frí er t.d. hægt að
nota til vísindarannsókna en oft er hægt að semja við
yfirmenn um að safna upp vaktavinnufríum og vinna
annars staðar um tíma, t.d. á íslandi.
Vinnuvika sérfræðinga er 43-48 klst á viku en lækn-
ar í sérnámi (underlákare) eiga yfirleitt að vinna 40-45
klst. á viku. Yfirleitt er ekki greitt sérstaldega fyrir yfir-
vinnu. Unnið er frá mánudegi til föstudags en sums
staðar er hætt fyrr á föstudögum til þess að lengja helg-
ina. Á flestum stöðum er frí a.m.k. síðari hluta dags eft-
ir vakt en vaktir eru yfirleitt mjög annasamar. Vinnu-
tími er yfirleitt frá kl. 07.30 til 17 með klukkutíma í
mat sem ekki telst til vinnutímans.
Laun heilsugæslulækna eru yfirleitt sambærileg laun-
um sjúkrahússlækna en ekki er greitt sérstaklega fyrir
afköst líkt og heima á íslandi. Sumarfrí eru einnig sam-
bærileg en víða er greitt að fullu fyrir vaktir í peningum
og vaktavinnufrí því styttri.
LÆKNANEMINN
76
2. tbl. 1996, 49. árg.