Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 88

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 88
Sérfræðinám ÍSvíþjóð sig hjá sjúkrasamlaginu sem fyrst eftir að komið er út því annars er hætt við að bætur tapist eða rýrni. Feður eiga að auki rétt á tveggja vikna fríi við fæðingu barna sinna. Leiti maki að vinnu getur hann leitað til atvinnu- miðlunar í viðkomandi bæjarfélagi (Arbetsformed- lingen) og skráð sig þar. Rétt er að kynna sér vel hvaða vottorð/gögn þarf að taka með sér áður en haldið er utan og þá sérstaklega m.t.t. gildandi milliríkjasamn- inga milli Islands og Svíþjóðar. I dag er hægt að fá flutt- an rétt á atvinnuleysisbótum á milli Svíþjóðar og ís- lands en eingöngu ef viðkomandi gengur í sænskt fag- félag innan 4 vikna frá því hann flytur til Svíþjóðar og yfirfærir síðan réttindi sín. Þannig er skynsamlegt fyrir maka að verða sér úti um vottorð frá fagfélögum á ís- landi og staðfestingu á tekjum síðastliðins árs áður en haldið er út. Yfirleitt er meira framboð á barnaheimilisplássi en á Islandi en það er þó mismunandi eftir stöðum. Greiðsl- ur fyrir barnaheimilispláss eru oftast tekjubundnar og eru víða 5-7% af heildarlaunum. Best er að sækja um dagvistarpláss sem fyrst þar sem nokkur bið getur verið eftir plássum, sérstaklega í háskólabæjum. Valið stend- ur aðallega á milli tveggja kosta; annars vegar barna- heimilis og hins vegar dagmæðra. Dagmæður starfa innan kerfisins þannig að dagmæður eins og á Islandi þekkjast varla, nema þá þær sem starfa „svart”. Slcólar eru yfirleitt mjög góðir og uppbygging skóla- kerfisins svipuð og hér á landi. Börnin byrja þó einu ári síðar í skóla í Svíþjóð en skólaskylda er frá 7 til 16 ára aldurs. Nýverið var skólum veitt heimild til að taka börn inn í 6 ára bekk en ekki er alls staðar boðið upp á 6 ára bekk. Skólaárið er lengra, sumarfrí er 9 vikur og jólafrí 2 vikur, en síðan bætist við viku frí í febrúar (sportlov) og nóvember (höstlov). Skóladagurinn er samfelldur frá klukkan átta á morgnana og fram yfir hádegi og öll börn fá heita máltíð í skólanum. Aður en haldið er utan er sltynsamlegt að grennslast fyrir um skóla í hverfinu og sækja síðan um skóla tímanlega. Yf- irleitt er auðvelt að að fá skólapláss en ekki er skilyrði að sótt sé um þann skóla sem næstur er heimilinu því nú fylgir hverju barni ákveðin upphæð sem rennur til þess skóla sem barnið sækir. BIFREIÐAKAUP Verð á nýjum bifreiðum hefur verið nokkuð lægra í Svíþjóð en á Islandi og flestir eru þeirrar skoðunar að ekki borgi sig að taka bílinn með út frá peningalegu sjónarmiði. Þó má benda á að hafi maður átt bíl á Is- landi í eitt ár þarf ekki að greiða tolla af bílnum í Sví- þjóð. Bíllinn verður að vera búinn hvarfakút, annars þarf að greiða sérstakan mengunarskatt. Eins og gefur að skilja er verð á sænskum bílum hagstæðara en á ís- landi en skynsamlegt er að bera saman verð með því að fá sendar upplýsingar frá bifreiðaumboðum eða bílasöl- um í Svíþjóð. Líkt og hér á landi hrapa bílar nokkuð hratt í verði fyrsta árið og því er oft hagstæðara að kaupa notaða bíla en nýja. Rétt er að benda á að í Sví- þjóð er oft hægt að „prútta“ niður verð á bílum ef gre- itt er út í hönd og eldri bíll er ekki tekinn upp í þann nýja (inbytesbil). ATVINNUHORFUR AÐ LOKNU NÁMI Eins og áður kom fram hafa orðið miklar breytingar á atvinnuhorfum lækna í Svíþjóð. Árið 1993 voru þar skráðir 600 atvinnulausir læknar, þar af 170 á atvinnu- leysisbótum en langstærsti hluti þessara lækna voru unglæknar. I Svíþjóð eru í kringum 26.000 læknar (1/3 konur), þar af rúmlega eitt þúsund Danir og tvö hundruð Islendingar. Af þessum tvö hundruð Islend- ingum er talið að 20% hafi sest að í Svíþjóð til fram- búðar. Verði ekkert að gert er spáð að um aldamót verði 5-6000 læknar atvinnulausir í Svíþjóð. Eins og fyrr sagði eru ástæður þessara umskipta á atvinnumarkaði sænskra lækna fyrst og fremst efnahagssamdráttur sem hefur leitt til minni framlaga til skólaheilsugæslu og fyrirtækjalækninga. LOKAORÐ Leiðbeiningar sem þessar eru engan veginn tæmandi og alltaf er best að leita ráða hjá þeim sem búa úti eða eru nýkomnir heim úr sérnámi frá Svíþjóð. Einnig er rétt að taka fram að ýmsar þeirra upplýsinga fram koma í þessari grein eru háðar breytingum, s.s. varðandi launakjör, verðlag og félagsleg réttindi. Að lokum skor- um við á lækna og læknanema að koma með tillögur um breytingar ef þeim þykir þurfa að fenginni reynslu. Hægt er að koma ábendingum á framfæri til skrifstofu Læknafélaganna. LÆKNANEMINN 78 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.