Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 104

Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 104
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir Voveifleg dauðsföll tengd ávana- og fíkniefnum 1986-1995 Guðrún Þórisdóttir1. Gunnlaugur Geirsson2. 'LHI, 2Rannsóknastofa í réttarlæknisfræði. Inngangur: Félagsleg vandamál hafa undanfarin ár verið í vaxandi mæli í sviðsljósinu á Vesturlöndum. Ein algengasta undirrót þeirra er neysla hvers konar vímugjafa s.s. áfengis, misnotkun lyfja auk ólöglegra fíkniefna. Markmið rannsókn- arinnar er að kanna þátt áðurnefndra efna í voveiflegum dauðsföllum. Hér á landi hefur tíðkast að rannsaka óvænt dauðsföll ítarlega, oftast með krufningu. Því ættu staðgóðar upplýsingar að liggja fyrir um langflest dauðsföll af þessum toga, sem nefna mætti banvæna félagslega sjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir réttarkrufningar sem framkvæmdar voru á Rannsóknastofu Háskólans á tímabil- inu 1986-1995, alls 1523 talsins. I 468 tilvikum (30,7%) komu fram tengsl við ávana- og fíkniefni, þegar erlendir rík- isborgarar voru undanskildir. Um var að ræða 357 karla (76,3%) og 111 konur (23,7%) á aldrinum 14-83 ára (með- alaldur 46 ára). Skilyrði þess að teljast með í rannsókninni voru þau að viðkomandi einstaklingur hefði látist beint eða óbeint fyrir tilstuðlan vímuefna. Niðurstöður: Aðurnefnd 468 tilfelli voru flokkuð eftir að- draganda: Sjúkdómur 91(19,4%), slys 211(45,1%), sjálfsvíg 146 (31,2%), líkleg sjálfsvíg 4 (0,9%), manndráp 11(2,4%) og loks annað 5 (1,1%) þar sem um var að ræða áhrif eða sögu um vímuefnanotkun en dánarorsök óviss. Afengi mæld- ist í blóði og/eða þvagi 343 einstaklinga og þar af var í 20 til- fellum um banvænar áfengiseitranir að ræða, (17 karlar og 3 konur). 1316 tilfellum var neysla áfengis talin meðverkandi dánarorsök eða hafa með einhverjum hætti stuðlað að dauða. Banvænar Iyfjaeitranir á tímabilinu voru 66 (30 karlar og 36 konur). I 35 tilfellum var um sjálfsvíg að ræða (16 karlar og 19 konur) en 31 eitrun af slysni (15 karlar og 16 konur). Þau lyf sem oftast komu við sögu voru: Amitriptylin (11), benzodiazepinsambönd (10), klóral (10) og metadon (5). Banvænar samverkandi eitranir áfengis og lyfja voru 35 (18 karlar og 17 konur). 110 tilvikum var um sjálfsvíg að ræða (5 karlar og 5 konur) en í 25 tilvikum varð eitrunin fyrir slysni (13 karlar og 12 konur). Algengustu lyf sem neytt var ásamt áfengi: Benzodiazepinsambönd (16), prometasín (4), fenemal (3), amitriptylin (3), klóral (2) og metadon (2). Ólögleg fíkniefni fundust í 24 einstaklingum. Einungis eitt dauðsfall mátti rekja beint til töku þeirra (ofskammtur kókaíns) en í 17 tilvikum var talið að neysla fíkniefna hefði stuðlað að dauða. Þau efni sem oftast greindust í hinum látnu voru kannabis- efni (17 ) og amfetamín (14). Efnisskil: Fjöldi dauðsfalla tengd ávana- og fíkniefnum, sem koma til réttarlæknisfræðilegrar rannsóknar, hefur hald- ist nokkuð stöðugur á tímabilinu. Athygli vekur hve stóran þátt áfengi, hinn löglegi vímugjafi, á í þessum dauðsföllum. Hlutur þeirra lyfja sem læknar ávísa er einnig mikill. Dauðs- föll tengd ólöglegum fíkniefnum virðast enn sem komið er vera fá en fer fjölgandi. Ljóst er að hluti þeirra sem látast fyr- ir tilstuðlan áfengis og/eða lyfja sem komin eru frá læknum hafa einnig sögu um notkun ólöglegra fíkniefna og virðist blönduð misnotkun vera algeng. Niðurstöðurnar benda til þess að enn sé ástæða til að hvetja lækna til að sýna varfærni í ávísun lyfja sem misnota má í vímutilgangi. Einnig er brýnt að fýlgst sé með þróun í notkun ólöglegra vímugjafa Aígengi og nýgengi iktsýki í fólki með hækkaða gigtarþætti í blóði Halla Dóra Halldórsdóttir1. Þorbjörn Jónsson2, Jón Þorsteinsson3, Nikulás Sigfússon", Helgi Valdimarsson2. 'LHl, 2Rannsóknastofa Hl í ónæmisfræði, 3LyflækningadeiId Landsspítalans, 4Rannsóknastöð Hjartaverndar. Inngangur: Gigtarþættir (rheumatoid factors, RF) eru mótefni sem beinast gegn Fc hlutanum á mótefnum af IgG gerð. Þeir geta verið af ýmsum gerðum en IgM, IgG og IgA RF hafa mest verið rannsakaðir. Gigtarþættir eru taldir taka þátt í stjórnun ónæmissvara. Þessi mótefni eru verulega hækkuð í flestum sjúklingum með iktsýki (rheumatoid art- hritis, RA) og stundum í tengslum við aðra bandvefssjúk- dóma, sýkingar og krabbamein. Stöku sinnum eru gigtar- þættir hækkaðir í heilbrigðu fólld og geta þeir komið fram í blóði fólks mörgum árum áður en iktsýki verður vart. Arið 1987 var kannað algengi og nýgengi iktsýki meðal fólks sem mælst hafði með hækkaða gigtarþætti í hóprann- sókn Hjartaverndar á árabilinu 1974-83. Meðal þess sem kom í ljós var að algengi iktsýki var hæst í þeim sem voru með hækkun á tveimur eða þremur gerðum gigtarþátta. Einnig var iktsýki algengari hjá fólki með hækkun á IgA RF eða IgG RF heldur en hækkun á IgM RF. Það sama átti við um ný- gengi sjúkdómsins. Nú u.þ.b. 9 árum síðar var ákveðið að kanna aftur þá sem höfðu áður mælst með hækkun á gigtarþáttum. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta að nýju algengi og nýgengi iktýki og auk þess krabbameins- og dánartíðni. Efniviður og aðferðir: 184 einstaklingar sem einhvern tíma höfðu mælst með hækkaða gigtarþætti, annaðhvort í hóprannsókn Hjartaverndar 1974-83 eða í rannsókninni 1987 fengu sent bréf þar sem þeir voru beðnir um að taka þátt í framhaldsrannsókn. Þátttaka var 83 % af þeim 184 einstaklingum sem voru lifandi og tiltækir til skoðunar. Þátt- takendur voru fæddir á tímabilinu 1907-1935. Fylltur var út staðlaður spurningalisti um einkenni frá liðamótum og stoð- kerfi auk þess sem spurt var um ýmsa sjúkdóma, reykingar og ættarsögu m.t.t. gigtar eða psoriasis. Þátttalœndur voru ein- nig skoðaðir og liðir metnir m.t.t. skilmerkja bandarísku gigt- arlælcnasamtakanna frá 1958 og 1987 (ARA-criteria). Ný LÆKNANEMINN 94 2. tbl. 1996, 49. árg.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.