Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Side 106

Læknaneminn - 01.10.1996, Side 106
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir in há voru 71,0% með ofnæmi en 40,0% af þeim sem höfðu bæði lág. Af þeim sem mældust með hátt IgA og lágt IgE voru 29,2% með ofnæmi en 16,7% af þeim sem höfðu lágt IgA en hátt IgE. Umræða: Rannsóknin undirstrikar tengsl IgE og ofnæmis, en gefur enga vísbendingu um að secretory IgA verndi börn gegn ofnæmi. Þetta er þveröfugt við það sem kom í ljós þeg- ar þessi börn voru rannsökuð 3-4 ára gömul, þá virtist hátt serum IgA minnka líkur á ofnæmi. Tvær skýringar á þessu eru líklegar. Annars vegar að bein tengsl séu ekki til staðar milli serum og secretory IgA, eða mælingar á mótefnum í munnvatni séu almennt óábyggilegar. Hins vegar er hugsan- legt að tengsl IgA of ofnæmis sjáist aðeins hjá mjög ungum börnum en hverfi síðan þegar IgA myndunin er almennt komin vel á stað. Geðlyfjanotkun á elli- og hjúkrunarheimilum Hilmar Kiartansson1. Pálmi V. jónsson1,2. ‘LHI, 2Öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Inngangur: Geðræn einkenni, tengd eða ótengd heilabil- un, eru algeng meðal vistmanna á stofnunum fyrir aldraða og oft meðhöndluð með lyfjum. Vegna aldurstengdra breytinga er snerta umbrot og útskilnað lyfja svo og fjöllyfjanoktunar er slík meðferð afar vandasöm. Rannsóknin „Daglegt líf á hjúkr- unarheimili” sýndi að geðlyfjanotkun á Islandi er tvisvar til þrisvar sinnum algengari en í Svíþjóð og Danmörku. Markmið: Könnun þessi skráir geðræn einkenni, geðlyfja- notkun, skammtastærðir og árangur meðferðar með ábend- ingum og gæði meðferðar í huga. Efniviður og aðferðir: Metnir voru 115 einstaklingar á 5 elli- og hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæði, 50 voru á þremur heilabilunareiningum og 65 á tveimur þjónustu- rýmiseiningum. Fengið var leyfi yfirlæknis og hjúkrunarfor- stjóra á hverjum stað fyrir sig, svo og leyfi starfs- og siða- nefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Nafnleyndar einstaklinga var gætt. Safnað var upplýsingum um fjölda geðlyfja, teg- undir, skammtastærðir og tímalengd meðferðar. Hjúkrunar- fræðingur lagði mat sitt á einkenni og árangur meðferðar. Gögnin voru skráð í tölvu og unnið úr þeim með Excel töflu- reikni. Niðurstöður: Einungis 16% allra voru án geðlyfja, 39% voru á einum flokki, 36% á tveimur og 9% á þremur. Á heilabilunareiningum og í þjónusturými var svipuð notkun á geðdeyfðarlyfjum (30%,38%) og róandi og svefnlyfjum (66%,71%). Hvað varðar notkun sterkra geðlyfja var hins vegar mikill munur, þar sem 62% einstaklinga á heilbilunar- einingum voru á þeim, en aðeins 15% í þjónusturými. I þjónusturými voru svefntruflanir (72%) og þunglyndi (30%) algengustu einkennin. Á heilabilunareiningum eru þessi ein- kenni einnig algeng en að auki er yfir 50% með kvíða, óró- leika og/eða psýkótísk einkenni. Einkenni löguðust við með- ferð í 60-98% tilvika, mismunandi eftir einkennum. Upplýs- ingar um tímalengd meðferðar leiddu í jós að meðferð var iðulega hagrætt. Geðdeylðarlyfjum hafði verið breytt eða skömmtum hagrætt hjá 65% innan 6 mánaða. Sambærileg- ar tölur fyrir hina lyfjaflokkana eru 45%. Þetta tíðar lyfja- breytingar benda til að eftirlit sé allnáið. Yfirleitt voru skammtastærðir litlar. Af þeim sem voru á geðdeyfðarlyfjum voru 11 á lyfjum með ríkuleg andkólínerg áhrif. Helmingur þeirra sem voru á geðdeyfðarlyfjum voru á nýrri tegundum þeirra. I róandi og svefnlyfjaflokknum voru 46 einstaklingar á lyíjum með helmingunartíma lengri en 20 klst. og voru 5 þeirra á stórum skömmtum. Umræða: Geðlyfjanotkun hjá öldruðum einstaklingum á stofnunum er mjög algeng og voru aðeins 16% án þeirra í þessari könnun. Andleg vanlíðan einstaklinga á stofnunum er einnig mjög algeng og útskýrir háa notkun að miklu leyti. Hin mikla notkun geðdeyfðarlyfja hér samanborið við grann- þjóðir okkar gæti verið vísbending um að íslenskir læknar greini og meðhöndli þunglyndi oftar en starfsbræður þeirra annars staðar, en heimildir telja að þunglyndi aldraðra sé van- greint og undirmeðhöndlað. Hin háa notkun svefn- og kvíðastillandi lyfja, val þeirra og skammtastærðir, vekja hins vegar upp spurningar með tilliti til aukaverkana, s.s. byltni, og þess hvort önnur úrræði séu ekki til Helicobacter pylori: samanburður á 7 og 14 daga meðferð Hialti Már Björnsson1. Kjartan Orvar2, Ásgeir Theodórs2,3. ‘LHÍ, 2Lyflækningadeild St. Jósepsspítala Hfn., ’Sjúkrahúsi Reykjavíkur Inngangur: Helicobacter pylori (H. pylori) er baktería sem býr um sig í magaslímhúð og er talin eiga þátt í mein- myndun meltingarsára. Meðferð til upprætingar á H. pylori hefur breyst mikið á undanförnum 10 árum. Sjö daga með- ferð með vissum lyfjasamsetningum er viðtekin venja. Á Is- landi hefur verið algengt að nota DMT (De-Nol® - colloid bismuth subcitrate í 28 daga, metrónídazól í 10 daga og tetracýklín í 14 daga) sem hefur upprætt sýkingu í yfir 95% tilvika. Svipuð reynsla er af notkun þessarar lyíjasamsetning- ar í 10 til 14 daga. Meðferð í styttri tíma með þessum lyfj- um hefur ekki verið reynd hér á íslandi. Markmið rannsókn- arinnar var að bera saman 7 og 14 daga DMT-meðferð til að uppræta H. pylori. Efniviður og aðferðir: Framsýn slembirannsókn var fram- kvæmd frá janúar 1994 til janúar 1996. Sextíu og fjórir (64) sjúklingar tóku þátt í rannsókninni. Meltingarsár höfðu 57 sjúklingar og sjö höfðu miklar magabólgur. Allir sjúkling- arnir voru með H. pylori jákvæða slímhúð í magahelli (antr- um) og fengu meðferð með DMT í 7 daga (N=31) eða 14 LÆKNANEMINN 96 2. tbl. 1996, 49. árg.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.