Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 106
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir
in há voru 71,0% með ofnæmi en 40,0% af þeim sem höfðu
bæði lág. Af þeim sem mældust með hátt IgA og lágt IgE
voru 29,2% með ofnæmi en 16,7% af þeim sem höfðu lágt
IgA en hátt IgE.
Umræða: Rannsóknin undirstrikar tengsl IgE og ofnæmis,
en gefur enga vísbendingu um að secretory IgA verndi börn
gegn ofnæmi. Þetta er þveröfugt við það sem kom í ljós þeg-
ar þessi börn voru rannsökuð 3-4 ára gömul, þá virtist hátt
serum IgA minnka líkur á ofnæmi. Tvær skýringar á þessu
eru líklegar. Annars vegar að bein tengsl séu ekki til staðar
milli serum og secretory IgA, eða mælingar á mótefnum í
munnvatni séu almennt óábyggilegar. Hins vegar er hugsan-
legt að tengsl IgA of ofnæmis sjáist aðeins hjá mjög ungum
börnum en hverfi síðan þegar IgA myndunin er almennt
komin vel á stað.
Geðlyfjanotkun á elli- og hjúkrunarheimilum
Hilmar Kiartansson1.
Pálmi V. jónsson1,2.
‘LHI, 2Öldrunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur.
Inngangur: Geðræn einkenni, tengd eða ótengd heilabil-
un, eru algeng meðal vistmanna á stofnunum fyrir aldraða og
oft meðhöndluð með lyfjum. Vegna aldurstengdra breytinga
er snerta umbrot og útskilnað lyfja svo og fjöllyfjanoktunar er
slík meðferð afar vandasöm. Rannsóknin „Daglegt líf á hjúkr-
unarheimili” sýndi að geðlyfjanotkun á Islandi er tvisvar til
þrisvar sinnum algengari en í Svíþjóð og Danmörku.
Markmið: Könnun þessi skráir geðræn einkenni, geðlyfja-
notkun, skammtastærðir og árangur meðferðar með ábend-
ingum og gæði meðferðar í huga.
Efniviður og aðferðir: Metnir voru 115 einstaklingar á 5
elli- og hjúkrunarheimilum á Stór-Reykjavíkursvæði, 50 voru
á þremur heilabilunareiningum og 65 á tveimur þjónustu-
rýmiseiningum. Fengið var leyfi yfirlæknis og hjúkrunarfor-
stjóra á hverjum stað fyrir sig, svo og leyfi starfs- og siða-
nefndar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Nafnleyndar einstaklinga
var gætt. Safnað var upplýsingum um fjölda geðlyfja, teg-
undir, skammtastærðir og tímalengd meðferðar. Hjúkrunar-
fræðingur lagði mat sitt á einkenni og árangur meðferðar.
Gögnin voru skráð í tölvu og unnið úr þeim með Excel töflu-
reikni.
Niðurstöður: Einungis 16% allra voru án geðlyfja, 39%
voru á einum flokki, 36% á tveimur og 9% á þremur. Á
heilabilunareiningum og í þjónusturými var svipuð notkun á
geðdeyfðarlyfjum (30%,38%) og róandi og svefnlyfjum
(66%,71%). Hvað varðar notkun sterkra geðlyfja var hins
vegar mikill munur, þar sem 62% einstaklinga á heilbilunar-
einingum voru á þeim, en aðeins 15% í þjónusturými. I
þjónusturými voru svefntruflanir (72%) og þunglyndi (30%)
algengustu einkennin. Á heilabilunareiningum eru þessi ein-
kenni einnig algeng en að auki er yfir 50% með kvíða, óró-
leika og/eða psýkótísk einkenni. Einkenni löguðust við með-
ferð í 60-98% tilvika, mismunandi eftir einkennum. Upplýs-
ingar um tímalengd meðferðar leiddu í jós að meðferð var
iðulega hagrætt. Geðdeylðarlyfjum hafði verið breytt eða
skömmtum hagrætt hjá 65% innan 6 mánaða. Sambærileg-
ar tölur fyrir hina lyfjaflokkana eru 45%. Þetta tíðar lyfja-
breytingar benda til að eftirlit sé allnáið. Yfirleitt voru
skammtastærðir litlar. Af þeim sem voru á geðdeyfðarlyfjum
voru 11 á lyfjum með ríkuleg andkólínerg áhrif. Helmingur
þeirra sem voru á geðdeyfðarlyfjum voru á nýrri tegundum
þeirra. I róandi og svefnlyfjaflokknum voru 46 einstaklingar
á lyíjum með helmingunartíma lengri en 20 klst. og voru 5
þeirra á stórum skömmtum.
Umræða: Geðlyfjanotkun hjá öldruðum einstaklingum á
stofnunum er mjög algeng og voru aðeins 16% án þeirra í
þessari könnun. Andleg vanlíðan einstaklinga á stofnunum
er einnig mjög algeng og útskýrir háa notkun að miklu leyti.
Hin mikla notkun geðdeyfðarlyfja hér samanborið við grann-
þjóðir okkar gæti verið vísbending um að íslenskir læknar
greini og meðhöndli þunglyndi oftar en starfsbræður þeirra
annars staðar, en heimildir telja að þunglyndi aldraðra sé van-
greint og undirmeðhöndlað. Hin háa notkun svefn- og
kvíðastillandi lyfja, val þeirra og skammtastærðir, vekja hins
vegar upp spurningar með tilliti til aukaverkana, s.s. byltni,
og þess hvort önnur úrræði séu ekki til
Helicobacter pylori: samanburður á
7 og 14 daga meðferð
Hialti Már Björnsson1.
Kjartan Orvar2, Ásgeir Theodórs2,3.
‘LHÍ, 2Lyflækningadeild St. Jósepsspítala Hfn.,
’Sjúkrahúsi Reykjavíkur
Inngangur: Helicobacter pylori (H. pylori) er baktería
sem býr um sig í magaslímhúð og er talin eiga þátt í mein-
myndun meltingarsára. Meðferð til upprætingar á H. pylori
hefur breyst mikið á undanförnum 10 árum. Sjö daga með-
ferð með vissum lyfjasamsetningum er viðtekin venja. Á Is-
landi hefur verið algengt að nota DMT (De-Nol® - colloid
bismuth subcitrate í 28 daga, metrónídazól í 10 daga og
tetracýklín í 14 daga) sem hefur upprætt sýkingu í yfir 95%
tilvika. Svipuð reynsla er af notkun þessarar lyíjasamsetning-
ar í 10 til 14 daga. Meðferð í styttri tíma með þessum lyfj-
um hefur ekki verið reynd hér á íslandi. Markmið rannsókn-
arinnar var að bera saman 7 og 14 daga DMT-meðferð til að
uppræta H. pylori.
Efniviður og aðferðir: Framsýn slembirannsókn var fram-
kvæmd frá janúar 1994 til janúar 1996. Sextíu og fjórir (64)
sjúklingar tóku þátt í rannsókninni. Meltingarsár höfðu 57
sjúklingar og sjö höfðu miklar magabólgur. Allir sjúkling-
arnir voru með H. pylori jákvæða slímhúð í magahelli (antr-
um) og fengu meðferð með DMT í 7 daga (N=31) eða 14
LÆKNANEMINN
96
2. tbl. 1996, 49. árg.