Læknaneminn - 01.10.1996, Síða 116
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema, útdrættir
lagður fyrir þær stuttur spurningalisti um heilsufar og hreyf-
ingu.
Aðferðir: Til að mæla beinmassa notuðum við DEXA
(Dual-Energy X-ray Absorptiometry) tæknina, en hún er í
dag mest notaða aðferðin til að mæla beinmassa og hefur
reynst mjög nákvæm (precision er 1,0-1,6%). Tækið var líka
notað til að reikna út hlutfall mjúkvefja og fitu. Mælt var 25-
(OH)D vítamín í sermi með radioimmunoassay (RIA-mæl-
ingar með hjálp mótefna og geislavirkra efna). 25-(OH)D
mælingar hafa þótt vera besti mælikvarðinn á D-vítamín hag
einstaklings. Mælingar voru einnig gerðar á serum kalsíum
og fosfati. Gripstyrksmælingar voru gerðar með Jamar dyna-
mometer. Spurningalistinn um mataræði var fenginn frá
Manneldisráði íslands. Þetta er ný tíðnikönnun sem er þó
byggð á sambærilegum könnunum m.a. frá Danmörku. I
spurningalista um hreyfmgu var að nokkru leyti byggt á
spurningalista eftir Slemenda et al.
Niðurstöður: Islenskar stúlkur á tvítugsaldri hafa náð há-
marks beinmassa hvítra amerískra kvenna sem er viðmiðun í
DEXA tækinu. Fylgni milli beinmassa í framhandlegg,
mjöðm og lendhrygg reyndist vera á bilinu r = 0,37 til 0,67,
(P<0,001). Fylgni við heildarbeinmassa þessarra þriggja staða
er á bilinu r = 0,59 og 0,74, (P<0,001). Sá líkamlegi þáttur
sem hefur hvað mesta fylgni við heildarbeinmassa er magn
mjúkvefja (lean body mass, líkamsþyngd fyrir utan steinefni
og fitu), (r = 0,40, P<0,001). Fita hefur ekki markverða fyl-
gni við heildarbeinmassa.
Um 44% stúlknanna reyndist neyta minna en 5pg af D-
vítamíni á dag, sem er ráðlagður dagsskammtur fyrir aldurs-
hópinn á Norðurlöndum, en 67% voru undir ráðlögðum
dagsskammti á íslandi sem eru 10 g á dag. Þær stúlkur sem
voru undir ráðlögðum dagsskammti bæði í D-vítamín og
kalkneyslu (n= 15) reyndust ekki hafa minni beinmassa en
hinar. Eldti fundust marktæk tengsl milli styrks 25-(OH)D í
blóði og beinmassa. Nokkur fylgni var milli styrks 25-
(OH)D í blóði og neyslu D-vítamíns (r=0,21, P<0,05), hins
vegar voru þær stúlkur sem notuðu ljósabekki að jafnaði með
55% hærri gildi 25-(OH)D en hinar sem fóru ekki í Ijós.
Engin fylgni finnst milli serum kalsíums og serum 25-
(OH)D.
Alyktun: Verulegt samband fannst milli vöðvamagns og
beinmassa í þessum tvítugu stúlkum, sem bendir til mikil-
vægis líkamlegrar þjálfunar á þessu aldursskeiði. Kalkneysla í
heild sinni var góð, en þrátt fyrir lélegan vítamin D hag í stór-
um hluta hópsins fundust ekki tengsl milli kalkbúskapar og
beinmassa sem hugsanlega gæti bent til mikilvægis annarra
þátta í kalkbúskaps en D vítamíns.
Drápshæfni og eftirvirkni penciilíns og
ceftríaxóns gegn pneumokokkum
í lungnasýktum músum
Theodór Ásgeirsson1.
Helga Erlendsdóttir2, Sigurður Guðmundsson3.
'LHÍ, 2Sýklarannsóknadeild Landspítalans,
3Lyflækningadeild Landspítalans.
Inngangur: Ónæmi meðal pneumokokka gegn pencillíni
(PCN) og öðrum lyfjum fer vaxandi víða um heim, og hefur
Island eldti farið varhluta af þessum vanda. Til þessa hafa
þriðju kynslóðar cephalósporín verið notuð gegn ónæmum
pneumokokkum. Nýlegar hérlendar rannsóknir benda til að
meðhöndla megi sýkingar utan miðtaugakerfis af völdum
PCN-ónæmra pneumokokka með pencillíni en með breyttu
skömmtunarmynstri. Til að varpa frekara ljósi á lyfhrifafræði-
lega hegðun þessara tveggja lyfja var ákveðið að kanna dráp
og eftirvirkni í músalungum eftir eina gjöf PCN og ceftríax-
óns (CRO). í kjölfar þeirra niðurstaðna voru læri músanna
einnig sýkt, til að unnt væri að bera saman vaxtar- og dráps-
hraða í lungum og lærum.
Efniviður og aðferðir: Svissneskar albínómýs voru ónæm-
isbældar með gjöf cyclófosfamíðs. Mýsnar voru sýktar í
pentóbarbítal svæfingu með pneumokoldta lausn (íjölónæm-
ur 6B, nr.2151) um nef, sem veldur lungnabólgu vegna
ásvelgingar. 18 klst. síðar voru mýsnar meðhöndlaðar með
einum skammti sýklalyfs. Tveimur klst. fyrir lyfjagjöf voru
þær mýs sem notaðar voru til sýkingar í læri svæfðar með lét-
tri ethersvæfingu og sýktar í læri með pneumokokkalausn,
sem dælt var í lærvöðvanna að innanverðu. Sltammtar: PCN
12,5 mg/kg & 100 mg/kg.; CRO 2 mg/kg & 30 mg/kg.
Skammtarnir svara til sama margfeldis MIC í sermi (10 &
100*MIC miðað við Cmax). Músunum var síðan fórnað á fyr-
irfram áltveðnum tímapunlttum á 24 klst. bili, 4-6 mýs í
senn. Lungu og læri músanna voru íjarlægð, hökkuð, þynnt
og sáð á agar til ákvörðunar dráps og endurvaxtar
pneumokoldtanna.
Niðurstöður: Hámarksdráp í lungu við PCN féldtst eftir
4-10 klst. við báða skammta (ca. 1.2 Iogio dráp við 12,5
mg/kg & 1.9 loglO við 100 mg/kg), en hraður endurvöxtur
eftir það. Hámarksdráp við CRO 30 mg/kg fékkst eftir 8-13
klst (1.3 logio dráp). Minni skammtur CRO olli ekki mark-
tæku drápi. Við samanburð dráps og vaxtarkúrfa í músum
sýktum um lungu og Iæri sést mismunur í hraða dráps.
Gagnstætt drápi í lungum varð hámarksdráp (ca. 1.5 Iogio) í
læri við PCN 100 mg/kg á fyrstu 2 klst. Eftir lyfjagjöf og end-
urvöxtur strax á eftir Minni skammtur PCN olli eldti mark-
tæku drápi í lærum. Við 30 mg/kg CRO varð dráp líkt og
við stærri sltammt PCN strax við lyfjagjöf. Hámarksdráp
fékkst (ca. 2 logio) á fyrstu 5 klst. og hraður endurvöxtur eft-
ir það. Raunveruleg eftirvirkni í lungum músanna var ekki
reiknuð vegna hægs vaxtar viðmiðunarhóps. I lærum er eft-
LÆKNANEMINN
106 2. tbl. 1996, 49. árg.