Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 122

Læknaneminn - 01.10.1996, Blaðsíða 122
Skýrsla Stjórnar félags Læknanema 1995-1996 Eiturlyf Óhætt er að segja að auglýsing FL gegn E-töflunni (MDMA) alræmdu hafi vakið mikla athygli. Hdn var birt á síðu 3 í Morgunbiaðinu og DV föstudaginn 9. febrúar, og AI- þýðublaðið birti hana frítt á baksíðu á þriðjudeginum á eftir. Sömu sögu er að segja af Extrablaðinu. Menntskælingjar höíðu á orði að í auglýsingunni væri upp- lýsingum komið á framfæri á hlutlausan hátt og án predik- ana. Má víst telja að umrædd auglýsing eigi þátt í því að nú er litið á E-töfluna sem hvert annað eiturlyf. Það er skoðun undirritaðs að FL sem hluti af háskólasam- félaginu eigi að koma upplýsingum til almennings á for- dómalausan og hlutlausan hátt þegar við á. þannig aukist skilningur almennings, ekki bara á umræddu efni, heldur ein- nig á mikilvægi HI sem æðstu menntastofnunar landsins. Auglýsingin var að mestu leyti unnin í samvinnu formanns og Tómasar Jónssonar, þótt ýmsir fleiri hafi komið þar að. Tómas gaf vinnu sína en var í þakklætisskyni boðið til kvöld- verðar ásamt konu sinni á Hótel Borg. Vill undirritaður fyrir hönd stjórnar koma á framfæri þakklæti til allra sem að und- irbúningi og birtingu þessarar auglýsingar komu. Ákveðið hefur verið að prenta veggspjald með auglýsing- unni og dreifa í framhaldsskóla og víðar. Ennfremur leitaði Flugfélagið Loftur eftir upplýsingum um efnið fyrir sjón- varpsmynd sem þeir hyggjast gera. Vonandi verður framhald á þessu hlutverki FL. STÚDENTARÁÐ HÍ OG ÖNNUR FÉLÖG Stúdentaráð Formleg samskipti við Stúdentaráð, s.s. á formannafund- um, voru með minnsta móti á þessu ári og skýrist það senni- lega að mestu leyti af tengslum undirritaðs við ráðið eftir öðr- um leiðum. þannig héldust mikil tengsl við ráðið sem eru fé- laginu mjög mikilvæg. Má því til stuðnings nefna ýmis almenn hagsmunamál stúdenta, s.s. lánasjóðsmál og baráttu fyrir bættum háskóla á vettvangi Háskólaráðs. Auk þeirra var stærsta baráttumál SHI þetta árið stofnun Hollvinasamtaka Háskólans. I framhaldi af því er unnið að stofnun Hollvinafélags læknisfræðinnar, sem er e.k. undirsamtök. Hlutverk þessara félaga er að bæta stöðu háskólans, jafnt út á við sem inn á við. Fyrir læknanema sitja í undirbúningshópi: þórdís Guðmundsdóttir, Eiríkur Orri Guðmundsson og Andri Már þórarinsson. FL átti ennfremur fulltrúa í undirbúningshópi f. íþróttahá- tíð SHÍ en ekki fer mildum sögum af þátttöku okkar manna. þó urðu nokkrir svo frægir að komast á verðlaunapall og þar með í Stúdentablaðið. Slík afrek eru félaginu til mikils sóma og ættu að vera öðrum læknanemum hvatning til þátttöku á næstu íþróttahátíð. Önnur félög Sambandið við vini okkar í háskólanum hefur verið með betra móti. Dansleikjahald ásamt stjórnmálafræði-, sálfræði- og hjúkrunarfræðinemum er nú komið í nokkuð fastan far- veg og gengur vel. Böll voru í þetta sinn haldin um haustið og um jólin sem skiluðu félögunum skemmtilegum böllum, auk þess sem hagnaðurinn af þeim rann nú í eigin vasa, en ekki í vasa verk-, lög- og viðskipta. Fræðslufundir hafa verið haldnir í vetur sem endranær, og í ár voru þeir óvenjumargir í samvinnu við önnur félög há- skólanema. Má þar nefna Orator, aðrar heilbrigðisgreinar, heimsspeki, líffræði og guðfræði. þessari miklu flóru sam- starfsaðila fylgdi að sjálfsögðu mikil fjölbreytni í efnisvali. Varðandi nánari umfjöllun um fundina vísast í skýrslu kennslumála- og fræðslunefndar. Slíkir sameiginiegir fundir hafa nálgast það sem í öðrum deildum kallast samdryldcjur og þykir mér ástæða til að stal- dra við það. Vissulega er gott og blessað að skemmta sér með öðrum háskólanemum, eldd síst af hinu kyninu, en það má að mínu mati ekki verða á kostnað hefðbundinna fræðslu- funda á vegum FL, sem hafa verið mikilvægur og óvenjuleg- ur þáttur í starfi deildarfélags við HÍ. Hugsanlegt er að þetta skýrist að einhverju leyti af breytingum þeim sem voru gerð- ar þegar kennslumála- og fræðslunefnd voru sameinaðar. þyk- ir mér rétt að benda verðandi formanni þeirrar nefndar á að gleyma ekld þessum þætti í starfi nefndarinnar. DEILDARRÁÐ OG DEILDARFUNDIR Deildarfimdur er æðsta yfirvald læknadeildar. þar voru ofarlega á baugi ráðningar manna í hin ýmsu embætti og stöður, svo sem hefð er fyrir. þó var eitt mál sem tröllreið deildarráði eins og öðr- um stigum stjórnsýslu læknadeildar, þ.e. tilfærsla dósenta í lífefnafræði, í framhaldi af komu nýs prófessors í faginu. Verður vikið að því síðar. Leystist í vetur sú deila sem lamað hafði alla stjórnsýslu deildarinnar, svo fátt annað komst að en daglegur rekstur. Voru menn því nokkuð bjartsýnir á að koma mætti ýmsum málum að í upphafi yfirstandandi árs. Og viti menn, ýmsar breytingar voru gerðar, sem eins og gengur voru mismikið að skapi læknanema. Deildarráð fer með framkvæmdavald í læknadeild. þar eiga sæti for- maður FL og ritari, auk prófessora og áheyrnarfullrúa. Var samstarfið innan deildarráðs gott, og er ráðið ágætur vett- vangur fyrir læknanema til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri. Fundir ráðsins eru hálfsmánaðarlega að jafnaði, og er á hverjum fundi all nokkur fjöldi afgreiðslu- mála, umsóknir um MS-nám, umsagnir um umsækjendur í stöður og þess háttar. Verða hér á eftir rakin nokkur mál sem bárust á borð deildarráðs sem snerta stúdenta beint. LÆKNANEMINN \\2 2. tbl. 1996, 49. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.