Læknaneminn - 01.10.1996, Qupperneq 122
Skýrsla Stjórnar félags Læknanema 1995-1996
Eiturlyf
Óhætt er að segja að auglýsing FL gegn E-töflunni
(MDMA) alræmdu hafi vakið mikla athygli. Hdn var birt á
síðu 3 í Morgunbiaðinu og DV föstudaginn 9. febrúar, og AI-
þýðublaðið birti hana frítt á baksíðu á þriðjudeginum á eftir.
Sömu sögu er að segja af Extrablaðinu.
Menntskælingjar höíðu á orði að í auglýsingunni væri upp-
lýsingum komið á framfæri á hlutlausan hátt og án predik-
ana. Má víst telja að umrædd auglýsing eigi þátt í því að nú
er litið á E-töfluna sem hvert annað eiturlyf.
Það er skoðun undirritaðs að FL sem hluti af háskólasam-
félaginu eigi að koma upplýsingum til almennings á for-
dómalausan og hlutlausan hátt þegar við á. þannig aukist
skilningur almennings, ekki bara á umræddu efni, heldur ein-
nig á mikilvægi HI sem æðstu menntastofnunar landsins.
Auglýsingin var að mestu leyti unnin í samvinnu formanns
og Tómasar Jónssonar, þótt ýmsir fleiri hafi komið þar að.
Tómas gaf vinnu sína en var í þakklætisskyni boðið til kvöld-
verðar ásamt konu sinni á Hótel Borg. Vill undirritaður fyrir
hönd stjórnar koma á framfæri þakklæti til allra sem að und-
irbúningi og birtingu þessarar auglýsingar komu.
Ákveðið hefur verið að prenta veggspjald með auglýsing-
unni og dreifa í framhaldsskóla og víðar. Ennfremur leitaði
Flugfélagið Loftur eftir upplýsingum um efnið fyrir sjón-
varpsmynd sem þeir hyggjast gera. Vonandi verður framhald
á þessu hlutverki FL.
STÚDENTARÁÐ HÍ OG ÖNNUR FÉLÖG
Stúdentaráð
Formleg samskipti við Stúdentaráð, s.s. á formannafund-
um, voru með minnsta móti á þessu ári og skýrist það senni-
lega að mestu leyti af tengslum undirritaðs við ráðið eftir öðr-
um leiðum. þannig héldust mikil tengsl við ráðið sem eru fé-
laginu mjög mikilvæg.
Má því til stuðnings nefna ýmis almenn hagsmunamál
stúdenta, s.s. lánasjóðsmál og baráttu fyrir bættum háskóla á
vettvangi Háskólaráðs. Auk þeirra var stærsta baráttumál SHI
þetta árið stofnun Hollvinasamtaka Háskólans. I framhaldi af
því er unnið að stofnun Hollvinafélags læknisfræðinnar, sem
er e.k. undirsamtök. Hlutverk þessara félaga er að bæta stöðu
háskólans, jafnt út á við sem inn á við. Fyrir læknanema sitja
í undirbúningshópi: þórdís Guðmundsdóttir, Eiríkur Orri
Guðmundsson og Andri Már þórarinsson.
FL átti ennfremur fulltrúa í undirbúningshópi f. íþróttahá-
tíð SHÍ en ekki fer mildum sögum af þátttöku okkar manna.
þó urðu nokkrir svo frægir að komast á verðlaunapall og þar
með í Stúdentablaðið. Slík afrek eru félaginu til mikils sóma
og ættu að vera öðrum læknanemum hvatning til þátttöku á
næstu íþróttahátíð.
Önnur félög
Sambandið við vini okkar í háskólanum hefur verið með
betra móti. Dansleikjahald ásamt stjórnmálafræði-, sálfræði-
og hjúkrunarfræðinemum er nú komið í nokkuð fastan far-
veg og gengur vel. Böll voru í þetta sinn haldin um haustið
og um jólin sem skiluðu félögunum skemmtilegum böllum,
auk þess sem hagnaðurinn af þeim rann nú í eigin vasa, en
ekki í vasa verk-, lög- og viðskipta.
Fræðslufundir hafa verið haldnir í vetur sem endranær, og
í ár voru þeir óvenjumargir í samvinnu við önnur félög há-
skólanema. Má þar nefna Orator, aðrar heilbrigðisgreinar,
heimsspeki, líffræði og guðfræði. þessari miklu flóru sam-
starfsaðila fylgdi að sjálfsögðu mikil fjölbreytni í efnisvali.
Varðandi nánari umfjöllun um fundina vísast í skýrslu
kennslumála- og fræðslunefndar.
Slíkir sameiginiegir fundir hafa nálgast það sem í öðrum
deildum kallast samdryldcjur og þykir mér ástæða til að stal-
dra við það. Vissulega er gott og blessað að skemmta sér með
öðrum háskólanemum, eldd síst af hinu kyninu, en það má
að mínu mati ekki verða á kostnað hefðbundinna fræðslu-
funda á vegum FL, sem hafa verið mikilvægur og óvenjuleg-
ur þáttur í starfi deildarfélags við HÍ. Hugsanlegt er að þetta
skýrist að einhverju leyti af breytingum þeim sem voru gerð-
ar þegar kennslumála- og fræðslunefnd voru sameinaðar. þyk-
ir mér rétt að benda verðandi formanni þeirrar nefndar á að
gleyma ekld þessum þætti í starfi nefndarinnar.
DEILDARRÁÐ OG DEILDARFUNDIR
Deildarfimdur
er æðsta yfirvald læknadeildar. þar voru ofarlega á baugi
ráðningar manna í hin ýmsu embætti og stöður, svo sem hefð
er fyrir. þó var eitt mál sem tröllreið deildarráði eins og öðr-
um stigum stjórnsýslu læknadeildar, þ.e. tilfærsla dósenta í
lífefnafræði, í framhaldi af komu nýs prófessors í faginu.
Verður vikið að því síðar. Leystist í vetur sú deila sem lamað
hafði alla stjórnsýslu deildarinnar, svo fátt annað komst að en
daglegur rekstur. Voru menn því nokkuð bjartsýnir á að
koma mætti ýmsum málum að í upphafi yfirstandandi árs.
Og viti menn, ýmsar breytingar voru gerðar, sem eins og
gengur voru mismikið að skapi læknanema.
Deildarráð
fer með framkvæmdavald í læknadeild. þar eiga sæti for-
maður FL og ritari, auk prófessora og áheyrnarfullrúa. Var
samstarfið innan deildarráðs gott, og er ráðið ágætur vett-
vangur fyrir læknanema til að koma skoðunum sínum og
hugmyndum á framfæri. Fundir ráðsins eru hálfsmánaðarlega
að jafnaði, og er á hverjum fundi all nokkur fjöldi afgreiðslu-
mála, umsóknir um MS-nám, umsagnir um umsækjendur í
stöður og þess háttar. Verða hér á eftir rakin nokkur mál sem
bárust á borð deildarráðs sem snerta stúdenta beint.
LÆKNANEMINN \\2 2. tbl. 1996, 49. árg.