Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Page 124

Læknaneminn - 01.10.1996, Page 124
Skýrsla Stjórnar félags Læknanema 1995-1996 eru flestir sammála að of stórt skref hafi verið stigið í einu til að bæta blaðið. Hafa verður í huga að styrkur blaðsins er ferskleiki greina og að auðvelt ætti að vera að fá lækna til að skrifa stuttar, praktískar greinar, í bland við þær lengri. Fyrra blað ritstjórnarinnar lofar þó góðu og er Ijóst að Læknanem- inn er í stöðugri sókn, innan deildar sem utan. Undirritaður lýsir yfir nokkrum áhyggjum af þeirri þróun að ekki takist að manna ritstjórn blaðsins á aðalfundi. Aðeins hefur fengist ritstjóri eða ritstjórar og þeir svo valið sér rit- nefnd. Hvet því alla sem áhuga hafa á fræðunum og blaðaút- gáfu að gefa sig fram á næsta aðalfundi. Meinvörp Nokkuð var tekist á um útgáfu meinvarpa í vetur og þótti ýmsum nethúmor á ensku lítt til þess fallinn að prýða síður fréttabréfs FL. þó stóð blaðið íyrir sínu sem miðill smárra sem stórra frétta úr deildinni, sannra og loginna. Sú breyting að láta 2. árs meðstjórnandann í stjórn hafa yfirumsjón með út- gáfu snepilsins, er enn til reynslu, og sennilega væri gott fyrir bæði blaðið og meðstjómandann að starfið fæli aðeins í sér yfirumsjón, en kosin væri sér ritnefnd, sem hefði allnokkuð lausan tauminn í efnisvali. Símphysis Símaskráin kom heldur seint út þetta árið, eða rétt fyrir jól- in, enda var óvenju seint skipt um stjórn. Vonir og vænting- ar standa til að breytingar á kosningafyrirkomulagi auðveldi verðandi ritara að koma skránni út á skikkanlegum tíma og að leggja tíma og metnað í innihaldið, bæði læknisfræðilegt og annað. Kosn ingafyrirkomulag Róttækar breytingar voru gerðar á kosningafyrirkomulagi FL á aðalfundi 1995. Var þá ákveðið að kosið skyldi að vori en ný stjórn tæki ekki við fyrr en um haustið á eftir. Var von- ast til að þannig gæfist nýrri stjórn kostur á að stilla saman strengi og undirbúa haustið í rólegheitum. Eftir þessu fyrirkomulagi var kosið í vor. Óvenju litlar breytingar urðu á mannaskipan og kannski elcki furða, um hálfu ári frá síðasta aðalfundi. Ný stjórn hittist lítið sem ekk- ert í sumar vegna landfræðilegra ástæðna, en hefur tekið til starfa af fullum krafti nú á þessu hausti. Reynslan mun sýna hvort þetta fyrirkomulag er betra eða verra, en það hefur þó augljósa kosti fyrir þá sem koma nýir inn í embættaflóru fé- lagsins. Spurningin er hvort þetta fyrirkomulag ýtir undir sjálfkrafa framgang úr einu embætti í annað. Skemmtanir Skemmtanir læknanema hafa löngum verið blómlegar og nýliðið starfsár varð ekki undantekning á því, eins og skýrsla fulltrúaráðs ber með sér. Bar þar hæst árshátíðina í Perlunni, sem þótti hin glæsilegasta, vísindaferðina á Sauðárkrók, sem og styttri vísindaferðir til fyrirtækja í borginni. þátttaka stjórnar í skipulagningu og undirbúningi slíkra skemmtana var mismikil eftir atburðum. Helst lágu skemmt- anir og _fræðslu“-fundir í samvinnu við önnur deildarfélög á herðum stjórnarmanna, sem eðlilegt er. þykir undirrituðum það jákvætt að fræðslu- og skemmtifundir með öðrum félögum séu á uppleið. Er von- andi að það auki félagslegan þroska og víðsýni læknanema sem oft og tíðum er ábótavant. Er þar títtræddur Undirritað- ur ekki undanskilinn. MARGT SMÁTT... Kennsluverðlaun Sú skemtilega nýjung, sem kennsluverðlaunin voru í fyrra, var endurtekin að þessu sinni og er því samkvæmt íslenskum venjum orðin að hefð. Á árshátíðinni í Perlunni voru þau veitt Sigurði Guðmundssyni, fyrir óeigingjarnt starf og auð- sýndan áhuga á kennslu læknanema. Á það jafnt við um rannsóknir og kennslu á sjúkrahúsum. Sigurður fékk áritað- an penna, sem Delta gaf og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. I þakkarbréfi sem skrifað var með verðlaununum sagði Sig- urður að verðlaunin bæði _kitluðu og hvettu“ og er vonandi að framhald verði á og fleiri verði kitlaðir með þessum hætti. Heimasíða þrátt fyrir tölvuleysi í Læknagarði hafa nokkrir framsæknir læknanemar kynnt sér undur veraldarvefsins á tölvum á há- skólasvæðinu sem og á eigin kostnað. Einn þeirra, þorvaldur Jón Löve, var fenginn til að útbúa heimasíðu fyrir félagið. Var hún ein af fyrstu síðum deildarfélags við HI og er það við hæfi í svo framsæknu félagi sem FL er. þorvarður á hrós skil- ið fyrir síðuna og þaklcar stjórn FL honum unnin störf. þess má geta að Landsbankinn styrkti eldd gerð síðunnar. Heimasíðan er nú lítið breytt frá upphaflegri útgáfu, en endurskoðun stendur yfir. Áhugasamir netbúar eða HTML- arar geta komið ábendingum um efni til thorvard@rhi.hi.is. þeir sem ekld hafa séð gripinn ættu að fletta upp á http://www.rhi.hi.is/-fl MS-nemar Opnað var á MS-nema sem vildu verða aukafélagar í FL með lagabreytingu í upphafi starfsársins. það verður að viður- kennast að kynning meðal þeirra á þessum möguleika hefur farist fyrir og er það von mín að þeir sem á eftir koma bæti þar um betur. Skyndihjálparnámskeið þann 23. mars var haldið viðamikið skyndihjálparnám- skeið í Læknagarði og höfðu þeir sem mættu mikið gagn og gaman af. Og ekki spilltu kók og pizza um miðjan dag fyrir ánægjunni. Það er nú orðin föst hefð að halda skyndihjálpa- ræfingu annað hvert ár, en námskeið hitt árið og er það vel. LÆKNANEMINN 'j,J4 2. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.