Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1996, Page 128

Læknaneminn - 01.10.1996, Page 128
Skýrsla Stjórnar félags Læknanema 1995-1996 4 Bretar/Skotar, 4 Tékltar, 3 Þjóðverjar, 1 austurrísk, 6 ítalir, 1 Búlgari, 2 Spánverjar og 2 Svíar, 3 nemar voru hér í júni, 7 í júli og 13 í ágúst. Þau dreifðust á hinar ýmsu deildir og allt gekk vel. Líkt og undanfarin sumur vann nefndin náið með stúd- entaskiptanefndum annarra deilda Háskólans að félagslífi og ferðalögum með góðum árangri. f fyrsta skipti í sumar var einnig samstarf um húsnæði sem lækkaði kostnað verulega jafnframt því að auka gæði húsnæðisins. Nefndin reyndi að virkja hinn almenna læknanema meira en verið hefur en því miður gafst það ekki alveg eins og vonir stóðu til. Nefndin var og er fáliðuð og óvenju margir nemar í sumar gerðu það að verkum að nefndin var að drukkna í verkefnum og það varð of mikið að þurfa að eltast við íslenska læknanema í of- análag. Sumarstarfið var ítarlega kynnt í vor með því að fara í fyrstu þrjá árgangnana, sumarprógrammið var hengt upp í Læknagarð, og fundarstaður þriðjudagsfunda, Astró kynntur. Þá birtist í síðasta Stúdentablaðinu, ítarleg kynning á sumar- starfinu og því fólki sem þar var í lykilhlutverki. Við gerðum nokkrar tilraunir til að hringja í fóllc en fengum litla svörun. Við viljum leggja á það áherslu enn og aftur að sumarstaf stúdentaskiptanefndanna er opið öllum sem hafa áhuga á því að kynnast fólki og skemmta sér. Hóparnir sem hé myndast á sumrin eru skemmtilegir og allir opnir fyrir því að stofna ti lnýrra tengsla og vináttu. Þá má nefna að fyrir þá sem áhuga hafa á útilegu þá er þetta einn ódýrasti möguleikinn sem í boði er. Við þiggjum með þökkum alla þá aðstoð sem við getum fengið og viljum sjá sem flest ykkar með næsta suma. Aðalfundur í Prag Aðalfundur IFMSA var haldinn í Prag í Tékklandi í byrj- un ágúst. Þar komu saman yfir 400 læknanemar frá öllum heimshornum. Orri Ingþórsson og Gunnhildur Guðnadótt- ir fóru utan sem okkar fulltrúar og lögðu sig fram um að kynna sér sem flesta þætti alþjóðasamstarfsins til að geta miðlað hér heima. Of langt mál er að rekja allt hér, en þegar unnið hefur verið úr upplýsingunum verða þær kynntar. Ef spurningar vakna um starf nefndarinnar eða möguleika á æv- intýrum, þá endilega leitið til okkar. Ferðin var óvenju ódýr þetta skiptið vegna aukinnar samkeppni á flugmarkaðnum, en Flugleiðir höfnuðu styrkumsókn Stúdentaskiptanefndar, sem þá leitaði annarra leiða Framhaldið IFMSA er í vaxtarfasa og aðildarlöndum íjölgar ár frá ári. Þá eru samtö.kin alltaf að fjölga vinnuhópum og möguleikar á skemmtilegri og agnlegri reynslu sem nýtist í námi, verða sí- fellt fleir og fjölbreyttari. Innan Evrópu hafa Erasmus og Le- onardo áætlanirnar skipt sköðum og allir eru á flakki og þetta hefur líka örvandi áhrif á alla hina. Það er brýnt að Lækna- deild Háskóla Islands skapi sér stefna í þessum málum, ákvarði betur hvaða skilyrði deildin setur fyrir nema sem hingað koma og sömuleiðis þá íslenska nema sem vilja taka hluta síns náms í öðrum löndum. Þetta er umræða sem þeg- ar er hafin og læknanemar verða að taka virkan þátt í. Nefndin mun áfram leitast við að kynna íslenskum lækna- nemum það sem fram fer innan IFMSA og þá möguleika sem í boði eru. Ég kveð nú sem formaður IMSIC en mun áfram taka virk- an þátt og vonast til að sjá sem flest ykkar slást í leikinn Björg Þorsteinsdóttir Skýrsla Læknanemans Sú ritstjórn sem nú skilar af sér, sá um útgáfu tveggja tölu- blaða. Stefna okkar frá upphafi var að gera gott blað betra. Við lögðum mikla áherslu á að hver læknisfræðigrein væri les- in yfir af óháðum aðila völdum af ritstjórn. Má segja að, að jafnaði hafa tveir sérfræðingar um viðfangsefnið og óháðir höfundi lesið hverja grein yfir og komið með ábendingar. Einnig bættum við inn í blaðið s.k. örgreinum, en það eru stuttar greinar um nýjungar í læknisfræði sem lesendur eiga að geta rennt yfir áður en farið er að sofa. Benda má á að þess- ar greinar eru kjörinn vettvangur fyrir læknanema til að stíga fyrstu skrefin í greinaskrifum. Fyrir seinna blaðið fórum við út í gagngerar útlitsbreyting- ar og færðum það í nútímalegra horf. Er það álit þeirra sem séð hafa, að breytingarnar séu vel heppnaðar. Islenskufræð- ingur prófarkalas einnig seinna blaðið. Ein grein í seinna tölublaðinu var styrkt af Tóbaksvarnarnefnd og mun sú grein koma út í sérprenti og verða dreift til lækna, hjúkrunarfræð- inga og kennara. Stórkostlegasta breytingin er kannski sú að við hættum með úrklippumyndir af nemendum, sem hafa átt sinn fasta stað aftast í blaðinu. Yfirleitt hafa myndirnar verið af nem- endum í mismunandi „toxísku" ástandi. I úttekt Stúdenta- blaðsins á Læknanemanum fær hann góða dóma en fyrr nefndar blaðsíður taldar vera dragbítur. Fjárhagur blaðsins er traustur og áskrifendum hefur fjölg- að eftir áskriftarátak. Fjárhagsuppgjör verður birt þegar allir reikningar hafa borist. Ingvar H. Ólafsson og Gunnar B. Ragnarsson Skýrsla fþróttaráðs 1995-96 Ákefðin var svo mikil hjá nefndarmönnum íþróttaráðs að það hreinlega gleymdist að halda fund í byrjun starfsárs, en það kom svo sem ekki að sök því menn störfuðu sjálfstætt. Góð þátttaka var í innandyrakappleik í tuðrusparki sem lauk með því að þrír árgangur deildu með sér efsta sætinu (1., 4. og 5. árin). Ef farið var eftir hinni úreltu reglu um marka- tölu mátti sjá að 4.og 5. árin sátu saman efst með sama markamun en gárungar töldu að 4. árið hefði sigrað vegna þess að það fékk fengu fleiri mörk á sig. Taka verður þó fram að lið 5. árs gjörsigraði 4. árið í innbyrðis leik liðanna. Vegna breytingar á tímasetningu aðalfundar lendir utan- LÆKNANEMINN '|,J8 2. tbl. 1996, 49. árg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.