Læknaneminn - 01.10.2002, Page 3

Læknaneminn - 01.10.2002, Page 3
Kæru samnemendur Nú er enn eitt skólaárið hafið og einhvern veginn leiðir maður hugann að því hvort tíminn líði eitthvað hraðar í Læknadeildinni en annars staðar, hvert árið á fætur öðru flýgur framhjá manni. Ætii kröfuhart og skemmtilegt nám eigi ekki einhvern þátt í því. Það er óhætt að segja að mikið hefur borið á læknastéttinni í Ijölmiðlum undanfarið þar sem fjallað er um starfsaðstöðu þeirra og kjör. I vor komu einnig upp umræður um morfmmisnotkun og lækna sem ávisa þessum lyfjum til fíkla og ekki má gleyma kjarabaráttu unglækna. Við lælcnanemar komumst einnig í fjölmiðla í vor. Ég vona að sem flestir hafi fylgst með þeirri umræðu, en yfirmönnum lyflækningadeilda Landspítala Háskóla- sjúkrahúss fannst þeir þurfa að brydda upp á einhverjum nýjungum til að fá læknanema til að manna aðstoðar- læknisstöðurnar á deildunum þannig að þeir buðu þeim launahækkun. Hvorki læknanemar, astoðarlæknar né deildarlæknar komu neitt nálægt þessum hugmyndum. Þetta gerði óneitanlega afleysingastöðurnar á spítölun- um þó nokkuð girnilegri en áður og réðu því margir sig í aðstoðarlæknisstöður. En viti menn, þegar að komið var að því að hefja störf á spítölunum kannaðist launaslcrifstofan ekkert við þessa kauphækkun og þá kom í ljós að þetta hafði aldrei farið í gegn. Uppi varð fótur og fit, yfirmenn lyflækningadeilda sögðust aldrei hafa gefið þessi loforð og læknanemum fannst þeir vera illa sviknir og tóku sig saman um að hefja ekki störf. Þessi deila endaði svo með því að aðstoðarlækningaforstjóri með milligöngu læknadeildar ásamt Guðmundi Þor- geirssyni og Engilbert Sigurðssyni náðu samkomulagi við okkur lælcnanema um að launað starf okkar á sjúkra- húsinu skyldi metið sem liður í klínísku námi. Eftir því sem mér skilst þá hafa kennarar í klinískum kúrsum aldrei mætt eins vel á fyrirlestra sína og núna í sumar og læknanemarnir sem sátu þessa fyrirlestra hæstánægðir með fróðleikinn. Við viljum ekki sleppa sem léttast úr læknadeildinni eins og Karl Andersen gefur í skyn í rit- stjórnarspjalli sínu í 7.hefti Læknablaðsins heldur viljum við njóta sanngirni og að það sé staðið við gefin lof- orð. Þetta leiðindamál er lýsandi fyrir hversu rniklu við getum áorkað ef við stöndum saman og sýnir að það sé ekki hægt að segja við okkur eitt og gera svo eitthvað annað. Við verðum að standa fast á okkar hlut varðandi hagsmunamál okkar og umfram allt að standa saman. Það er mikilvægt að við læknanemar höfum það ávallt í huga og ekki síst í dag þegar verið er að fjalla um lengingu kandidatsársins. Þetta er óneitanlega deila sem snertir okkur öll og er það einnig mikilvægt að allir læknanemar standi saman að baki Félagi læknanema sem vinnur góð störf í þágu okkar allra, það gerir jú mun meira en að redda okkur fylleríum. Okkur í ritnefnd Læknanemans finnst mikilvægt að fjalla um helstu hagsmunamál okkar læknanema og fjöllum því núna um lengingu kandidatsársins, en einnig finnst okkur mikilvægt að vita hvað við læknanemar erum að gera utan námsins og vinnunnar. Segja má að þetta blað sé í léttari kantinum þar sem mikið er um skemmtilegar greinar frá nemum í deildinni og minna af vísindagreinum. Njótið vel, fyrir hönd ritstjórnar, Jenna Huld Eysteinsdóttir.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.