Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 42

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 42
Hver er dánartíðni af völdum heilavefsblæð- inga og hvaða þættir hafa áhrif á hana? Aftur- sæ rannsókn á Landspítala Háskólasjúkrahúsi á tímabilinu 01.01.1990 - 31.12.1999 Jóhann Davíð ísaksson11, Albert Páll Sigurðsson21, Ólafur Kjartansson31, 11 Háskóli íslands og Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut), 21 Taugasjúkdómadeild LSH-Hb,31 Röntgendeild LHS-Hb. Inngangur: Heilaverfsblæðingar (HVB) (e. intracerebral hemorrhage) hafa til þessa litið verið rannsakaðar á íslandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna alla HVB sjúklinga sem lögðust inn á Landspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut á tíma- bilinu 01.01.1990-31.12.1999, með það í huga kanna hvaða þættir í fari þessara sjúklinga spá best fyrir um hvort þeir lifi blæðinguna af. Efniviður og aðferðir: Að fengnu leyfi lækningarfor- stjóra, siðanefndar spítalans og Persónuverndar var búinn til listi yfir alla sjúklinga fengið höfðu HVB á rannsóknartímabilinu (N=218). Sjúkraskýrslur þeirra var aflað og þær lesnar og tölvusneiðmyndir skoðaðar. Breyturnar sem við könnuðum voru aldur, kyn, bú- seta, niðurstöður blóðprófa (öll gildin), niðurstöður þvagprófa (öll gildin), háþiýstingssaga, háþrýstings- lyfjameðferð, skert blóðstorkuhæfni (m.a. vegna lyfja- meðferðar), fjölskyldusaga og félagslegir þættir (s.s. reykingar, áfengisnotkun). Tölvusneiðmyndir sem fyrst sýndu H VB voru skoðaðar og breytur þessa hluta voru anatomísk staðsetning, blæðingarrúmmál og hvort blæðingin hafði rutt sér leið inn í heilahólf. Hópnum var skipt í tvennt og samanburður gerður á hópunum a) þeim sem léstust á innlagnartímabilinu og b) þeim sem lifðu af HVB og útskrifuðust. Allar breyt- ur rannsóknarinnar voru prófaðar með chi-kvaðrat prófi til þess að kanna tölfræðileg vennsl breytanna við það hvort sjúklingur látist eða útskrifist. Niðurstöður: Chi-kvaðrat próf (prófun á núll-tilgátu) sýndi fram á hlutfall þeirra breyta sem kannaðar voru skiptust ekki jafnt milli hópanna tveggja: því líkur á andláti jukust fyrir 7 breytur: 1. vaxandi blæðingar- rúmmál (sjá línurit sem kynnt verður), 2. blæðing inn í heilahólf (P<0,05), 3. notkun warfarins (P<0,01), 4. hækkaður S-glúkósastyrkur (P<0,01), 5. hækkað S- kreatínín (P<0,01), 6. lækkað B-hemoglóbín (P<0,01), og 7. raskað hematokrít (P<0,05). Einnig var tekin saman almennt yfirlit yfir heilavefsblæðing- ar á tímabilinu m.t.t. aldurshópa og komuára. Heildar- dánarhlutfall reyndist vera 25,2% Ekki tókst að kanna félagslega þætti tölfræðilega þer sem svarheimtur fyr- ir þessa þætti reyndust of lágar. Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinar fundust 7 breytur (sjá ofan) sem sýna tölfræðilega marktækan mun milli þeirra sem lifa og látast af HVB. Árangur rannsókninnar var sá að finna þessar breytur en elcki að skýra orsalcatengsl þeirra við sjúkdóminn. Einnig mætti hugsa sér að þessi stóra samatekt hafi gildi við mat HVB sjúklinga í framtíðinni. Sýklalyfjanotkun á Landspítala háskólasjúkra- húsi (LSH) og ónæmi hjá bakteríum er valda spítalasýkingum. Jóhann Páll Ingimarsson11, Karl G. Kristinsson1-2’, Helga Erlendsdóttir21, Smári Björgvinsson31 11 Læknadeild Háskóla íslands,2) Sýklafræðideild Landspítala- háskólasjúkrahúss (LSH)31 Apótek LSH Inngangur: Vaxandi sýklalyfjaónæmi veldur sífellt meiri vandræðum í meðferð smitsjúkdóma. Þekkt er að sýklalyfjanotkun er stærsti áhættuþáttur fyrir sýkla- lyíja ónæmi, en enn er margt óljóst hvað varðar þátt einstakra sýklalyfjaflokka. Markmið þessarar rann- sóknar er að kanna tengsl milli sýklalyfjanotkunar á legudeildum Landspítala-háskólasjúkrahúss og fjölda ónæmra baktería er valda spítalasýkingu Framkvæmd: Skoðaðar voru sölutölur sýklalyfja frá Apóteki LSH til 11 deilda á hand- og lyflækningasviði á árunum 1997 - 2001. Þær voru bornar saman við ræktunarniður- stöður Sýklafræðideilda á sama tímabili. Athugaðar voru þær bakteríur sem algengt er að valdi spítalasýk- ingum. Deildunum var skipt í þrjá hópa eftir sýkla- lyfjanotkun, í mikla, miðlungs og litla notkun, og þær bornar saman. Athugaðir voru 6 mest notuðu sýkla- lyfjaflokkarnir og undirflokkar þeirra. Einnig voru tekin saursýni af völdum deildum og ónæmi baktería meltingavegarins kannað. Niðurstöður: Mikil notkun heildarsýklalyfja, beta- laktamlyfja og sér í lagi breiðvirkra penicillina veldur auknu ónæmi fyrir bæði breiðvirkum penicillinum og betalaktamasa þolnum penicillinum hjá kóagulasa neikvæðum staphylókokkum, enterókokkum og E. coli . Onæmi fyrir piperacillini hjá pseudomanas er minna á deildum með mikla notkun þröngvirkra pen- icillina. Aukin kefalósporína og karbapanem notkun tengist auknu ónæmi fyrir þeim hjá Pseudomonas, Proteus og Enterobacteraciae, öðrum en E.coli. Tri- metoprim ónæmi er algengara hjá Staph.coag. neg og S. aureus. á deildum með háa trimetoprim- og heild- ar sýklalyfjanotkun . Hlutfall ónæmra sýkla á deild- um virðist hærra en tölur sýkladeildar gefa til kynna. Ályktun: Almennt gildir notkun að breiðvirkra pen- 40

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.