Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 36
Samband Ónæmissvars og Bráðs Hjartadreps Emil Árni Vilbergsson", Guðmundur Þorgeirsson2’, Óskar Ragnars- son31, Kristján Eriendsson4>,Björn Rúnar Lúðvfksson51 11 Háskóli ísland (Læknadeild), 2>3)4,5) Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut. Inngangur: Brátt hjarfadrep er lífshættulegt ástand sem krefst skjótrar og réttrar meðferðar. Meðferð felst í því að opna lokaðar kransæðar með segaleysandi lyfjameðferð eða blásningu (PTCA:percutaneous transluminal coronary angioblasty). Nýlegar rannsoknir hafa bent til að vefjaskaða hjartadreps megi að hluta rekja til ræsingar á bólgusvari ónæmis- kerfisins. Megin markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort finna mætti merki um ræsingu ónæmis- svars við brátt hjartadrep. Efniviður og aðferðir: Öllum einstaklingum nreð brátt hjartadrep er komu á bráðamóttöku LSHH frá og með janúar 2002 var boðin þáttaka. Einstaklingunum var skipt í fjóra hópa eftir því hvaða meðferðarúrræði voru veitt: A) engin meðferð, B) lýtískri meðferð er leiðir til opnunar æðar, C) lýtísk meðferð er opnar ekki og D) æð er opnuð með PTCA. Blóðsýni voru fenginn á fjórum tímapunktum á fyrsta sóiahring eftir komu. Ræsing kompliment kerfisins var metin með mælingum á CH50, C4, C3, C3d, Factor B, virkni styttri ferilsins og CR-1 á rauðum blóðkornum. Einnig var ræsing hvítrablóðkorna metin með mótefnalitun og frumutalningu í frumuflæðisjá. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu fengust 10 einstaklingar til þáttöku í rannsókninni. Hjá fjórum af tíu tókst að enduropna kransæð. Athygli vekur að hjá þeim einstaklingum þar sem kransæð opnaðist voru merki um T-frumu ræsingu(CD4+CD25+ jukust 25%- 523%). Hins vegar voru engin nrerki um kompliment ræsingu í heilblóði. Ályktun: Þrátt fyrir niðurstöður dýratilrauna og post- mortem nteinafræðilegra rannsókna um ræsingu kompliment kerfisins við brátt hjartadrep, sjáum við enginn örugg merki um slíka ræsingu. Hins vegar benda bráðabirgðaniðurstöður okkar til að T-frumu ræsing fylgi blóðflæði til blóðþurrðarsvæða hjartans. Greining sykursýki: Er sykurþolspróf nauösynlegt? Gísli Björn Bergmann", Rafn Benediktsson21, Vilmundur Guönason3’ 11 Læknadeild Háskóla fslands,21 Landspítali Háskólasjúkrahús Foss- vogi,31 Hjartavernd Inngangur: ADA (Anterican Diabetes Association) mælti nreð því árið 1997 að sykursýki yrði greind með því að mæla fastandi blóðsykur tvisvar sinnum. WHO (World Health Organization) gekk skemur árið 1998 og mælti með því að notað yrði ýmist sykurþolspróf eða tvær mælingar á fastandi blóðsykri. Við bárum saman þessar aðferðir og könnuðum hvaða breyti- stærðir gætu hjálpað til við að spá fyrir um endanlega greiningu. Efniviður og aðferðir: 58 einstaklingar sem mældust með háan fastandi blóðsykur í rannsókn Hjartavernd- ar og íslenskrar erfðagreiningar á ættlægri fúllorðins- sykursýki voru boðaðir í sykurþolspróf. Einstaklingar voru síðan bornir saman m.t.t. greininga úr sykurþols- prófi og tveimur fastandi blóðsykurprófum. Enn frem- ur voru hóparnir bornir saman m.t.t. aldurs, BMI, blóðfita, blóðþrýstings og HbAlc. Niðurstöður: Fastandi blóðsykur 1 (FBSl) (7,0 mmól/L endurspeglaði alltaf brenglað sykurþol þrátt fyrir að 6 af 16 einstaklingum hefðu eðlilegan FBS2. FBS2 var því í raun óþarfúr í slíkunr tilfellum. Þeir sem höfðu háan fastandi sykur (HFS) á FBSl (6,1-6,9 mmóI/L) voru 40 talsins. 12 höfðu brengluð sykur- efnaskipti skv. sykurþolsprófi, þ.e. sykursýki 2 (SS2) eða skert sykuþol (SSÞ), en 28 höfðu eðlilegt sykur- þol (ESÞ). Þessir 12 höfðu marktækt hærri HDL-gildi, þríglýseríða, FBS2 og HbAlc en hinir 28 við fyrstu komu í Hjartavernd. Þeir voru einnig eldri, hærri í BMI, með hærra kólesteról-HDL-hlutfall og líklegri til að vera karlar en munurinn á hópunum var ekki marktækur. Þrátt fyrir fylgni var enginn ein breyti- stærð sem skar úr um endanlega greiningu skv. sykur- þolsprófi. Við hönnuðum því reiknilíkan, þar sem breytistærðir höfðu mismikið vægi sem ákvarðað var út frá fjölþáttagreiningu, til að spá fyrir um endanlega greiningu. Stjórnun á PKB/Akt virkni í æðaþeli Gunnþórunn Sigurðardóttir", Haraldur Halldórsson21, Guðmundur Þorgeirsson231 "Læknadeild Háskóla íslands, "Rannsóknarstofa Háskóla íslands í iyfjafræði, "Lyflækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss Inngangur: Serín/threonín kínasinn Akt (prótein kínasi B) hefur verið í brennidepli lífvísinda undanfar- in ár. Áhugi er á uppgötvun efna sem hindra eða örva Akt til betri skilnings á lífeðlisfræðilegu hlutverki og lyfjaþróunar. Akt gegnir stjórnunarhlutverki við miðl- un innanfrumuboðferla er varða lifun frurna, vöxt og stýrðan frumudauða. Akt hefur auk þess áhrif á nit- uroxíð-„synthase” og insúlín efnaskipti. Á Rannsókn- 34

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.