Læknaneminn - 01.10.2002, Síða 30

Læknaneminn - 01.10.2002, Síða 30
fresta innleiðingu nýrra prófa þar til í júní 2003. Clausus verður haldinn með nýju sniði nlc. desember. Einnig var fjallað um endurskipulagningu námskeiða á preklínísku árunum. Þær breytingar sem gerðar voru eru stórt skref í rétta átt að vel skipulögðu lækna- námi. Lesstofumál læknanema voru endurtekið verið tek- in fyrir á þessum fundum, en lítið verið um svör frá Læknadeild. Loforð þó veitt fyrir því að unnið verði að því að skapa fleiri lespláss og stöðugleika í les- stofumálum, sem hefur skort á. Deildarráð, 1 J'ulltrúi: Formaður nefndarinnar sat í deildarráði, ásamt for- manni FL. Fjallað var um ýmis mál í vetur, starfs- mannamál, stöðuveitingar og margt fleira. Fjallað hefur verið talsvert um samning Landspítala Háskóla- sjúkrahúss og Læknadeildar. Haldnir hafa verið tveir langir vinnufundir þar sem farið var yfir framtíðar- stefnu Læknadeildar næstu árin. Lesstofumál bar á górna en verið vísað aftur til föðurhúsanna, kennslu- ráðs. Deildarfundir: 5 fulltrúar frá nemendum sátu á deildarráðsfundum, þar af einn frá nefndinni. Seta í stjórn FL: Mikill tími fór í kandídatsmál sl. vetur. Stefnt var að því að halda málþing um kandídatsárið, með þátttak- endum beggja fylkinga (stúdenta og Landspítala), með tilheyrandi tjölmiðlaumfjöllun. Seta í framhaldsmenntunarráði: Enn og aftur aðallega kandídatsárið! Skipulagning háskólakvnningar. Háskóladagur var haldinn í mars og var mjög fjölsótt- ur. Þar var kynnt fyrirkomulag inntökuprófa og claususfyrirkomulag í des 2002. Þótti þetta takast vel og básinn okkar hefur sjaldan verið jafn lekker :) Bókakostur og fræðabúr FL. Síðastliðinn vetur var engin aðstaða fyrir stúdenta á þessu sviði en þetta stendur allt til bóta og fræðabúrið er að koma sterkt til leiks aftur. Komin er þó sam- keppni í þessum málum, www.studmed.com. Ýmsar hugmyndir voru í burðarliðnum t.d. forvarnar- starf læknanema gegn reykingum. Þetta er hugmynd sem bæði hefur komið upp í Alþjóðanefnd og í Kennslu- og fræðslunefnd. Þetta vakti mikla jákvæða athygli í deildarráði og verður gæluverkefni Lælcna- deildar þegar að framkvæmd kemur. Einnig var hug- mynd uppi um að halda streitustjórnunarnámskeið fyrir læknanema, fá sérfræðinga til að kenna okkur streitustjórnun og slökun. íþróttaráð íþróttaráð stóð fyrir þáttöku FL í Háskóladeildinni, keppni milli skora HI, auk þess sem haldin voru þrenn innandeildarmót. Háskóladeildin Riðlakeppni fór fram á haustmisseri og tryggði Iækna- deild sér sæti í úrslitakepninni og sæti í úrslitaleik. Þar bar læknadeild sigurorð af lögfræðideild og er Há- skóladeildarmeistari 2002. Innandeildarmót Á haustmisseri fór fram á gervigrasinu í laugardal knattspyrnumót FL og var þar vel mætt. Þar bar þriðja árið verðskuldaðan sigur úr býtum. Á vormisseri fóru svo fram innanhúsmót í knatt- spyrnu og körfuknattleik. Vann fyrsta árið bæði mót- in í karlaflokki en í kvennaflokki knattspyrnumótsins báru annars árs hnátur sigur úr býtum fyrsta ársins. Samantekt Vegna mikillar óvissu um embættisskipan í íþrótta- nefnd hóf hún störf það seint að ekki var komið við að halda hið árlega golfmót, sem haldið er á haustmisseri ár hvert. Vonandi verður gerð bragarbót á á næsta starfsári. Annars fóru öll mót vel fram og var gleðin ávallt höfð í fyrirrúmi. íþróttanefnd næsta árs er kvött til dáða og dugs. Hagsmunaráð Hagsmunaráð hittist einu sinni á haustönn. Þá var rætt um lesstofumál, lengingu kandídatsársins og kjara- mál. Afráðið var að einbeita sér að launamálum og eins og áður sagði endaði það með því að nú stendur til að funda með Félagi unglækna varðandi einhvers konar aukaaðild að félaginu. Þrátt fyrir þessa vinnu hefur hagsmunaráð verið lítt starfandi síðasta starfsár svo og öll önnur starfsár frá stofnun þess. Ástæðan hingað til hefur líklega verið sú að formaður FL. á einnig að gegna formennsku ráðsins, boða fundi og stjórna þeim. I bígerð eru nú tillögur um að breyta því, færa formennskuna í hendur annars aðila og fjölga í ráðinu í von um að hægt verði að virkja ráðið betur. Að lokum Síðasta starfsár var óhefðbundið að því leyti hversu mörg þungavigtarmál kornu upp eins og kandídatsár- ið, inntökupróf, launakjör og aðbúnaðarmál og tóku margir emþættismenn félagsins höndum saman og tóku á þessum málum svo sómi hlaust af. Góð sam- vinna var milli stjórnar og annarra nefnda og ráða inn- an félagsins. Um Ieið og ég óska nýrri stjórn velfarn- aðar í komandi baráttu vil ég nota tækifærið og þakka þeim sem áttu hlut að máli undanfarinn starfsvetur fyrir góða samvinnu á liðnu starfsári 28 Fh. fráfarandi stjórnar Gísli Engilbert Haraldsson formaður F.L.

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.