Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 22

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 22
Kolbrún Pálsdóttir Læknanemí á 5. ári Agúst í Barcelona Það var þann 27.júlí síðastliðinn sem höfundur og bekkjarfélagi Pétur Snæbjörnsson lögðu upp í ferða- lag , þar sem ferðinni var heitið til Barcelona til þess meðal annars að taka þátt í mánaðar skiptiprógrammi á vegum IFMSA. Þessi ferð varð eins og vonast hafði verið til að frábærri skemmtun, full af óvæntum upp- ákomum, afslöppun og langaði okkur ferðafélögunum því að deila reynslu okkar með öðrum læknanemum. I upphafi lofaði prógrammið góðu, við sendum inn umsóknir og gengum í gegnum þetta venjulega feiii sem þarf til að komast að sem skiptinemi í etiendu landi. Umsóknirnar okkar voru eins og gefur að skilja samþykktar en síðan ekki söguna meir. Við höfðum engar upplýsingar fengið um dvalarstað eða spítala áður en við lögðum upp í ferðalagið, það eina sem við höfðum var símanúmer hjá tengilið okkar og var því um nokkurs konar óvissuferð að ræða. Ferðalagið gekk vel enda vorum við bæði send af stað með nesti og nýja skó, þó sérstaklega var annað okkar vel nestað með fulla tösku af skyr.is ásamt sam- lokum til nokkurra daga. Við höfðum gert viðeigandi ráðstafanir varðandi gistingu fyrstu dagana því það eina sem við vissum um húsnæðismál í prógramminu var að við máttum ekki láta sjá okkur þar sem okkur var ætlað að búa fyrr en 1 .ágúst. Ekki það að við hefðum getað það, því við höfðum ekki heimilisfang- ið. Fyrstu dagarnir fóru því í túristaleik með viðeig- andi árangri. Við náðum að sólbrenna okkur frá öll- um hliðum, borða á dýrum en jafnframt lélegum veit- ingastöðum, láta svindla á okkur á kaffihúsum og gera okkur að fíflum á aðal göngugötu borgarinnar Römblunni. Við fórum einnig hring með túristrútunni og skruppum til nágrannabæjarins Sitges. Það er ákveðin upplifun að vera staddur á Römblunni á aðal- ferðamannatíma ársins. Það er nefnilega samankom- inn stór hópur fólks sem hefur það að atvinnu að ná peningum af fólki með mis heiðarlegum hætti. Þar eru vasaþjófar, leikarar, tónlistarfólk, myndlistarfólk og dansarar svo eitthvað sé nefnt, ásamt því sem hægt er að setjast niður til bjórdrykkju eða áts. Þegar líða fór að 1 .ágúst fórum við að ókyrrast og ákváðum að hringja í tengilið okkar. Hún tók vel í að hitta okkur, sem betur fer því að hún lét okkur meðal annars í té hið ofur leynilega heimilisfang þar sem okkur var ætlað að búa á vegum IFMSA. Hún fór líka með okkur í smá skoðunarferð um miðbæinn en kvaddi okkur svo því hún var á leið í skiptiprógramm til Berlínar. Nú voru góð ráð dýr því nú var heimilis- fangið það eina sem tengdi okkur við þetta blessaða prógramm. Við ákváðum að láta reyna á það og drif- um okkur af stað. Okkur hætti að lítast á blikuna þeg- ar við höfðum ferðast á endastöð með neðanjarðarlest- inni og vorum að nálgast endastöð strætólínunnar líka, hálftíma eftir að við lögðum af stað. Við fórum því út úr strætisvagninum án þess að hafa hugmynd um hvar í ósköpunum við vorum stödd. Næstu mínúturnar ráf- uðum við um hverfið og römbuðum svo á endanum inn í rétta götu. Þar vorum við pikkuð upp eins og hverjar aðrar gleðikonur af starfsmanni skrifstofu sem reyndist bera ábyrgð á stúdentagörðunum sem okkur var ætlað að búa á. Þá fyrst byrjaði ballið, við þurft- um ljósrit af vegabréfum, peninga og fleira til að geta fengið afhenta lykla að íbúðinni sem okkur var ætluð. Oklcur datt náttúrulega helst í hug að þetta væri svona fín íbúð og þess vegna þyrfti að tryggja þetta allt svona vel fyrirfram. Við hlökkuðum því frekar mikið til að geta komið okkur fyrir í nýjum heimkynnum. Það er eklci laust við að vonbrigðin hafi gert vart við sig þegar við stigum inn í slotið sem reyndist ekki hafa verið þrifið frá því að elstu menn mundu eftir sér. 20

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.