Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 21

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 21
Að hrökkva eða stökkva Valtýr Stefánsson Thors Læknanemi á 6. ári Þegar sumarið nálgast eftir S.árið fara að brjótast fram vangaveltur um hvað gera skuli á ráðningafundinum. Spurningin er jú fyrst og fremst:„Ætla ég að fara út í hérað?” Yfir veturinn vex nú heldur hjá manni sjálfs- traustið, búinn að breiða yfir hræðsluna um að lenda í fárveiku barni eða fyrirburafæðingu. Auðvitað, mað- ur smellir bara nál í litla fárveika barnið og gerir akút keisara í sjúkrabílnum á leiðinni í bæinn. Einfalt ekki satt? Maður hefur jú séð þetta gert, búinn með barna- og kvennakúrsana. Eftir að hafa klárað geðið og tauga er maður enn sterkari á svellinu, kann nöfnin á helstu þunglyndislyljunum og í tauga...., þar er hvort sem er ekkert hægt að gera. Ekki vegur minna vonin um gull og græna skóga. Eftir að hafa búið við seigfljótandi fjárstreymi undan- farin ár hljómar það vissulega vel að að geta mokað inn seðlunum og haft lítið fyrir því. í þann mund sem maður tekur upp tólið og pantar sérútbúinn LandCruiser læðist að manni ískaldur hrollur; „Hvað ef ég kem ekki nálinni upp? Hvað ef mér tekst ekki að intúbera manninn? Hvað ef þetta litla barn deyr í höndunum á mér?” Kannski get ég keyrt drusluna eitt ár í viðbót. Ég spyr hvort þeir eigi túrbínu í Charade '87. A þennan hátt þvældist ég fram og til baka en þó var ég orðinn það kokhraustur þegar nær dró ráðninga- fundinum að ég ætlaði að reyna að komast í feitt. Fjölskyldan var tilbúin að koma með mér á staði þar sem enginn er á stjá nema drukknir togarasjómenn svo vitnað sé í eitt af andlitum íslands út á við. Á vissan hátt gekk ég þar gegn orðum séra Friðriks Friðriksson- ar: „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði”. Með öðrum orðum, inig vantaði seðla. Hitt hlyti að redd- ast. Og það reddaðist. Grundarfjörður er góður staður að vera á. Þar er einstaklega fallegt, fólkið er afar vinsamlegt og stuð- tækið er appelsínugult. Það virkar sennilega ekki. Dagvinnan er hvers manns hugljúfi. Mætt klukkan níu í símatíma þar sem enginn hringir og drekkur á meðan kaffi og ræðir um daginn og veginn við starfs- fólkið. Síðan er móttaka til hádegis og frjálst val eftir hádegið. Tvo eftirmiðdaga í viku er þó bókað hjá manni en aldrei fyrr en eftir tvö því Læknirinn leggur sig alltaf eftir hádegismatinn. Þetta er líf sem maður gæti vanist. Reyndar er eitt sem dregur úr rómantík- inni í kringum þetta og það er helv. vaktsíminn. Hann var tattóveraður á aðra rasskinnina á mér. í sturtu, í búðina, í göngutúr, í sundi...ég er enn að vakna á nóttunni og hugsa: „Hvar er síminn?”. Ef ætti að flokka vandamálin sem koina upp í hér- aði sem Grundarfirði (athugið að segja í Grundarfirði, ekki á Grundarfirði) getur 5,árs læknanemi leyst 70% af vandamálunum, sum með fyrri kunnáttu en önnur með því að þreifa sig áfram í myrkrinu. í 28% tilvika klórar maður sér aðeins í hnakkanum og segir síðan: „Ég ætla að vísa þér á góðan lækni fyrir sunnan..”. I lok hvers vinnudags þakkar maður svo fyrir að lenda ekki í síðustu tveimur prósentunum. Þau eru nefni- lega þannig að þú gætir hugsanlega leyst vandamálið en þú hefur ekki reynslu né þekkingu til að klára það fullkomlega. Þá erum við að tala um akút aðstæður. Oftast sleppur þetta fyrir horn, upp í sjúkrabíl, setja upp nál, gefa súrefni og keyra af stað. Reyna að líta út fyrir að þú hafir einhverja hugmynd unt hvað þú ert að gera. Horfa á monitorinn og óska þess að þessi QRS komplex sé bara sá fyrsti í röð margra fallegra QRS konrplexa. 19

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.