Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 9

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 9
algjör snillingur, faglega sem fé- lagslega. Maður var fyrst óneit- anlega smeykur um Danina, ný- skriðnir úr prófum í útlimaanató- míunni. Það var ótrúlegt livað sat eftir í kollinum á manni, auk þess kom það rnanni mikið til góðs að vera búinn með haus og háls sem og iðraanatómíuna. Þar var hægt að láta Ijós sitt skína umfram danskinn sem átti þá kúrsa eftir. Það var hreint ótrúlegt hvað okkur tókst að kryfja hann Pésa okkar til mergjar á fimmtán dög- um. Nánrskeiðið var lika byggt þannig upp að ekki var einvörð- ungu um útlimaanatómíu að ræða. Höfuð og háls voru krufin sem og iðrin, það er úr brjóst- og kviðarholi. Pési reyndist okkur ó- metanleg uppspretta fróðleiks enda uppfullur af anatómískum frávikum og stendur deilan um m. palmaris longus enn. Er fólk enn klofið í andstæðar fylkingar. Aðauki voru skemmtileg æðafrávik, þar má helst nefna að a. splenica og arcus palmaris superficialis í manus dext- er reyndust ekki vera til staðar. Plzen (boriö fram pilsen) í Plzen búa um eitthundraðogsjötíuþúsund manns ef minnið bregst ekki. Borgin var stofnuð 1295 í V-Bæ- heimi. Borgin liggur um 80 km vestan við Prag. Plzen er sögufræg borg. Hún var lengi vel öflugri en Prag. Eftir Húttítta stríðið mátti borgin muna fífil sinn fegurri og hnignunarskeið rann í garð. Eitt helsta afrek borgarinnar fyrir heimsmenninguna er fæðing gullna bjórsins. Saga bjórsins er löng og mikil. Drukku Egyptar til forna meðal annarra bjór, en þó ekki þennan gullna mjöð sem er algengastur í dag. Plzen er ekki að ósekju tengd bjór. Plzen er borið frarn pilsen og ekki þarf snilling til tengslamyndunar. Pilsen ... pilsner. Plzen er heimaborg Pilsner Urquell verksmiðjanna og er vinnslusvæði hennar ívið stærra en Skoda verksnriðjanna í borginni. Nánari upplýsing- ar um bjórmenningu heimsins sem og staðarins var að finna í stórmerku bjórsafni og ennfremur er tilvalið að heimsækja Pilsner Urquell verksmiðjuna og hitta bjór- meistarann. í miðbænum er ógrynni veit- ingahúsa og ekki þarf að ganga langt til að finna sér knæpu. Mæli ég með stað sem stendur við Palackého stræti, það er Zach’s pub. Staður sem gefur sig út sem skoskan bar en afgreiðir mexíkóskan nrat og er salernisað- staðan með eindæmum þar. A Zach’s voru reglulega haldnir tónleikar. Allir tónlcikarnir þrír sem við sóttum þangað voru mjög góðir. Bönd eins og Got- hart, Traband og Susanna Navar- rova eru nú ódauðleg í minning- unni. Innan borgarmarkanna eru nokkur vötn sem vert er að heim- sækja á góðviðrisdögum, til að kæla sig niður í vatninu eða flat- maga í sólinni. Nærri vatninu sem við heimsóttum var lítill bar og stórskemmtilegt fótboltaspil, fyrir þá sem ekki hugnast húðkrabbamein. Vika í Prag Námskeiðið í Plzen var þriggja vikna langt en ferðin tók fjórar vikur. í pakkanum var nefnilega innifalin vikuferð til Prag. Það er lítið um Prag að segja annað en að í stuttu máli er þar á ferð stórkostleg borg og var hún hin fullkomna rúsína í pylsuendanum. Fyrir þá sem áhuga hafa Frekari upplýsingar um ferðina og kúrsinn má fá hjá okkur, sem fórum í ferðina. Það má finna upplýsing- ar um krufningaferðir á heimasíðu danskra lækna- nema, http://www.imcc.dk, en þar rná einnig finna upplýsingar um hverjir eru í forsvari fyrir dönsku nernana. Þeir sem stunda nám sitt í Odense fara til Plzen og í svipinn man ég ekki hvert Aarhus nemarn- ir fara. Upplýsingar um tengiliðina má finna beint á slóðinni: http://www.imcc.dk/subgroups/- kontakt.php?gruppeID=IO. Ég mæli með því við hvern sem er að leggja í svona ferðalag. Ekki er þetta bara ótrúlega skenrmtilegt heldur fær maður líka skír- teini upp á að hafa lokið krufningakúrs við Karlshá- skólann. Einstaklingsmiðuð kennsla 7

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.