Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 26

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 26
Embætti Á aðalfundi sem var haldinn vorið 2001 var kosið eft- irfarandi í stjórn félagssins samkvæmt lögum F.L.: Formaður: Gísli Engilbert Haraldsson Gjaldkeri : Þorgeir Gestsson Ritari: Jens Kristján Guðmundsson Meðstjórnandi 6. árs fram að áramótum : Bjarni Þór Eyvindsson Meðstjórnandi 2. árs: Kristbjörg Olsen Formaður kennslumála og fræðslunefndar: Helga Eyjólfsdóttir Formaður Alþjóðanefndar: Steinunn Þórðardóttir Formaður Fulltrúaráðs: Agnar Bjarnason Formaður Iþróttaráðs: Elías Þór Guðbrandsson 1 byrjun vetrar tilkynnti Bjarni að hann gæti ekki sinnt stöðu 6. árs fulltrúa þar sent hann væri í árs fríi frá námi. Því voru þau Jórunn Atladóttir og Bergþór Björnsson fenginn til að skipta með sér stöðunni. Eftir niðurstöður claususprófa í janúar var Sæmund- ur Oddsson valinn af 1. árs nemum sent fulltrúi þeirra í stjórn. Stjórnin kom saman að minnsta kosti einu sinni í mánuði og oftar ef þörf krafði en þess á rnilli sá fram- kvæmdastjórnin um almennan rekstur. Starfsemin var með fremur hefðbundnu sniði. Formannafundur Formaður og gjaldkeri F.L. fóru á fund NMSA (nordic medical students association) í byrjun vetrar. Hann var að þessu sinni haldirtn í Helsinki í Finnlandi. Á fundinum var kláruð ályktun varðandi innihald kandídatsárs á Norðurlöndum. Fyrstu drög að þessari ályktun voru samin á fundi samtakanna í fyrra sent haldinn var á Islandi. Aðalumræöuefni þessa fúndar var að ræða hvernig læknanemar gætu komið skoðun- um síðnum á framfæri við stjórnendur deilda og hvernig hægt væri að hafa áhrif um ákvarðanatökur varðandi námið í læknadeildum. Einnig vaknaði um- ræða um kandídatsár á Norðurlöndunum og aðferðir sem hvert land fyrir sig notar til að velja nemendur inn í deildirnar. Á daginn kom að þessar umræður voru þarfar fyrir íslendingana og voru ntjög viðkontandi þeint málum sem stjórnin þurfti að fjalla urn á starfs- vetrinum. Kandídatsárið Tillögur varðandi kandídatsárið hafa oft tekið mikinn tíma og var það einnig þannig þetta árið. I byrjun vetrar lýsti deildarforseti yfir vilja sínum um að lengja kandídatsáriö úr 12 mánuðum í 15 mán- uði. I lok október lá síðan fyrir framhaldsmenntunarráði tillaga, komin frá sviði kennslu og fræða LSH, um framlengingu kandídatsarsins í 18 mánuði. í þeirri til- lögu voru einnig hugmyndir um að setja frjálsu vali kandídata á kandídatsári skilyrði. Þessu mótmæltu læknanemar harðlega með fulltingi unglækna. Stjórn F.L. tók á málinu með því að skipa nefnd innan stjórnarinnar sem samanstóð af Bergþóri Björnssyni, 6. árs fulltrúa í stjórn; Magnúsi Konráðs- syni fulltrúa í kennslu- og fræðsluráði; Jórunni Atla- dóttur, 6. árs nema í stjórn og formanni F.L. Útbjuggu Magnús og Bergþór greinargerð frá læknanemum varðandi kandídatsárið. Þar voru útlistuð mótrök læknanenta sem gengu m.al út á að breytingin væri komin til af manneklu en ekki út af vilja manna til að bæta gæði kandídatsársins og að kjaraskerðing yrði hjá unglæknum, skerðingu á atvinnufrelsi. Fullyrt í skýrslunni að lenging kandídatsársins myndi einnig lengja námið og tefja utanfor unglækna. Þar sem að gæðum og innihaldi kandídatsársins á LSH væri stór- lega ábótavant ættu forsvarsmenn sjúkrahússins frekar að einbeita sér að því að bæta kandídatsárið en að lengja það og að ef lengja á kandídatsárið væri það ekki forsvaranlegt fyrr en búið væri að stytta námið á móti. Stjórnin fór að útbúa sína eigin breytingartil- lögu varðandi kandídatsárið sem gekk út á það að fella út héraðsskyldu kandídata á kandídatsári og að kandídatsárið yrði fastsett við 12 ntánuði. Auk þess hélt nefndin fundi með landlækni, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, sviðsstjóra kennslu- fræða- og rannsókna á LSH og Stúdentaráði Háskóla Islands. Út úr þeirn viðræðunt kont m.a. á daginn að reglugerð- arbreyting yrði ekki gerð vegna manneklu á sjúkra- húsum og læknanemar fullvissaðir um ráðherra myndi ekki taka breytinguna til greina nenta að útræddu máli hjá læknadeild. Auk þess bauðst Stúdentaráð til að vera læknanemum innan handar í baráttu um óbreytt kandídatsár. Einnig var haft samband við félög læknanema á hinum Norðurlöndunum og þaðan feng- ust frekari upplýsingar um lengd og innihald kandídatsáranna þar. Norðmenn tóku sérstaklega vel í aðstoðarbeiðni F.L. og bauðst félag læknanema í Nor- egi m.a. til að senda starfsmann, vanan málefnum kandídata í Noregi, til íslands til að aðstoða F.L. í kandídatsmálinu ef umræður færu á alvarlegri stig. Eftir þetta var haldið á deildarráðsfundi þar sem miklar rökræður fóru í gang varðandi kandídatsárið. Um miðjan nóvembermánuð var síðan blásið til félagsfundar F.L. þar sem rætt var um kandídatsárið. Þá voru félagsmenn fræddir um reglugerðarbreyting- una og ræddar voru mögulegar aðgerðir til að sporna við tillögunni að lengdu kandídatsári. Upp komu hug- myndir urn að ráða lögmann og að vekja athygli al- mennings á umræðunni nteð því að halda málþing um málefnið og bjóða viðkomandi aðilum, ráðherra og fjölmiðlum á þingið. Fór í kjölfar fúndarins í gang skipulagning á málþinginu sem var fyrirhugað eftir áramót og leitað var til Stúdentaráðs sem bað um álit laganema á tillögunni að lengdu kandídatsári. Rétt fyrir jól urðu óformlegar viðræður við svið kennslu- fræða og rannsókna við LSH lil þess að til- lagan varð tekin til endurskoðunar hjá þeim og upp úr áramótum kom á daginn að tillagan var dregin til baka. Af þeim forsendum var fyrirhuguðu málþingi frestað. Þess í stað hófust umræður á deildarráðsfund- um unt lengingu kandídatsársins í 15 mánuði. Um svipað leyti leit fyrrnefnd breytingartillaga F.L. um kandídatsárið dagsins ljós og hlaut mikinn meðbyr í 24

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.