Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 43
icilllin sambanda og kefalósporina valdi ónæmi fyrir penicillinum, kefalósporínum og öðrum lyfjum. Mikil notkun þröngvirkari lyfja virðist síður valda ónæmi. C02 laser keiluskurður á leghálsi: afdrif næstu þungunar á eftir og aukaverkanir. Jón Þorkell Einarsson", Hildur Haröardóttir21, Kristján Sigurösson3’ " Læknadeild Háskóla ísland,2) Kvennadeild landsspítala Háskóla- sjúrkrahúss,31 Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands Tilgangur: Að kanna hvort tíðni leghálsbilunar og/eða fyrirburafæðinga sé aukin meðal íslenskra kvenna sem hafa undirgegnist keiluskurð með C02 laser. Eins að kanna tíðni ákveðinna langtímavanda- mála sem upp geta lcomið í kjölfar keiluskurðar. Efniviður og aðferðir: Samkvæmt skrá Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Islands fóru 957 konur, 39 ár og yngri, í keiluskurð á árunum 1990 til og með 1993. Af þeim voru 502 skráðar með fæðingu í Fæðingarskrá eftir keiluskurð. Þessum konum var sent bréf og þeim boðin þátttaka í rannsókninni, eins var þeim sendur stuttur spurningalisti. Svarhlutfall voru tæp 50%, að- eins þær sem fóru í C02 keiluskurð eru teknar með. Eins eru einungis einburafæðingar notaðar í rannsókn- inni. Tilfellin eru þannig 173 konur. Meðgöngulengd samkvæmt ómun, fæðingarþyngd, fjöldi fyrri fæð- inga, stærð keilu, gráða frumubreytinga, endurteknar sýkingar, tíðaverkir og reykingar eru þeir þættir sem fengir voru úr sjúkráskrám og spurningalista. 2 pöruð viðmið munu valin með lilliti til aldurs og fjölda fyrri fæðinga. 400 kvenna safnúrtak var tekið úr fæðingar- skrá til viðmiðunar þangað til. Niðurstöður: Af 173 tilfellum fæddu 15 konur (8,8%) fyrir 37 viku meðgöngu. Af 400 konum í safnúrtaki fæddu 17 konur (4.3%) fyrir 37 viku með- göngu. Langflestar keilur voru yfir lOmm Ekki fund- ust áhættutengsl milli hæðar keilu og meðgöngulengd- ar. Af 168 þekktum tilfellum voru 19 (11.3%) með CIN II, 92 (53.2%) með CIN 111 og 29 (16.8%) greind með CIS breytingar í leghálsi. Tuttugu og ljórar (14%) sögðust hafa aukna tíðarverki eftir keiluskurð. 14 (8,l%)sögðust hafa enduteknar leggangasýkingar eftir keiluskurð, 17 (9,8%) fyrir og eftir keiluskurð en 7 (4,0%) höfðu enduteknar sýkingar fyrir keiluskurð. Ályktanir: Keiluskurður með C02 tækni virðist auka líkur á fyrirburafæðingum hjá íslenskum konum. - Rannsókninni er ekki lokið. Fleiðrusýni á íslandi á árunum 1990 - 1999 Jónas Geir Einarsson", Gunnar Guðmundsson21, Helgi J. ísaksson31. " Háskóli íslands,2) Landspítali Háskólasjúkrahús Hringbraut, 31 Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði. Inngangur: Lokuð fleiðrusýnataka er gerð til að finna orsök fyrir vilsu í fleiðruholi sem ekki hefur fundist skýring á með vökvarannsókn eingöngu. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna niðurstöður fleiðrusýnatöku á íslandi og bera saman við erlendar rannsóknir. Efniviður og aðferðir: Hjá Rannsóknastofu Há- skólans í meinafræði voru athuguð svör allra fleiðru- sýna frá 1990 - 1999. Sjúkraskýrslur voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 130 sýni frá 120 ein- staklingum. Karlar voru 74 og 46 konur. Látnir eru 75 (62,5%). Algengasta greiningin var bólga eða band- vefsmyndun hjá 85 (70,8%), krabbamein hjá 15 (12,5%) og þrír (2,5%) voru með berkla en hjá 17 (14,2%) voru aðrar niðurstöður. Af þeim sem fengu bólgugreiningu var orsökin illkynja vöxtur hjá 33, lungnabólga hjá 10, 5 vegna áverka og hjá 8 voru aðr- ar orsakir en hjá 25 fannst engin skýring. Með frekari rannsóknum var hægt að sýna fram á að orsökin fyrir vökvanum var krabbamein hjá 55 (45,8%). Af þeim voru langflestir með lungnakrabbamein eða 24 (43,6%) því næst kom brjóstakrabbamein með 7 (12,7%) tilfelli og þá krabbamein í eggjastokkum og eitlum með 3 (5,5%) tilfelli hvort. Þrátt fyrir frekari rannsóknir fannst engin skýring á vökvasöfnuninni hjá 32 (26,7%). Ályktanir: Lokuð lleiðrusýnataka eru mikilvæg við greiningu á orsökum fleiðruvökva en oft er þörf frek- ari rannsókna. Næmi greiningar á illkynja orsökum er ívið lægra en í erlendum rannsóknum eða 27% á móti 39-75%. Þá greinist bólga oftar hér en í öðrum rann- sóknum en margir af þeim reynast hafa krabbamein eftir frekari rannsóknir. Vökvasöfnun án skýringa er álíka algeng hér og annarsstaðar. 41

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.