Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 50

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 50
Eggjastokkakrabbamein á íslandi: Tengsl arf- breytileika í BRCA genum og andrógenviðtaka við klíníska mynd sjúkdómsins. Þorgeir Gestsson", Steinunn Thorlacius21, Þórunn Rafnar2’ " Læknadeild Háskóla íslands, 2)Urður, Verðandi, Skuld. Inngangur: Stökkbreytingar í BRCAl og BRCA2 tengjast ættlægum krabbameinum í brjóstum og eggjastokkum. Á íslandi hefur fundist ein stökkbreyt- ing í hvoru geni en tíðni þeirra og áhrif á eggjastokka- krabbamein hérlendis hefur ekki verið könnuð. Sýnt hefur verið fram á tengsl krabbameinsáhættu við Qölda CAG endurtekninga í andrógenviðtakanum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni ofan- greindra breytileika og tengsl þeirra við klíníska mynd eggjastokkakrabbameins. Efniviður og aðferðir: DNA var einangrað með hefð- bundnum aðferðum úr blóðsýnum 174 sjúklinga sem höfðu greinst með eggjastokkakrabbamein. BRCAl greining fór fram með PCR mögnun og DHPLC að- ferð. Greining var gerð á BRCA2 með PCR og að- skilnaði samsæta með rafdrætti. Greining á fjölda CAG endurtekninga var framkvæmd á sambærilegan hátt. Niðurstöður úr arfgreiningum voru staðfestar með raðgreiningu og bornar saman við upplýsingar um vefjagerð meinsins og greiningaraldur. Niðurstöð- ur: Stökkbreyting í BRCAl fannst hjá 1 af 115 sjúk- lingum (0,9%; 95% Cl: 0,02-4,84%).Sex af 164 sjúk- lingum höfðu stökkbreytinguna í BRCA2 (3,7%; 95% Cl: 1,3-8,0%, p<0,01). Allir sex sjúklingarnir reyndust hafa serous þekjuæxli (100%) á móti 62 af 141 (44%) sjúklingi með stök æxli (OR:16,5; p<0,01). Ekki fannst marktæk fylgni milli fjölda CAG endurtekn- inga í andrógenviðtaka og aldurs við greiningu krabbameinsins (R=0,098; p=0,30). Ályktun: í rannsóknar-þýðinu var tíðni BRCA2 stökkbreytinga hjá sjúklingum marktækt hærri en hjá viðmiðunarhópi og er því áhættuþáttur fyrir eggja- stokkakrabbameini. Skipulögð söfnun blóðsýna úr krabbameinssjúklingum er nýhafin og því er lifunar- skekkja í niðurstöðunum. Til að fá heildstæða mynd af þætti ofangreindra erfðaþátta í eggjastokkakrabba- meini á íslandi verður sambærileg arfgreining gerð á erfðaefni frá látnum einstaklingum. Aortoiliac Occlusive Disease Managed by Surgery or Stent/PTA -Endovascular part- Þóra Sif Ólafsdóttir" Haraldur Bjarnason21 " Háskóli íslands,21 Mayo Clinic, Rochester, Minnesota, USA Tilgangur: Þetta er aftursýn rannsókn sem gerð er til að bera saman árangur æðaskurðaðgerða og inngrips- aðferða geislafræði við meðhöndlun á aortoiliac æða- þrengslum (occlusive/stenotic disease). Hér verður eingöngu fjallað um inngripsaðferðahlutann. Patency, tengsl við áhættuþætti, lengd sjúkrahúsdvalar, fyrri inngrip eða skurðaðgerðir, klínisk útkoma og fylgi- kvillar eru metnir með tilliti til jákvæðar eða neikvæð- ar niðurstöðu. Efniviður og aðferðir: 60 sjúklingar (68 útlimir) gengust undir æðablástur og fóðrun á Vascular and Interventional Radiology Department Mayo Clinic á þriggja ára tímabili. Fylgt var skilmerkjum æðaskurð- læknafélags Bandaríkjana varðandi mat á ástandi æðasjúkdómsins fyrir og eftir meðferð. Farið var yfir sjúkraskrár og röntgenfilmur. Líftöflur voru gerðar fyrir primary patency og primary assisted patency. Survival var metið með tilliti til áhættuþátta með log rank test. Niðurstöður: 49 common iliac, 23 external iliac og tvær ósæðar voru meðhöndlaðar. Ábending var claudication í 36 (56%) tilfella en krítísk blóðþurrð í 28 (44%) tilfella. Meðal fylgitími var 22 ntánuðir. Meiriháttar aukakvillar greindus hjá 8% og minnihátt- ar hjá 16%. Primary patency var 88%, 81% og 64% eftir 1, 3 og 5 ár. Primary assisted patency var 89%, 83% og 74% fyrir sömu tímabil. Ppre-op ABl var 0,55 og post-op ABI var 0,75. Umræður: Helstu niðurstöðum verkefnisins ber saman við fyrri greinar um sambærilegt efni þegar lit- ið var á langtíma patency. Áhættuþættir aðrir en fyrri amputation og krítisk blóðþurrð reyndust ekki hafa tölfræðilega marktækni. Þetta kemur ekki á óvart, gef- in alvarleg forspá þessara einkenna. Helstu gallar rannsóknarinnar eru lítill íjöldi sjúklinga í úrtakinu, aftursýnn rannsóknarmáti og léleg eftirfylgni sjúk- linga. 48

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.