Læknaneminn - 01.10.2002, Side 10

Læknaneminn - 01.10.2002, Side 10
Skipulag kandidatsþj álfunar lækna Gísli Einarsson, Framkvæmdastjóri kennslu, vísinda og þróunar Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Reglugerð um samsetningu kandidatsárs unglækna var síðast breytt á árinu 1999 í þá veru að 3 mánuðum af 12 mánaða heildartíma skyldi varið til þjálfunar í heilsugæslu. Því miður var undirbúningur þessarar breytingar ekki sem skyldi, sér í lagi gagnvart þeim sjúkrahúsum sem séð hafa um þennan þátt heildarnáms lækna. Fram að þessu hafði skapast ákveðið jafnvægi milli “framboðs og eftirspurnar” unglækna þ.e.a.s. að flest- ir unnu eitt ár á sjúkrahúsi sem er sami tími og “tíma- módúll” læknadeildar hvað útskriftir varðar, þ.e. að þær eru einu sinni á ári (en ekki tvisvar eins og víða erlendis og sem skapar jafnari dreifingu og auðveldar skipulag framhaldsnámsins). A sama tíma og útskriftarárgangar minnka vantaði nú skyndilega 3 mánuði í sjúkrahúshluta þessa ofan- lýsta jafnvægis. Er skemmst frá því að segja að síðustu þrjú árin hafa verið öllum aðilum málsins erfið og fyr- ir því hafa allir fundið, ekki síst unglæknar sem eði- lega eru mjög óánægðir með stöðu sína um þessar mundir. Óháð þessum þáttum málsins þarf engu að síður að taka afstöðu til innihalds og lengdar starfsþjálfunar unglækna að loknu lokaprófi úr háskóladeild. Eg er sammála flestum kollegum mínum um það að vinna á deildum sem varir skemur en þrjá mánuði veiti unglæknum ófullnægjandi reynslu. Núverandi skipu- lag veldur því að vinna kandidata getur dreifst óeðli- lega yfir tíma, svo að námsþjálfun á deildum verður ó- samfelld. Ekki er unnt að leiðrétta þetta við núverandi aðstæður án þess að setja mönnun úr skorðum. Jöfn mönnun er hins vegar forsenda þess að spítali starfi eðlilega og að vaktabyrði unglækna fari ekki úr hófi. Núverandi fyrirkomulag hefur auk þess í för með sér tætingslegar ráðningar á deildir og almennt hefur gildi þjálfunartímabilsins rýrnað af þessum sökum. Við sem mest höfum unnið að þessum málum á Landspítala-háskólasjúkrahúsi (en það eru auk mín Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, sviðsstjóri Læknis- fræðisviðs á Skrifstofu kennslu, vísinda og þróunar, Jónas Magnússon og Guðmundur Þorgeirsson, báðir prófessorar og sviðsstjórar skurðlækninga og lyflækn- inga og forsvarsmenn framhaldsmenntunar, Páll Helgi Möller og Steinn Jónsson fyrir sömu svið), teljum að núverandi fyrirkomulag torveldi mjög formlegt skipu- lag á uppbyggingu kandidatsnáms og frekari þjálfun unglækna. Lenging starfsnáms þeirra á sjúkrahúsum myndi auðvelda heildarskipulagningu og stuðla að öflugri tengslum við ákveðna leiðbeinendur, sem gætu öðlast yfirsýn yfir getu og framgang viðkomandi unglækna auk þess sem skipulagning hagnýtra nám- skeiða yrði auðveldari. Skilgreind vinna á lyflækninga- skurðlækningasvið- um ætti að lágmarki að nema 6 mánuðum á hvoru um sig og að lágmarki 4 mánuðir í hvorri hinna eiginlegu sérgreina. Tvo mánuði mætti skipuleggja í greinum tengdum þessum megingreinum s.s. á slysa-og bráða- deild, taugalækningadeiid, þvagfæraskurðdeild o.s.frv. Það mætti líka hugsa sér möguleika á þriggja mánaða vali í greinum eins og HNE, myndgreiningu, barna- lækningum, kvenlækningum eða geðlækningum inn- an heildarrammans 12 mánaða á sjúkrahúsi. Þetta myndi koma til móts við margra ára háværar óskir úr þessum greinum um að gefa fólki færi á að kynnast greininni “nægilega”, sem þrír mánuðir gæfu betra færi á, til að taka svo afstöðu til hennar hvað fram- haldið varðar. Fulltrúar þessara greina benda einnig á að þeim sé nú vart kleift að kynna sig fyrir unglækn- um. Það er ljóst að alls staðar í kring um okkur er talið nauðsynlegt að þjálfunartími kandidata sé umfangs- meiri en hann er hér á íslandi. Átján mánuðir eru ekki 8

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.