Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 32

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 32
Verkefni 4. árs læknanema Ónæmisfræöi miöeyrnasýkinga í rottum -áhrif bólusetningar á sýkingarmynd. Arnfríöur Henrýsdóttir", Hávard Jakobsen2’, Hannes Petersen3), Karl G. Kristinsson41 Anna Björk Magnúsdóttir51, Ann Hermanson51, Ingileif Jónsdóttir2), "Læknadeild Háskóla íslands, "Ónæmisfræðideild-, 3)Háls-, nef og eyrnadeild-, "'Sýklafræöideild-, Landspítala Háskólasjúkrahúsi, 5)Háls-, nef og eyrnadeild, Háskólasjúkrahúsið í Lundi, Svfþjóö. Jnngangur: Eyrnabólgur eru algengar og ein helsta ástæða sýklalyfjagjafar hjá börnum. Ein algengasta bakterían sem veldur eyrnabólgum er Streptococcus Pneumoniae. Vaxandi sýklalyfjaónæmi m.a. hér á landi hefur aukið þörfina á fyrirbyggjandi aðgerðum eins og bólusetningum. Fjölsykrubóluefni er gagnlegt gegn pneumókokkasýkingum í fullorðnum, en vekur ekki ónæmissvar i aldurshópnum ( 2 ára. Prótein- tengd-pneumókokkabóluefni vekja verndandi ónæmi í ungbörnum, og veita nokkra vernd gegn eyrnabólg- um. Markmiðið var að kanna mótefnamyndun gegn slíkum bóluefnum og áhrif á miðeyrnabólgu í rottum. Efniviður og aðferðir: 18 Sprague-Dawley rottur voru bólusettar undir húð með Prevenar (7 hjúpgerðir pneumókokkafjölsykra bundnar Diptheria-próteininu CRM197), 1/4 af barnaskammti á degi 1 og 14; 18 voru óbólusett viðrnið, 4 voru hyperbólusettar með bóluefni auk ónæmisglæðis. Á degi 28 voru rotturnar sýktar með Streptococcus pneumoniae, hjúpgerð 6B, í vinstra miðeyrað. Bláæðablóð var dregið úr hala fyrir bólusetningu, dag 14, 28 og 39. IgG-mótefni gegn hjúpgerðunum 7 voru mæld með ELISA. Niðurstöð- ur: í bólusetta hópnum varð marktæk aukning á IgG mótefnastyrk gegn öllum 7 hjúpgerðum frá degi 1 til 28. Var styrkur mótefna mismunandi og reyndist 6B hlutfallslega veikur ónæmisvaki. Munur á mótefna- styrk bólusetta hópsins og viðmiðunarhóps var einnig marktækur á degi 28. Allar rotturnar fengu miðeyrna- sýkingu, eftir inngjöf hjúpgerðar 6B á degi 29. Bólu- setti hópurinn féldc vægari sýkingu og reyndist mark- tækt fljótari að ná bata. Ein rotta úr viðmiðahóp fékk ífarandi sýkingu og lést fyrir lok tilraunar. Ályktun: 7- gilda pneumókokkabóluefnið Prevenar, vekur mótefnasvar í rottum gegn öllum hjúpgerðunum. Það kom ekki í veg fyrir miðeyrnasýkingu pneumókokka af hjúpgerð 6B við þessar tilraunaaðstæður, en virtist stuðla að vægari sýkingu og hraðari bata. Dauðsföll af slysförum 1999 - 2001: Orsakir og áhættuþættir Ágúst Ingi Ágústsson", Jón Baldursson2’, Brynjólfur Mogensen3’, Gunnlaugur Geirsson4', Sigurður Guðmundsson51 1)Háskóli íslands,21 Landspítali háskólasjúkrahús, Slysa- og bráöa- deild,31 Landspílali háskólasjúkrahús, Slysa- og bráðasviö,41 Rann- sóknastofa Háskóla íslands f réttarlæknisfræði, 51 Landlæknisembættið Inngangur: Tíðni banaslysa er hér nteð því lægsta á Norðurlöndum. Tíðni banaslysa lækkaði um 42% á árunum 1971-1985. Aftur á móti er tíðni banaslysa hjá börnum á íslandi sú hæsta á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir lága tíðni banaslysa þykir mönnum nóg um og ástæða til að gera enn betur. Ekki er full ljóst hvað ræður tíðni banaslysa eða hvort orsakavalda eða áhættuþætti megi auðveldlega koma í veg fyrir. Mark- mið þessarar rannsóknar er að kanna hvort skráning banaslysa í NOMESCO-slysaskráningarkerfinu sé gagnleg við rannsóknir á þeim og að leita að orsökum og áhættuþáttum banaslysanna sem leitt getur til bættra forvarna gegn þeim svo fælcka megi banaslys- um á íslandi. Ef gagn reynist að rannsókninni er ætl- unin að hefja vinnu að framtíðar gagnagrunni um dauðaslys á Islandi. Efniviður og aðferðir: Búinn var til gagnagrunnur í Microsoft Access forritinu og í hann safnað upplýs- ingum úr krufningaskýrslum. Eftir er að fara í gegn- um lögregluskýrslur, sjúkraskýrslur, gögn Hagstof- unnar og Neyðarlínunnar. Skráðar voru ýmsar per- sónuupplýsingar, NOMESCO-breytur í samræmi við 30

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.