Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 17
Mynd 5: Abrams nál sem notuð er til að taka sýni úr fleiðru. Mynd: Þórdís Ágústsdóttir Amýlasi getur verið hækkaður við brisbólgu, vél- indarof og illkynja vöxt og er þá miðað við eðlilegt blóðgildi. Sýrustig er oft lækkað við ýmsa kvilla og er þá mið- að við pH 7,2 en það sem helst er um að ræða þar er holsígerð (empyema) af hvaða orsök sem er, lungna- bólgu, iktsýki í fleiðru, berkla, illkynja vöxt, blóðsýr- ingu og vélindarof. Fleiri sjaldgæfari orsakir geta einnig valdið lækkuðu sýrustigi (14). Eins og komið hefur fram er LDH notað til að meta hvort um sé að ræða vilsu eða útvessa en LDH er einnig góður mælikvarði á hversu mikil bólgan í fleiðruholinu er. Því hærra sem gildið er því meiri bólga og er því hægt að nota þessa mælingu til að fylgjast með framgangi sjúkdóma í fleiðru yfir tíma (3). Ef um er að ræða vilsu og LDH er hækkað en ekki próteinmagnið þá er orsökin mjög líklega lungnabólga eða illkynja vöxtur (8). Hægt er að mæla fleiri þætti í fleiðruvökva eins og ýmsa æxlisþætti og gera margvísleg próf á honum en taka verður mið af klínískum einkennum við þá á- kvarðanatöku. Myndgreiningaraöferðir á fleiðruvökva Röntgenmynd af lungum er ekki mjög næm aðferð til að greina vökvasöfnun í fleiðruhol því talið er að allt að 300-500 ml þurfi að vera komnir í fleiðruholið til að það komi fram á standandi mynd með því að fylla út í fleiðruflóann. Hliðarlegumynd hjálpar til við að greina hvort vökvinn rennur frítt um fleiðruholið. Al- mennt er talið rétt að gera ekki blinda ástungu á fleiðruvökva ef vökvaborðið sem myndast er minna en einn sentimetri á hliðarlegumyndinni Omskoðun af fleiðru er mun næmari rannsókn og er talið að ekki þurfi nema 30 ml til að greina vökvasöfn- un með slíkri rannsókn. Að auki er hægt að nota óm- skoðun til að staðsetja vökvann nákvæmlega og ef um lítið magn er að ræða þá má framkvæma vökvasýna- töku með aðstoð ómsjár og minnka þannig líkur á fylgikvillum. Tölvusneiðmynd greinir fleiðruvökva og getur að auki greint þykkt vökvans eða hvort frekar sé um bandvefsmyndun að ræða eða vökvasöfnun. Þá getur tölvusneiðmynd fært okkur nær orsökum vökvasöfn- unar, td. með því að sýna fram á fyrirferðaraukningu í brjóstholi sem gæti verið vegna æxlisvaxtar eða eitla- stækkana í miðmæti. Frumurannsókn á fleiðruvökva Frumurannsókn á vökva er mikilvæg í greiningu á ill- kynja orsökum og ætti að vera gerð þegar grunur er um slíkt. Illkynja frumur í fleiðruvökva eru greindar af útliti sínu sem getur verið margvíslegt hvað varðar stærð og lögun (pleomorphism). Þær geta verið mjög stórar og með stóran kjarna og stórt kjarnakorn (3). Næmi frumurannsóknar er mismunandi eftir rann- sóknum og er allt frá 40 - 87% (15,17-20). Nokkrar á- stæður geta verið fyrir þessum mun og má þar nefna að þótt einstaklingur sé með illkynja vöxt er ekki úti- lokað að vökvasöfnun í fleiðru sé af öðrunt orsökum. Einnig er það raunin að mismunandi gerðir illkynja vaxtar greinast misvel með frumurannsókn á vökva (3, 7). Þekjufrumukrabbamein greinist t.d. sjaldan við frumurannsókn á fleiðruvökva þar sem vökvasöfnun- in er yfirleitt vegna samfalls á lunga eftir lokun á berkju (15), en við eitilfrumukrababmein er næmið hærra eða allt að 75% við „diffuse histiocytic lymphoma” en getur þó orðið um 25% við Hodgkin's eitilfrumukrabbamein (21). Lokuð fleiðrusýnataka Á síðari hluta 6. áratugar síðustu aldar var farið að framkvæma lokaða fleiðrusýnatöku með svokallaðri Abrams nál og Cope's nál (mynd 5 og 6) (14, 22). Lokuð sýnataka úr fleiðru með þessum nálum er mik- ilvæg til greiningar á sjúkdónnim í fleiðru og á það sérstaklega við þegar um er að ræða berkla og illkynja vöxt en aðrir sjúkdómar eins og t.d iktsýki í fleiðru, sveppasýking eða frumdýrasýking geta einnig greinst með þessari aðferð (3, 7). Ef um er að ræða berkla er næmi fyrsta lokaðs fleiðrusýnis frá 49 - 80% en það er mjög örugg grein- ing ef hnúðótt (granulomatous) bólga sést í fleiðru- sýni (17, 18, 23-25). Við illkynja vöxt er fyrsta fleiðrusýni greinandi í 29 - 54% tilfella en við að taka annað fleiðrusýni má auka næmið enn frekar (17-19, 23-27). Falskt jákvætt sýni er mjög sjaldgæft en það sem helst ber að varast 15

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.