Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 27
deildarráði. í umræðum á framhaldsmenntunarráði var afráðið að þau skilaboð, að kandídatsárið ætti að vera 12 mánuðir, ættu að fara til heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis og var deildarráði úthlutað það verkefni að bera þau áfram. En ákveðið var að bera ekki fram tillögu um að fella héraðsskylduna út. Þeg- ar þessi skýrsla er gerð bíður tillagan því umfjöllunar deildarráðs og e.t.v. deildarfundar áður en hún fer til ráðherra. Um miðjan aprílmánuð þessa árs barst síðan tillaga . frá sviðsstjórum LSH um að lengja kandídatsárið. Um mitt sumar fór að bera á óróa meðal læknanema um að verið væri að breyta reglugerðinni í samræmi við þá tillögu án vitundar læknanema cn í Ijós kom að þessi ótti var á misskilningi byggður. I kjölfar þeirrar umræðu sem skapaðist þá var komið á fót nefnd læknanenta um breytingar á kandídatsári og mun sú nefnd án efa verða öflugt vopn stjórnar í komandi bar- áttu um legningu kandídatsársins. Nú bíður tillaga sviðstjóranna á LSH umræðu á framhaldsmenntunar- ráðsfundi. Inntökufyrirkomulag í læknadeild í kjölfar nýrrar námsskrár framhaldsskólanna og til- skipunar um að sýna ætti gömul klásuspróf í lækna- deild fyrir 4 árum ákvað læknadeild að breytingar yrðu gerðar á inntökufyrirkomulaginu í læknadeild. Það hefur verið skoðun F.L. að núverandi fyrirkomu- lag sé óheppilegt þar sem að hjá þeim sem þreyta nu- merus clausus próf um áramótin hafa sótt strangt nám í heila önn án þess að fá það metið nokkursstaðar. Einnig hafa verið á lofti efasemdarraddir um það hvort numerus claususpróf sé rétta leiðin til að velja nemendur inn í læknadeild. Stjórn F.L. lýsti því yfir mikilli ánægju yfir því þeg- ar í ljós kom vorið 2001 að breytingar á inntöku læknanema í deildina mundu ganga í gegn sumarið 2002. Læknanemar höfðu tekið þátt í breytingunum í gegnum fulltrúa sent sátu á fundum Kennsluráðs. Við lokaundirbúning þessara breytinga lögðu læknanemar áherslu á að búið yrði að ákveða og birta námsefni til prófs fyrir áramót, að tilvonandi læknanemar þurftu ekki að greiða hærri gjöld fyrir sitt nám en aðrir há- skólanemar í formi próftökugjalds og að grundvallar- réttindi þeirra sem prófin þreyta væri að eiga rétt á sjúkraprófi. Einnig var í umræðunni hvort hafa ætti öðruvísi fyrirkomulag fyrir gamla claususnema en á- kveðið að svo skyldi ekki vera. Gengið var frá öllum helstu þáttum breytingar og hún samþykkt í háskóla- ráði 8. nóvember. Þegar niðurstöður claususprófa lágu fyrir í janúar létu margir af þeim claususnemum, sem ekki voru valdir inn í deildina, til sín heyra og lýstu yfir óánægju og bentu á ýmsa vankanta varðandi það að breyta fyr- irkomulaginu varðandi inntöku. Meðal þeirra atriða sem þeir komu fram með var að breytingin hafi ekki verið nægilega kynnt. Þrátt fyrir að forsvarsmenn breytinganna hafi reynt að sýna fram á að kynning hafi farið fram kom allt fyrir ekkert og ákveðið var að fresta breytingum á inntökuprófum og munu þær ganga í gegn sumarið 2003. Enn á eftir að ákveða hvort halda eigi sjúkrapróf eða ekki. Húsnæðismál læknadeildar Enn urðu tafir á því að stjórnin fengi aðstöðu undir starfsemi sína og annarra embættismanna félagsins. Þó byrjaði kjallarinn í Læknagarði, sem var rýmdur með tveggja daga fyrirvara haustið 1997, loksins að taka á sig mynd og fyrir áramót var búið að koma upp kaffi- og veitingasölu sem rekin var af Félagsstofnun stúdenta. Einnig var tölvuver, sem áður hafði verið staðsett á 3. hæð í læknagarði fært niður í kjallara og Problem based learning herbergi spruttu upp eins og gorkúlur á hinum ýmsu stöðum í Læknagarði. En enn lét stjórnarherbergið ekki á sér kræla, ekki fyrr en þeg- ar upplestur fyrir vorpróf var hafinn og hefur því ný- skipuð stjórn nú splunkunýtt herbergi til afnota og umráða. Aðstöðuleysi hefur háð stjórninni umtalsvert undanfarin 5 ár og m.a. hefur hið öfluga fræðabúr glatast á þeim tíma. Nú tekur því við mikil vinna við að byggja það upp aftur. Það lá í loftinu og á göngum Landspítala, háskóla- sjúkrahúss við Hringbraut að læknanemar myndu missa næstsíðustu lesstofu sína fyrir vorpróf, þ.e. les- stofuna á 4. hæð við heilsuverndarstöðina við Baróns- stíg og enn höfðu nemendur ekki fengið aðra aðstöðu í stað þeirrar sem rýmd var með tveggja daga fyrirvara haustið 1997. í ljós kom þó að læknanemar munu halda lesstofunni við Barónsstíg um ókomna framtíð og eftir að kaffistofu nemenda á 3. hæð í Læknagarði var lokað í vor, stendur nú til að læknanemar endur- heimti 3. lesstofuna sína aftur. Deildarráðsfundir Mörg mál voru tekin fyrir á deildarráðsfundum á síð- asta starfsári. M.a. var auk áðurnefndra umræðna um kandídatsár og inntökupróf mikið rætt um samninga milli læknadeildar og Landspítala háskólasjúkrahúss. Þar var tekið á mörgum málum og þar voru ýmis mál sem vörðuðu læknanema. Hclst má þar nefna að- stöðumál fyrir nemendur eins og búnings-, les- og svefnaðstöðu auk fyrirlestrarsala. Einnig var lögð lokahönd á þróunaráætlun lækna- deildar Deildafundir Deildarfundir voru haldnir með reglulegu millibili sl. vetur. Þar má helst nefna að kynntar voru breytingar á inntökuprófum og kandídatsmál rædd lauslega. Ein- kennandi var léleg mæting hjá fulltrúum nemenda og er þar bótar þörf. Eru fulltrúar komandi starfsveturs hvattir til að ganga úr skugga um að heimilisfong þeirra séu rétt hjá skrifstofu læknadeildar og að mæta vel deildarfundi þar sem deildarfundir eru æðsta ákvörðunarvald læknadeildar. Samskipti við önnur félög innan Háskólans Að venju var haldið jólaball með hjúkrunarfræði, tölv- unarfræði og sálfræði. Nokkur misskilningur var á milli staðahaldara og deildanna sem olli því að ballið 25

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.