Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 33

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 33
markmið rannsóknar, tímasetningar s.s. úrskurðun andláts o.fl. og loks voru skráðar dánarorsakir skv. ICD-10 auk Áverkastigs (AIS) og Áverkaskorar (ISS). Niðurstöður: Þar sem leyfi frá Persónuvernd barst ekki fyrr en 25/2 sl. hefur nægjanleg gagnasöfnun ekki farið fram enda aðeins náðst að skrá 50 tilfelli af um 200 og niðurstöður ekki fengist enn sem komið er. Ályktun: Á þessu stigi er ekki tímabært að draga ályktanir af rannsókninni. Vonast er til að niðurstöð- urnar gefi vísbendingar um gagnsemi þess að beita NOMESCO-kerfinu við skráningu dauðaslysa og jafnframt er vonast til að niðurstöðunum megi beita í forvörnum gegn slysum. Aldursbundin sorturýrnun (Geographical atrophy) í augnbotnum, samanburður á ættlægum og stakstæðum tilfellum. Árni Grímur Sigurðsson", Haraldur Sigurðsson2' " Háskóli íslands (Læknadeild),21 Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut Inngangur: Aldursbundin hrörnun í augnbotnum er algengasta orsök lögblindu á Vesturlöndum . Fyrri rannsóknir hafa sýnt að annað af tveim endastigum þessa sjúkdóms, Sorturýrnun (Geographic Atrophy), er að einhverju leiti bundin í erfðir. Markmið þessar- ar rannsóknar er að bera saman ættlæg og stakstæð til- felli með aldursbundna sorturýrnun í augnbotnum og athuga hvort einhver munur sé á hópunum m.t.t. sjúk- dómsmyndar. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir gögn 1053 ein- staklinga og augnbotnamyndir ef til voru. Tilfellin eru fengin úr íslandsrannsókn á hrörnun í augnbotnum, sem er samvinnuverkefni IE og Islenskra augnlækna. Af þeim 1760 sem höfðu tekið þátt í Islandsrannsókn- inni höfðu 276 einstaklingar verið greindir með Sorturýrnun í augnbotnum. Fullnægjandi augnbotna- rnyndir voru til staðar hjá 222 einstaklingum . Þeir skiptust í 107 ættlæg tilfelli úr 60 fjölskyldum og 113 stakstæða eintaklinga. Til að til að teljast ættlægt til- felli þurfti viðkomandi að eiga skyldmenni innan 5 meiósa með sömu greiningu. Augnbotnamyndirnar voru kvarðaðar m.t.t. viðveru, fjölda og dreifingu fjölda þátta sem tengjast sjúkdómsmynd Sorturýrnun- ar. Þessir hópar voru síðan bornir saman. Niðurstöður: Ekki fannst marktækur munur á nein- um þeirra þátta sem kannaðir voru og bornir saman milli hópanna (p>0,05). Meðalaldur tilfella var 84,5 ár, 82 voru karlkyns og 140 kvenkyns. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki til þess að sé hægt að greina ættlægan sjúkdóm frá stakstæðum. Ber þó að hafa í huga að myndirnar eru teknar á mismunandi stigum sjúkdómsins. Næsta skref er að kanna nátturulegan gang sjúkdómsins hjá þessum tveimur hópum. PTPRC Genið og Multiple Sclerosis á íslandi Áskell Löve11 Ragnheiður Fossdal21 Jeffrey R. Gulcher2) 11 Læknadeild Háskóla íslands,2) íslensk Erfðagreining Inngangur: Multiple sclerosis (MS) er ólæknandi taugasjúkdómur sem veldur líkamlegri fötlun vegna skertrar leiðnigetu taugaþráða. Talið er að virkjaðarT- frumur næmar fyrir þáttum í miðtaugakerfinu komi af stað bólguviðbragði sem leiðir til staðbundinna skemmda á myelíni og taugaþráðum. Þó margt bendi til þess að erfðaþættir komi við sögu í MS hefur ekk- ert ákveðið gcn verið tengt sjúkdómnum á sannfær- andi hátt. Nýleg rannsókn sýndi fram á fylgni (associ- ation) milli MS og basabreytileikans (polymorphism) 77C(G í 4. táknröð (exon) PTPRC gensins í þýska- landi. Þessi breyting kemur í veg fyrir eðlilega splæs- ingu mRNA og hefur þannig áhrif á tjáningarform (isoform) CD45 viðtakans á yfirborði T-fruma. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna hvort þessa sömu fylgni væri að finna á Islandi. Efniviður og Aðferðir: Þetta er tilfella-viðmiða rann- sókn (case-control) þar sem sjúklingahópurinn var skilgreindur samkvæmt Poser’s greiningarstaðlinum fyrir MS, en viðmiðunarhópurinn samanstóð af heil- brigðum sjálfboðaliðum. Við skimuðum 27 af 33 táknröðum (exon) PTPRC gensins með raðgreiningu á DNA 94 óskyldra sjúklinga og 94 óskyldra viðmiða. Við skoðuðum svo sérstaklega 77C(G stökkbreyting- una með FP-TDI (Fluorescent Polarization Template- directed Dye-terminator Incorporation) hjá 281 MS sjúklingi og 280 hcilbrigðum viðmiðum. Niðurstöður: Við fúndum samtals 20 basabreytileika í PTPRC geninu, þar á meðal þann sem áður var tengdur við MS, en enginn þeirra hafði marktæk tengsl við MS. Ályktun: Niðurstöður okkar benda til þess að basa- breytileiki í PTPRC geninu hafi ekki fylgni við MS á Islandi. 31

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.