Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 44

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 44
Asphyxia perinatalis -Fósturköfnun- Kolbrún Pálsdóttir", Atli Dagbjartsson21, Þóröur Þórkelsson2’, Hildur Harðardóttir31 "Háskóli íslands, 2)Barnaspítali Hringsins, 3)Kvennadeild Landsspítala Háskólasjúkrahúsi Inngangur: Á ferð sinni niður fæðingarveginn lenda öll börn í einhverri súrefnisþurrð. Þeirri spurningu er enn ósvarað hvers vegna sunr þeirra verða fyrir fóstur- köfnun og hver tíðnin er á Islandi. Rannsóknartilgát- an var að í meðgöngu og fæðingu finnist forspárþætt- ir fósturköfnunar og “Hypoxic ischemic encephalopathy” (HIE) í kjölfarið. Tilgangur rann- sóknarinnar var því að kanna faraldsfræðilega þætti, orsakir og afleiðingar fósturköfnunar með tilliti til fyrirbyggjandi aðgerða. Efniviður og aðferðir: Efniviðurinn var sjúklingar með greininguna fósturköfnun, fæddir fullburða á Kvennadeild LSH á árunum 1997-2001, með Apgar <6 við 5 mínútna aldur. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám barnanna og mæðra þeirra um með- gönguvandamál, meðgöngulengd, fósturhjartasírritun, legvatnslit og tegund fæðingar. Apgar barnsins við 1, 5 og 10 mínútna aldur, blóðgös , fjölda normoblasta og hemoglobin úr fyrsta blóðsýni. Niðurstöður: Tíðni asphyxiu var 0.89%. Kynjahlutfall var 58% strákar, 42% stúlkur. Grænt legvatn var í 48% tilfella, nafla- strengur um háls í 40% tilfella og hjá 66% barnanna var fósturhjartarit óeðlilegt. Miðað við aðrar fæðing- ar voru inngrip, gangsetning og tvíburafæðingar marktækt algengari í fósturköfnunarhópnum. Bicar- bonat, base deificit, sýrustig og hemoglobin gildi voru marktækt lægri hjá börnum með HIE. Apgar reyndist einnig marktækt lægri hjá börnum sem fengu HIE. Alyktanir: 1 flestum tilfellum verður vart við fóstur- köfnun áður en barnið fæðist og því rökrétt að inn- grip í eðlilegt fæðingarferli sé algengara í þeim hópi. Apgar og sýrustig blóðs við fæðingu hafa visst for- spárgildi um hvaða börn fá HIE eftir fósturköfnun og öfug fylgni er á milli magns hemoblobins í blóði og hættu á HIE í kjölfar fósturköfnunar. Sitjandafæðingar á Kvennadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss 1996-2000. Margrét Kristín Guðjónsdóttir", Þóra Steingrímsdóttir"21. "Háskóli íslands, "Kvennadeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss. Markmið: Rannsókninni er ætlað að lýsa fæðingar- nráta og afdrifum barna sem fæddust úr sitjandastöðu á Kvennadeild LSH(Lsp) á fimm ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarsniðið var aftur- skyggn hóprannsókn. Rannsóknarhópurinn var allar konur sem fæddu fullburða einbura úr sitjandastöðu á Kvennadeild LSH 1996-2000. Á rannsóknartímanum var sú almenna regla i gildi að ekki var mælt með sitj- andafæðingu um leggöng nema þyngd barns væri áætluð undir 4kg og summa útgangsgrindarmála væri yfir 34.4cm. Skráð var m.a. fæðingarmáti og Apgar- skor barns. Þegar borin voru saman afdrif barna eftir fæðingarmáta voru útilokuð börn með sjúkdómsgrein- ingar sem einar sér hafa í för með sér lækkun á Apgar. Lýsandi tölfræði var beitt við samanburðinn. Niður- stöður: Af 353 sitjandafæðingum á fimm árum voru 48(13,6%) fyrirhugaðar fæðingar um leggöng. Af þeim enduðu 8(16,7%) í bráðakeisaraskurði. Hjá 48 konum uppgötvaðist sitjandastaða ekki fyrr en í fæð- ingu og þar af fóru 36(75%) konur í bráðakeisara- skurð. Apgar, einni og fimm mínútum eftir fæðingu, var marlctækt lægri hjá börnum þar sem fyrirhuguð var fæðing um leggöng miðað við vatkeisaraskurð. Þau börn sem fæddust um leggöng og voru með lágan Apgar náðu sér fljótl að fullu. Enginn marktækur munur var á milli ára. Ályktun: Þessi rannsókn styður þá tilgátu að sitjanda- fæðing um leggöng auki hættu á vægri súrefnisþurrð hjá barninu en ekkert bendir til að hún auki hættu á al- varlegri súrefnisþurrð sé ofangreindum reglum um val milli valkeisaraskurðar og fyrirhugaðrar fæðingar um leggöng fylgt. Þörf er á samanburði þessara niður- staðna við viðmiðunarhóp barna sem fæðast úr höfuð- stöðu. Algengi skertrar nýrnastarfsemi í íslensku þýði. Ólöf Viktorsdóttir11, Ólafur Skúli Indriöason21, Runólfur Páls- son"21, Margrét Birna Andrésdóttir23), Vilmundur Guðnason"31 11 Læknadeild Háskóla íslands, 2)Landspítali Háskólasjúkra- hús,31 Rannsóknarstöö Hjartaverndar. Inngangur: Sjúklingum með lokastigs nýrnabilun fer fjölgandi hér á landi sem annars staðar. Lítið er vitað um faraldsfræði langvinnrar nýrnabilunar á vægari stigum. Tilgangur verkefnisins var: 1. Að bera saman þrjár aðferðir til að meta gaukulsíunarhraða (GSH) út frá S-kreatíníni (PCr). 2. Að kanna algengi skertrar nýrnastarfsemi (GSH<60 ml/mín/l,73m2) í islensku þýði. 3. Að athuga tíðni áhættuþátta fyrir nýrnabilun í þessum síðastnefnda hópi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggði á gögnum úr hóprannsókn Hjartaverndar. GSH var reiknaður á 42

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.