Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 24

Læknaneminn - 01.10.2002, Blaðsíða 24
Davíð B. Þórisson Læknanemi í eyðimörkinni Að vinna í héraði er eitthvað sem ég heyrði fyrst talað um á glaumgosa- og sukkárum mínum í Clausus. Þetta voru sögur um kokhrausta læknanema sem eftir 5. árið undu sérgalvaskirá útkjálkaþorp semjafnvel háskóla- menntaðir Islendingar höfðu ekki heyrt talað um. Þar lentu þeir í ótrúlegustu vitjunum svo sem rútuslysum, hjartastoppum, krampandi börnum og alls kyns við- burðum sem fyrir Clausus nema hljómaði eins og til- felli aðeins fyrir hetjulækna. Með Locomotor í hægri og Oxford í vinstri virtist vera hægt að berja niður öll vandamál. Mér leið eins og nýbura í návist þessara “guða”. Samkvæmt sögusögnum voru læknanemarnir svo vel fjáðir eftir sumarið að þeir fóru í heimsreisur, keyptu sér milljón króna tryllijeppa og borguðu upp öll uppsöfnuðu skuldabréfin - ekki bara eigin heldur líka hjá nánustu fjölskyldu! Það voru þessar sögur sem héldu mér vakandi þegar ég lærði utanbókar sam- cindafræðilega uppbyggingu á kollagenþráðunum, K.rebs-hringinn og síðast en ekki síst taugabrautirnar í hippocampus, uppáhaldið hans Hannesar. Eitthvað hafði ég nú kynnst heilsugæslunni þegar ég mætti á vígvöllinn á Kirkjubæjarklaustri í byrjun sein- asta sumars. Væntingarnar voru því ekki alveg jafn- rosalegar og á fyrsta ári. Engu að síður fór um mig viss hrollur þegar ég tók við vaktsímanum og mér var ljóst að heilsa heillar sýslu var á minni ábyrgð. Hér gat allt gerst; þjóðvegur nr. 1 liggur beint í gegn og er þekktur fyrir hraðakstur í gegnum Eldhraunið. Katla í vestri og allir að bíða eftir gosi. Vatnajökull í austri og útlendingar allan daginn að príla upp og niður háska- lega brattar hlíðar innan um dimmbláa skriðjöklana. Klausturbúar með eldri íslendingum landsins og því von á hjartastoppi hvenær sem er. Næsta lækni ekki að finna fyrr en í tveggja klukkustunda fjarlægð og þyrl- an þrjár klukkustundir að komast á staðinn. Skyndi- lega varð þögn. Mér leið eins og Mel Gibson í The Signs; ég vissi að óvinurinn var lentur og að hann myndi berja inn hurðina hjá mér en bara ekki hvenær. Svo leið timinn... Botnlangakast hjá nautgripabóndanum, mesta bar- áttan var við skiptiborðið á Landspítalanum. Franski hjólreiðamaðurinn með torticollis eftir þriggja vikna stanslausan túr um Suðurlandið - spurði hvort Volt- aren Rapid væri ávanabindandi. Þrjóska, ísraelska, ökklabrotna konan sem þoldi ekki biðina á stofunni og ætlaði að þrauka þetta - kom að sjálfsögðu fljótt aftur. Unga konan sem fór að hlæja að manninum sínum upp úr þurru og reyndist vera með tumor í temporal lobe. Eldri frúin sem var að drepast úr svima og ég sendi til Reykjavíkur gegn ráði taugalæknis (kannski vegna þess að hann lét það dragast í sex klukkustundir að hringja í mig!) - og reyndist svo með stroke í litla heila. Kvabb og kvein í vaktsímann eins og tauga- veiklaði eiginmaðurinn sent hringdi um miðja nótt til að kvarta undan því að sæðið hjá honum væri farið að dökkna með aldrinum. Aðeins einstaka tilfelli þar sem akút lyfjataskan var notuð og þá helst Morfín vegna beinbrota. Eftir sumarið sit ég með lungun full af sveitalofti og spái í helstu atburðum þessara þriggja ntánaða. Flest allar lækningar sem kornu frá minni hendi voru ekki annað en hálfsjálfvirkir mænureflexar sem deildin er búin að þjálfa mig upp í að gera. Einstaka sinnum intproviseraði ég. Eins og t.d. þegar orðljóti, feiti karldurgurinn heimtaði Parkodin Forte og ég sendi hann heim með lOstk endaþarmsstíla og glotti við tönn. Stundum velti ég því nreira að segja fyrir mér hvort ég væri frekar skottulæknir eyðimerkurinnar en læknir og ætti að hljóta vistun í Helvíti. Eins og t.d. þegar ég spurði miðaldra snyrtifræðinginn um tíða- hringinn, fimm árum eftir total hysterectomiu... Eða þegar móðirin hringdi tveim dögum síðar til að þakka mér fyrir að hafa læknað barnið sitt af pestinni ægi- legu og kallaði mig kraftaverkalækni - stúlkukindin hafði verið með virosu og ég gerði ekki annað en að skrifa út Parasupp fyrir hana. Blessunarlega kom oft hið sama í ljós hjá bekkjarfélögum mínum þegar við fórum að bera saman bækur olckar. Þeir spreðuðu líka sýklalyfjum og bólgueyðandi, þeir gleymdu að losa stasann eftir að hafa sett upp IV nálina, þeir hentu illa 22

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.